Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands


Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1975, Blaðsíða 36

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1975, Blaðsíða 36
SAMANBURÐUR Á SMÁDÝRALÍFI JARÐVEGS í GRÓÐURLENDAFLOKKUNUM Til samanburðar á fjölda smádýra í jarðvegi hinna ýmsu gróðurlendaflokka, þ. e. túna, graslenda, lyngmóa, mýra og berangurs, er meðaltölum úr töflum 1—5 stillt saman í töflu 6, umreiknað á fermetra, ásamt heildarmeðaltölum allra gróðurlendanna. Til glöggvunar eru hæstu meðaltölin í hverjum dýraflokki skáletruð í töflunni. Af töflunni sést, að skordýr (lirfur) eru langflest í mýr- unum, eða um 6-falt fleiri en í nokkrum hinna gróður- lendaflokkanna, þar sem fjöldi þeirra er mjög svipaður. Sýnir þetta vel gildi mýranna fyrir skordýralíf landsins, og þarmeð fyrir fuglalífið. Loftdýrin í jarðveginum, þ. e. mordýr og maurar eru flest í túnum og næstflest í lyngmóum, þar sem fjöldi mauranna er mestur. I mýrunum eru þessi dýr eðlilega mun færri, enda eru flest þeirra bundin við loftrúm í moldinni, sem í mýrum eru aðeins að finna í efsta laginu eða sverðinum. Fábreytilegust eru þau þó á berangri, og á það einkum við mordýrin. Athyglisvert er að meðalfjöldi þessara tveggja dýraflokka í öllum gróðurlendunum er næstum sá sami, eða um 26 þúsund dýr á fermetra. Hjá pottormunum verður svipað uppi á teningnum og með skordýrin, að fjöldi þeirra í mýrunum er um 5-falt meiri en í þeim gróðurlendum, sem næst koma, þ. e. lyng- móum og túnum, og svipað má segja um þyrildýrin, sem eru þó aðeins um tvöfalt fleiri í mýrum en graslendi. Hins vegar eru bessadýrin langflest í graslendinu, en þau virðast laðast sérstaklega að snjóþungum stöðum, þ. e. grasbrekk- um og snjódældum (sbr. töflu 2), og mun þetta því ekki eiga við graslendi almennt, enda eru þau mjög fá í túninu. Krabbadýr er einungis að finna í mýrlendinu, enda eru þau háðari vatninu en aðrir smádýraflokkar. Nálormafjöldinn er hlutfallslega mjög svipaður í öllum gróðurlendaflokkunum, nema í mýrunum er mun færra af þeim. Ef miðað er við talin eintök, eru nálormar flestir í 38
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124

x

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands
https://timarit.is/publication/268

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.