Dagblaðið - 01.06.1981, Blaðsíða 10

Dagblaðið - 01.06.1981, Blaðsíða 10
DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR I. JÚNÍ1981. r „Anægðir með að loksins skuli eitthvað hafa veríð gert’ Meira en þrjú hundruð vitnisburðir um banda- í vetur var bandarískur hermaður að nafni Robert Garwood dæmdur fyrir að hafa unnið með fjandmanninum í Víetnam-stríðinu. Hann hvarf í Víetnam árið 1965,j)á aðeins 18 ára gamall. Sjálfur hélt hann því fram að hann hefði verið heila- þveginn af Víetnömum og ekki gengið sjáifviljugur i lið með þeim. Liklegt þykir að Bandarikjamenn muni halda áfram að nota rnálaliða frá SA-Asíu til að leita að bandariskum striðsföngum i Vietnam og Laos. Caspar Weinbergen „Við munum halda áfram að ganga úr skugga um sannleiksgildi frétta um að bandarfskir striðsfangar séu enn I haldi I SA- Asíu.” „Við munum reglulega leitast af fremsta megni við að ganga úr skugga um sannleiksgildi frétta um að bandarískir stríðsfangar séu enn i suðaustur Asiu,” sagði í yfirlýsingu frá skrifstofu Caspar Weinbergers varnarmálaráðherra. Ekki er því ósennilegt að CLA muni eða hafi staðið fyrir fleiri slikum leiðöngrum til að kanna þær fjölmörgu stað- hæfmgar sem hafðar hafa verið uppi um að bandarískir stríðsfangar hafi sézt í Víetnam. Eins og raunin varð á í Laos er lík- legt að notaðir verði málaliðar sem eigi rætur sínar að rekja til þess svæðis sem halda á til. Nóg er af flóttamönnum í suðaustur Asíu sem eru fúsir að takast á hendur slík verk- efni í heimalandi sínu gegn álitlegri peningagreiðslu og loforði um land- vistarleyfi að verkefninu loknu. Samtök er kanna mál Bandaríkja- manna sem saknað er í suðaustur Asiu hafa lofað stjórn Reagans fyrir framtak hennar. „Við erum ánægðir með að nú skuli loksins eitthvað hafa verið gert. Við höfum meira en 300 vitnisburði frá fyrstu hendi flótta- manna og útlendinga um að banda- riskir stríðsfangar hafi sézt. í átta ár höfum við látið Pentagon þessar upp- lýsingar í té,” segir Carol Bates, tals- maður samtakanna. Fyrir skömmu var í fjölmiðlum greint frá hópi ævintýramanna sem þjálfuðu sig á Flórída í þeim tilgangi að halda í björgunarleiðangur til Indó-Kína. Meginmarkmiðið var að bjarga þó ekki væri nema einum bandarískum stríðsfanga og knýja þannig fram meiriháttar björgunar- aðgerðir yfirvaldanna. Aætlun þessi fór út um þúfur eftir að fjölmiðlar höfðu skýrt frá henni enda dró þá hinn fjárhagslegi bakhjarl sig í hlé. (Dagbladet) Bandariskir hermenn á tímum Víetnamstríðsins. Eru einhverjir þcirra cnn 1 fangabúðum andstæðinganna? ríska fanga í SA-Asíu — Málaliðar á vegum Cl A sendir inn í Laos til að kanna hvort bandarískir stríðs- fangar séu þar í þrælkunarvinnu Tveir hópar málaiiða hafa haldið inn i frumskóga Laos á síðustu mán- uöum eftir að hafa hlotið þjálfun hjá CIA sem jafnframt hefur launaö málaliðana. Loftljósmyndir frá njósnagervihnöttum höfðu bent til að leynilegar fangabúðir væru inni i frumskógunum. Fyrir skömmu sneri annar hópur málaliðanna til Thai- lands með myndir sem sýndu að þarna var ekki um aö ræða banda- ríska fanga eins og óttazt hafði verið. Það var dagblaðið Washington Post sem fyrst flutti fréttina um þessa för málaliðanna. Blaðið hafði beðiö með fréttina í nokkurn tíma vegna beiðni frá Pentagon. Þar óttuðust menn að birting hennar kynni að tefla mannsiifum í hættu. Meira en 2500'Bandaríkjamanna er saknað eftir stríðið í Indó-Kína og stöðugt berast fréttir um að stríðs- fangar hafi sézt í Laos og Vietnam. Er þar skemmst að minnast fréttar, sem meðal annars birtist í Dag- blaðinu i vetur, um að norsk sendi- nefnd hefði gengið. fram á hóp Bandaríkjamanna í vegavinnu í Víet- nam og hefðu þeir hrópað á Norð- mennina um leið og þeir voru reknir í Þar sem „sönnunargögnin” tóku engan veginn af tvímæli um hvað þarna væri á ferðinni var ákveðið að senda málaliða á vettvang. Sá mögu- leiki var fyrir hendi að útlendingarnir væru sovézkir ráðgjafar og það yrði vægast sagt heldur grátbroslegt ef bandariskar þyrlur kæmu á vettvang til að „bjarga” Rússunum. Fyrra málaliðinu kom CIA á fót í Thailandi í janúar síðastliðnum. Var það skipað útlögum frá Laos. Þeir voru þjálfaðir í meðferð vopna og fengu nóg af peningum. Eitthvað fór þó úrskeiðis á leiöinni til „fangabúð- anna”. Heimildir frá Pentagon hafa ekki viljað upplýsa hvað það var. Hætta varð við leiðangurinn. Seinni hópurinn fór sína ferð fyrir skömmu, líklega í byrjun maí. Á leiðinni óttúðust málaliðarnir að þeirra hefði orðið vart. Þeir héldu ferðinni þó áfram til þess staðar þar sem fangabúðirnar áttu að vera. Þeir tóku myndir en fundu enga Banda- ríkjamenn eða aðra menn vestræna útlits. Liðið, sem var skipað milli 20 og 30 mönnum, sneri til baka yfir landa- mæri Thailands þar sem bandarískir sérfræðingar rannsökuðu myndirnar. Að því loknu fékk Washington Post leyfi til að birta frétt sína. til að leita að bandariskum striðsföngum i Víctnam og Laos. burtu af iögreglu: „Segið heiminum frá okkur.” Um áramótin uppgötvuðu CIA og rannsóknardeild varnarmálaráðu- neytisins eitthvað sem þeir töldu að gætu verið fangabúðir inni í Laos. Skuggar sáust af mönnum sem virtust vera hærri en Asíubúar eru alla jafna. Einnig sáust merki um vinnutæki og, það sem mesta athygli vakti, að svo virtist sem skrifað hefði verið „B-52” á jörðina. Það töldu CIA-menn að gæti verið örvænt- ingarfuilt merki frá bandariskum stríðsföngum í þrælkunarvinnu. Erlent Erlent Erlent Erlent

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.