Sunnudagur fylgirit Þjóðviljans - 14.10.1945, Blaðsíða 6

Sunnudagur  fylgirit Þjóðviljans - 14.10.1945, Blaðsíða 6
126 SUNNUDAGUR Landamaera- verðir á landa- maerum Sovét- ríkjanna og Mancliukuo. Nú hefur Sov- éther hrakið Japana úr Manchukuo og skilað því aft- ur til Kína. Skiljanlega kom það mest á kennarann að afgreiða símtölin fyrgta kvöldið, meðan ég var að læfa hélztu undirstöðuatriðin. En þetta var mjög alúðleg stúlka og vel fær í sínu starfi og þreyttist ekkert á að kenna mér, þó að hún þyrfti að segja mér oftar en einu sirjni það sama. Líkléga hefur hún talið það sjálfsagt og eðlilegt. Áð- ur en við byrjuðum að vinna þama, var okkur sagt, að við mættum sófa til skiptis um nótt- iria því að þá væri sama og ekkert að gera. Það reyndist líka þannig, að fá samtöl þurfti að afgreiða eft- ir miðnætti, en ekki vildu upp- hringingarnar innanbæjar hætta fyrir því, svo að næði var ekki mikið til að sofa. Menn hringdu til að spyrja um allt mögulegt, s. s. hvaða bifreiðastöðvar hefðu næturvakt, hver væri næturlækn- ir, hvað klukkan væri, hvaða sími væri á hinum eða þessum stað, — eins og sjálfsagt væri að Landssím inn gæti upplýst þá um allt þess háttar. Ýmsir báðu lika um að vekja sig einhvern tíma um nótt- ina eða morguninn, — með hring- ingu. Það fannst mér kynlegt af því að ég vissi ekkert um það áð-' ur. En síðar fékk ég að vita, að naeturvörðurinn hafði marga fasta „viðskiptamenn“, sem hann hringdi til á hverjum morgni á vissúm tímum og var þeim eins og vekjaraklukka, nema kannski ör- uggari — og kostaði auk þess ékki neitt. Auðvitað treystu þessir menn á það, að ekkert gæti kom- ið fyrir, sem hindraði að þeir yrðu vaktir. Þeir sváfu því fast þennan fyrsta morgun, sem næturvörður- inn var veikur. Við höfðum nefni- lega ekki hugmynd um þetta þá, eða hverjir það voru. Auk þessarra föstu „viðskipta- manna“ voru ýmsir, sexn hringdu þegar eitthvað sérstakt stóð til fyrir þeim, eða þeir þurftu að vakna óvenjulega snemma og báðu um að hringja til sín á ein- hverjum vissum tíma. Mörgum þessum mönnum fannst þetta víst ekki nema sjálfsagður greiði og mundu sennilega hafa móðgazt, ef beiðni þeirra hefði verið synjað og fannst víst ekki ástæða fyrir byrj- endur í starfinu að vera að skor- ast undan þessu. Þetta gekk allt betur en á horfð- ist í fyrstu, og eftir átta nætur var ég farinn að vera einsamall. En þá var ég líka búinn að hafa þrjá kennara. Sú fyrsta var nefnilega ekki nema þrjár nætur. Líklega hefur það verið annað hvort svefn- leysið eða kennslan sem hún gafst upp á. Sú næsta var fjórar nætur og sú þriðja eina nótt. Þá var þessi sæluvika á enda. Eg reyndi að sofa á daginn, en það- gekk misjafníega. Samt gekk allt slysalaust þangað til næturvörðurinn kom aftur og tók við sínu fyrra stárfi. Þetta er í stuttu máli lýsing á starfi símavarðanna, sem aðallega eru stúlkur.. Þrátt fyrir það að þetta eru mestmegnis stúlkur, hef ég aðallega notað orðið „símavÖrð- ur“, sem jafnt á við um bæði 'kyri- in og er, að mínum dómi, bezta orðið í staðinn fyrir enska orðið „operator“. Starf símavarðanna er afar mik- ilvægt í hverju þjóðfélagi og áríð- andi að bað sé rækt af rilúð og samvizkusemi. Það er líka riauð-

x

Sunnudagur fylgirit Þjóðviljans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sunnudagur fylgirit Þjóðviljans
https://timarit.is/publication/261

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.