Sunnudagur fylgirit Þjóðviljans - 14.10.1945, Qupperneq 3

Sunnudagur  fylgirit Þjóðviljans - 14.10.1945, Qupperneq 3
SUNNUDAGUR 123 ------------------------------- ÚR LlFI ALÞtÐUNNAR _______________________________ SÍMAVARZLA Símavarzlan er mikilvægt starf, enda þótt ekki séu öll símtöl, sem afgíeidd eru, jafn áríðandi. Oft eru afgreidd símtöl, sem mikið liggur við að, séu afgreidd á sem allra stytztum tíima frá því beðið er um þau. Símtölum er skipt í þrjá aðal- flokka, með mismunandi verði og rétti. til afgreiðslu. Fyrst eru al- menn símtöl, sem innbyrðis eru mismunandi dýr eftir vegalengd- inni. Þar næst eru hraðsímtöl, sem kosta þrefalt á við almennu sím- tölin og ganga líka fyrir þeim. Þó geta menn hér þurft að bíða alllengi eftir hraðsímtölum, ef margir biðja um slík símtöl í einu. Fyrir öllum símtölum ganga svo forgarigshraðsímtöl, sem kosta tí- falt á við þau almennu. Síma- verðir hafa fyrirmæli um að af- greiða slík símtöl tafarlaust og má undir þeim kringumstæðum rjúfa hvaða samtöl sem eru á línunni. Eðlilega eru ekki allir hrifnir af því að þurfa að hætta að tala í miðju kafi. En þeir fá sam- bandið aftur jafnskjótt og unnt er. Oft getur legið mikið við, að ekki líði nema 1—2 mín. frá því beðið er um forgangshraðsímtal, þar til samtalið er hafið. Þá ríður á, að allir símaverðir séu vel vak- andi í starfinu og jafnan viðbúnir að gera skyldu sína. Stundum eru það peningarnir, sem ráða því hvort símtölin eru venjuleg símtöl eða hraðsímtöl. Þeir sem hafa nóga peninga vilja gjarnan greiða nokkuð fyrir það að þurfa ekki að bíða lengi eftir símtölunum. En við það verður ekki ráðið. Eg átti að vera kominri til vinnu í síðasta lagi kl. 9, eða kl. 21, sem venjulega er sagt nú orðið, því að þetta var að kvöldlagi. Eg átti að vinna alla nóttina á Langlínu- miðstöðinni í Reykjavík. Eg hafði aldrei komið þar áður, en var bú- inn að vinna nokkurn tíma við önnur störf hjá Landssímanum. Nú ætlaði ég að fara að læra símaafgreiðslu og síðán var ætl- unin, að ég ynni í forföllum næt- urvarðarins, sem hafði veikzt skyndilega. Áður en ég fer lengra í þessu efni, ætla ég að skýra ofurlítið frá aðdraganda þess að ég kom að þessu starfi og að hverju ég gekk og frá ýmsu, sem ég síðar fékk að vita um þennan nætur- vörð, sem nú var forfallaður frá að gegna störfum sínum. Næturvörðurinn hafði veikzt skyndilega, fengið svæsið tauga- áfall. Enginn var tilbúinn að taka við starfi hans, nema þá símastúlk- urnar, sem höfðu nóg á sinni könnu. Þess vegna þurfti að láta einhvern læra, sem gæti tekið við starfinu 1 foföllum hans. Þau mik- ilsverðu sannindi voru uppgötvuð allt 1 einu, að menn geta veikzt hvenær sem'er og oft með litlum eða engum fyrjrvara. Nætuivörð- urinn var búinn að vinpa þarna hátt á annan tug ára samfleytt og sjaldan hafði það komið fyrir, að hann mætti ekki til vinriu sinnar, enda sagði hann svo sjálf- ur, að hann máétti aldrei verða veikur vegna starfsins, því að. eng- inn var til að leysa hann af. Það var alls ekki gengið út frá. því, að hann gæti bilað, og því ekki hugsað fyrir neinum, sem komið gæti í hans stað — ekki fyrr en eftirá. En þannig fer um flesta hluti, sem of mikið er lagt á, að þeir bila fyrir tímann. Manns- Eftir Björn Guðmundsson frá Fagradal. ' líkaminn er ekki eins og vél, sem hægt er að endurnýja í smápört- um, eftir því sem þeir slitna. Sum- ir bila skyndilega, aðrir láta undan smátt og smátt. í þetta sinn vay það Vönúiri seinna, því að hér var úin aug- ljósa vinnuþrælkun á manniiium að ræða, enda þótt margir munu ekki hafa skilið það til fulls. Vinnan var mikiö meiri eri það, að nokkur meðalmaður gæti þol- að hana áratugum saman, án þess að láta á sjá, Vinriutíminn hafði að jafnaði verið 77 klst. á viku, allt næturvinna. Aldrei frí, néma til að sofa á daginn. þegar aðrir unnu eða skemmtu sér, eftir því hvort um virkan dag eða hvíldar- dag var að ræða. Hjá honum voru allir dagar og allar nætur svo

x

Sunnudagur fylgirit Þjóðviljans

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sunnudagur fylgirit Þjóðviljans
https://timarit.is/publication/261

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.