Dagblaðið - 01.06.1981, Blaðsíða 19

Dagblaðið - 01.06.1981, Blaðsíða 19
DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 1. JÚNÍ 1981. 19 8 Iþróttir Iþróttir Iþróttir Iþróttir OSKABYRJUN HJA GRINDAVIK OG LEIKNI í 3JU DÐLDINNI —Grindvíkingar skoruðu tvisvar á fýrstu þremur mmútunum gegn Óðni og Leiknir komst á bragðið strax á 1. mínútu gegn Þorlákshafnar Þór I Keppnin i íslandsmóti 3. deildar hélt áfram um helgina og þá voru 10 leikir á dagskrá f 4 riðlum. Eins og mörg und- anfarin ár mun Dagblaðið ieitast við að skýra frá gangi mála sem allra ftarleg- ast f 3. deildinni en af óviðráðanlegum orsökum var ekki hsegt að byrja fyrr en nú. Við höfum sama fyrirkomulagið og verið hefur og rekjum gang mála hér frá SV-horninu, vestur, norður og loks austur um land. A-riðill Óflinn—Grindavfk 1 —4 (0—2) Óðinsmenn voru varla farnir að koma sér fyrir á vellinum er knötturinn hafði tvívegis hafnað í netinu hjá þeim. Kristinn Jóhannsson skoraði i bæði skiptin. Ragnar Eðvarðsson bætti síð- an þriðja markinu við áðm en Kristinn Pedersen sendi knöttinn í eigið net. Lokaorðið átti svo Jens Axelsson er hann skoraði eina mark Óðins er um 10 min. voru til leiksloka. HvaragarOi—Afturelding frestað Sem og oft áður varð að fresta þess- fk Sigurður Sverrisson (Jr leik Óðins og Grindavfkur. DB-mynd Einar Ólason. EMíkörfu: HEIMSMEISTAR- ARNIR STEINLÁGU — Sovétríkin unnu Júgóslavíu 108-88 Úrsiltin f Evrópumótinu í körfu- knattleik hefjast i Prag f dag og til úrslita um Evrópumeistaratitilinn keppa Spánn, Tékkósióvakia og ísrael úr A-riðli, Sovétrikin, Júgóslavia og ítalfa úr B-riðli. f síðustu leikjunum i riðlakeppninni urðu úrslit þau að Sovétríkin unnu heims og ólympíumeistara Júgóslavíu 108—88 (55—42), Frakkland vann England 78—66 (33—32), Spánn sigr- aði Grikkland 111—72 (58—41), Pól- land vann Tyrkland 89—75 (44—31), Tékkóslóvakía sigraði ísrael 86—85 (54—47), ftalía vann Vestur-Þýzkaland 79—57 (40—27), Spánn vann England 78—47 (33—26), Sovétríkin unnu Tyrkland 97—79 (47—29), Tékkósló- vakía vann Frakkland 72—69 (39—36), og Ítalía vann Pólland 90—81 (41 — 39). Lokastaðan í riðlunum. A-riðill : Spánn 10, Tékkóslóvakía 9, ísrael 8, Frakkland 7, England 6 og Grikkland 5. B-riðill: Sovétríkin 10, Júgóslavía 9, Ítalía 8, Pólland 7, V-Þýzkaland 6 og Grikkland 5. Gefín tvö stig fyrir sigur, eitt fyrir tap. -hsfm. Enn koma Borgnes- ingarnir á óvart Borgneslngar halda áfram að koma á óvart i 2. deildinni i knattspyrnu. Á föstudagskvöld fengu þeir Hauka i heimsókn og sigruðu með eina marld leiksins. Það var Björn Jónsson sem skoraði það i fyrri hálflelk úr vita- spyrnu. Eftir langt innkast barst knötturinn til Björns sem skallaði í átt að markinu. Boltinn stöðvaðist hins vegar skyndi- lega á hendi eins Haukamannsins og vítaspyrna var dæmd. Þrátt fyrir góð tilþrif markvarðar Haukanna hafnaði knötturinn i netinu og þar við sat. Heimamenn voru lengst af betri aðil- inn en tókst ekki að bæta við mörkum. Þó skall hurð nærri hælum er Haukar björguðu á linu frá Bergþóri Magnús- syni. Eftir leikinn var Björn Jónsson útnefndur maður leiksins af heima- mönnum. Byrjun Borgnesinganna i 2. deildinni- hefur komið geysilega á óvart. Liðið hefur hlotið 5 stig úr fyrstu þremur leikjunum en hætt er við að róðurinn verði erfiðari í næsta leik — gegn Keflavik á útivelli. -SSv. um leik vegna þess að engir dómarar létu sjá sig. Þeir munu hafa átt að koma frá Selfossi, en mættu ekki. Varð því ekkert af leiknum og að vonum voru Aftureldingar-menn óhressir með það. (K — Grótta2—1 (1—1) Kópavogsliðinu tókst að vinna sinn fyrsta sigur l 3. deildinni í ár er mátt- laust lið Gróttu heimsótti þá i gær- kvöld. Grótta náði þó forystu í leiknum en Ólafur Petersen jafnaði fyrir ÍK fyrir hlé. í síðari hálfleiknum skoraði hann svo aftur og tryggði ÍK sigurinn. ÍR — Vfflir, 1—4 (0—1) ÍR-ingarnir hófu leikinn með miklum sóknarþunga og herjuðu grimmt á Víðisvörnina án þess þó að skapa sér afgerandi færi. Eftir 10 minútur rann af þeim móðurinn og skömmu síöar skoraöi Guðjón Guð- mundsson fyrir Víði með viðstöðulausu skoti, úr sendingu frá Daníel Einars- syni. Þeir félagarnir fóru eins að í upp- hafi seinni hálfleiks, 2—0. Siðan bætti Ólafur Róbertsson þriðja markinu við eftir sendingu frá Klemenz Sæmunds- syni. Daníel gerðist síðan svo djarfur að einleika í gegnum iR-vörnina þegar 10 min. voru eftir. ÍR-ingum tókst aðeins að rétta hlut sinn á seinustu sek. Úr hornspyrnu hrökk knötturinn áf Víðismanni i netið svo að lokatölur urðu4—1. B-riðill Leiknir—Þór. Þorl. 3-0 (2-0) Það voru fleiri en Grindvíkingar, sem fengu óskabyrjun í leik sínum. Jóhann Einarsson kom Leiknismönn- um yfir strax á 1. minútu leiksins. Rétt undir lok fyrri hálfleiksins bætti Ragn- ar Ingólfsson öðru marki við og loka- orðið átti svo fyrirliðinn Leifur ívars- son i síðari hálfleiknum. Leiknismenn undir stjórn Gunnars Valvessonar hafa byrjað vel í sumar þrátt fyrir slæmt út- lit með mannskap i vor. Stjarnan—Njarðvik 1—4 (1—0) Er blásið var til leikhlés hafði Stjarn- an mark yfir, sem Guðbjartur Jónsson er sagður hafa skorað. Njarðvíkingar vilja hins vegar halda því fram að þar hafi verið um sjálfsmark að ræða. Hvað um það, í síðari hálfleiknum tóku gestirnir öll völd og skoruðu fjórum sinnum. Þórður Karlsson, fyrrum liðsmaður Keflvíkinga, tvisvar, Haukur Jóhannesson og Snorri Hleið- arsson skoruðu hin. C-riðill Reynir, He.—Grundarfjöröur 1-211-1) Sigurmark Grundfirðinganna kom ekki fyrr en á lokasekúndu ieiksins. Var þar Kristján Ragnarsson að verki. Stóð svo tæpt að leikurinn gat ekki haf- izt að nýju eftir markið. Það voru Reynismenn, sem náðu forystunni með marki Sigurðar Sigurðssonar á 20. mín- útu. Tíu mín. siðar varð Ásbjöm Ótt- arsson fyrir þvi óláni að senda knöttinn í eigið net og sigurmarkiö kom svo sem fyrr sagði alveg í lokin. Bolungarvik—Reynir, Hnffsdal 4-0 (2-0) Ekki bar tíðindamönnum okkar alveg saman um gang mála í leiknum. Heimamenn sögðust hafa átt allan leik- inn en gestirnir kváðust ekki hafa átt minna í honum. Það voru þó Bolvík- ingar, sem stóðu uppi, sem ótvíræðir sigurvegarar leiksins. Þeir Bjarni Albertsson og Reynir Ragnarsson skor- uðu í fyrri hálfleiknum og í þeim síðari bættu þeir Sigurður Guðfinnsson og Svavar Ævarsson við tveimur mörkum til viðbótar. HV—Snsafell 2-1 (2-0) Snæfell varð ekki eins auðveld bráð fyrir HV og Grundarfjörður um síð- ustu helgi. Gunnar Gíslason og annar „Visibræðranna”, en svo eru þeir Elías og Sæmundur Víglundssynir nefndir á Skaganum þessa dagana, Elis skoraði siðara mark HV. I síðari hálfleiknum léku gestirnir undan vindinum og tókst þá að skora eitt mark og jafnaðist leik- urinn mjög. Allar aðstæður voru þó slæmar. Strekkingsvindur og völlurinn á Akranesi harður. Leik Sindra og Leiknis, sem fram átti að fara i G-riðlinum var frestað af einhverjum ástæðum. -SSv. Engin mörk fWrexham Undir frábærri stjórn Alexander Chivadze tókst Sovétmönnum að hrinda öllum sóknum Walesbúa i Wrexham um helgina er liðin mættust f 3. riðli undankeppni HM. Chlvadze stjórnaði varnarleiknum eins og hers- höfðingi og tækifæri Wales, sem lék án Leighton James, voru sárafá. Sovétmennirnir fengu hins vegar eitt bezta færi leiksins er Kipiani þrumaði hátt yftr snemma leiksins i góðu færi. Oleg Blokhon átti mjög góðan leik á vinstri -kantinum og margar sendinga hans kölluðu fram klapp hjá velsku áhorfendunum. Eftir þennan leik er staðan f riðlinum lítt breytt. Wales á eftir báða útileikina gegn Tékkum og Sovétmönnum og síðan eiga Sovétmenn og Tékkar eftir að mætast tvívegis innbyrðis. Úrslitin í þeim tveimur leikjum ráða líkast til mestu um hvaða tvö lið það verða sem fara áfram i úrslitakeppnina á Spáni. Staðan í 3. riðli er nú þessi: Wales Tékkósl. Sovétríkin Island Tyrkland 5 4 10 10—0 9 4 3 0 1 11—2 6 3210 7—1 5 5 1 0 4 5—18 2 5 0 0 5 1 — 13 0 Látiðokkur um • Bjartur og rúmgóður sýningarsalur •Yfir 100 bílar á staðnum BÍLASALA EGGERTS Borgartúni 29 — Símar 28255 NÆTURVARZLA Á STAÐNUM 28488

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.