Sunnudagur fylgirit Þjóðviljans - 14.10.1945, Blaðsíða 4

Sunnudagur  fylgirit Þjóðviljans - 14.10.1945, Blaðsíða 4
SUNNUDAGUií 124 að segja jafnar. Síðustu árin hafði hann að vísu ekki byrjað að vinna fyrr en .klukkan 24 á laugardags- kvöldum, en hann vann líka til kl. 10 á sunnudagsmorgnana. Á mánudagsnóttum var vinnutíminn frá kl. 20—8, eða 12 klst., svo að sunnudagurinn var ekki langur hjá honum, eða lítið umfram hæfi- legan svefntíma. Það hefur því verið lítill tími til skemmtana eða nauðsynlegrar upplyftingar. Verra var þó hitt, að aldrei var tæki- færi til að sofa út, til að sofa ró- leguan hvílandi svefni, nema um veikindaforföll væri að ræða, eða þá með því að „skrópa“. En það var ekki að skapi þessa manns. Eg þekkti næturvörðinn ekkert áður en ég byrjaði að vinna störf hans. En flestir samborgarar hans þekktu hann, annaðhvort í sjón og raun, eða þá að þeir höfðu talað við hann, án þess að sjá hann, og hann leyst vandamál þeirra. Vinnutilhögun, sem hér hefur verið lýst, er ekki vel til þess fall- in að skapa vinnugleði eða viðhalda lífsþróttinum hjá hinum vinnandi mönnum. Þar að auki er þetta stórt siðferðislegt brot og frelsisskerðing, sem að vísu þótti nauðsynleg einu sinni, en er með öllu ósæmandi í siðmenntuðu þjóð- félagi, þar sem kúgun á ekki að vera til og allir eiga að hafa jafn- an rétt, sem þeir eru bornir til. Þó að þessi vinna sé ekki köll- uð erfiðisvinna, þá er hún engu að síður mjög lamandi fyrir tauga-' kerfið og höfuðið, og hafa menn fyrir allöngu séð, að ekki er fært eða sanngjarnt að ætla símastúlk- um mjög langan vinnutíma á dag. Þær þurfa að hafa mjög góða hvíld. Starf næturvarðarins var þann- ig,- að fyrstu 2—3 klst. á kvöldin var oft mjög mikið að gera, enda hafði það til skamms tíma, þegar ég kom, verið þannig, að hann hafði fengið mjög ónóga aðstoð við afgreiðsluna, — af sparnaðar- ástæðum! Fljótlega sá ég, hve fáránleg sú hugmynd var, reikn- ingslega. Þegar mikið er að gera við afgreiðslu símtala og of mik- ið er lagt á hvern afgreiðslumann, má alltaf ganga úr frá því, að við- talsbilin séu ekki rétt mæld, þann ig að þau verði lengri en þrjár mínútur. Það var fljótt að koma kaup afgreiðslustúlku í 1—2 klst., sem var fremur lágt þá að krónu- tölu. En „principið“ var það að greiða sem minnst fyrir „auka- vinnu“, jafnvel þótt það kostaði fyrirtækið margfalt á annan hátt. Sumir halda dauðahaldi í eyrinn, en kasta krónunni fyrir ekkert. En slíkt hefur verið nefndur ó- nytjungsháttur og fávizka. Frumorsökin til þess að ég kom að þessu starfi var sú, að ég hafði nýlokið námi méð mestu naumind- um vegna fjárskorts og erfiðra kringumstæðna. Fyrir atbeina skólastjórans hafði ég fengið bráða birgðavinnu eftir fyrri veturinn til þess að ég þyrfti ekki að fara út á land fyrir stuttan tíma. En kaupið reyndist það lágt, að jafn- vel þótt ég byrjaði ekki í skól- anum fyrr en um áramót til þess að geta unnið fyrir mér lengur, hrökk það naumast fyrir fæði og húsnæði, ef ég hefði átt að borða tvær máltíðir á dag, enda þótt hvort tveggja væri það ódýrasta, sem völ var á um þær mundir. Þó vil ég geta þess að kaupið var nokkru hærra heldur en geng- ið var út fráU fyrstu, og var mér það mikill greiði, því að ég fékk þá uppbót í einu lagi um leið og ég fór. Mig minnir að hún næmi 150 krónum. Ekki veit ég hvort ég hef átt það að þakka þeim sem útvegaði mér þessa vinnu eða vinnuveitandanum. Mér fannst þetta talsverð upphæð, því að kaup var yfirleitt mjög lágt þá, sér- staklega fyrir fasta vinnu. Sér- staklega var ég eftir atvikum þakk látur fyrir að fá að vinna þess- um þrem mánuðum lengur en um var talað upphaflega, því að það stytti tímann, sem ég þurfti að kosta mig, án þess að hafa nokkr- ar tekjur. Þrátt fyrir alla erfiðleika og með aðstoð góðra manna tókst mér að ljúka námi á viðunandi hátt að því er prófseinkunnir snerti. Fljótlega fékk ég svo vinnu hjá Landssímanum. Svo atvikaðist þannig* að mann vantaði í nætur- varðarstarfið og af þeim orsök- um, sem ég hef áður lýst. Starf þetta var lítið eftirsótt að vonum. Hitt var annað mál, að þarna hefðu verið ýmis störf, sem ég hefði fremur kosið og meira hefðu verið við mitt hæfi og und- irbúning. En að því er ekki spurt, þegar illa gengur að fá menn til að gegna einhverju starfi samhliða mikilli eftirspurn eftir atvinnu. Eg vil geta þess í þessu sam- bandi, að nú er mesti miðalda- bragurinn horfinn af starfi næt- urvarðarins. Á bví hafa orðið stór- kostlegar breytingar og má svo heita, að það sé komið í sómasam- legt horf. T. d. hefur vinnutíminn verið styttur geysilega mikið, svo að nú er hann frá kl. 23—8 sex nætur í viku og því frí eina nótt í viku hverri, sem ekki var áður. Þetta er mikil og merk breyting frá því sem áður var, en ekki verð- ur komizt hjá því að álykta að sksmmtilegra hefði verið að þess-

x

Sunnudagur fylgirit Þjóðviljans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sunnudagur fylgirit Þjóðviljans
https://timarit.is/publication/261

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.