Árbók Landsbókasafns Íslands - 01.01.1945, Page 57

Árbók Landsbókasafns Íslands - 01.01.1945, Page 57
LANDSBÓKASAFNIÐ 57 blöð, heldur skrifpappír, svo að ekki verður lesið, það sem undir er, nema með því að leysa skrifpappírinn frá blöðunum, bæði á prentuðum bókum og handritum, og getur verið vandfarið að því. Það er og mishermt í ritum, sem geta þessarar starfsemi Páls, að hann hafi unnið að öllu þessu endurgjaldslaust. Hann fekk að síðustu nokkura þóknun fyrir starf sitt, þó að ekki myndi þykja nema miklu nú á tímurn, og er ekki við það að miða. Þess má geta, að það var til ráðs tekið 1854, í því skyni að hækka tekjur bóka- safnsins, að færa árstillag hvers lánþega úr % rd. í 1 rd. Olli þetta líklega meðal annars afturför í notkun safnsins á næstu áratugum. Með fram mun og hafa til dregið, að stjórn safnsins tók um þetta bil að hvötum Jóns Arnasonar að leggja allt kapp á að ná til safnsins því, sem vantaði þar af hinum eldri íslenzku bók- um, og að kaupa handrit, eftir því sem unnt var. Við það urðu út undan kaup á nýjum bókum útlendum. Til dæmis um aftur- förina skal það nefnt, að 1854 voru lánþegar að tölu 58 og léðar bækur 1422, en árið 1856 voru lánþegar komnir niður í 39 og léðar bækur 879. Árið 1876 voru lántakar einungis 32 og léðar bækur 434 að tölu. Þess má geta, að á þessu tímabili (1853) gaf maður, Charles Kelsall, í arfleiðsluskrá latínuskólanum í Reykjavík 1000 ster- lingspund, og skyldi því fé varið til bókasafnshúss handa skól- anum. Stiftisyfirvöldin gerðu tilraun til þess að fá þessu breytt á þá leið, að bæði landsbókasafninu og bókasafni prestaskólans, sem þá var stofnaður fyrir nokkuru, væri einnig ætlað rúm í sama húsi. Þessi tilraun, sem í sjálfu sér var skynsamleg, varð árangurslaus; mun hafa þókt eiga ekki við ákvæði arfleiðslugerningsins. Húsið var þó sett upp síðar og í því varðveitt bókasafn skólans og safn skólanemanda (eftir að það var stofnað), eins og kunnugt er. Telja má í rauninni, að bókasafnið sé í eins konar dái næstu áratugi. Stjórnar- nefnd safnsins hugði lítt á framkvæmdir í starfi sínu. Svipað var farið um stiftis- yfirvöldin. Starf það, sem Jón Árnason innti af höndum í kyrrþey og þó var undir- stöðuverk, var lítils metið og lélega launað. Þess má þó geta, að árið 1851 var þóknun Jóns Árnasonar færð upp í 40 rd. á ári. Af bréfagerðum Jóns Árnasonar má sjá, að honum hefir mjög gramizt, hversu til hagaði og hve bókasafnsstjórnin var áhugalítil, talið hana jafnvel að mestu leyti til tafar. Eigi að síður jókst bókasafnið á ýmsan veg á þessum tíma. í því efni má nefna mikla gjöf frá Dr. Hallgrími yfir- kennara Scheving (grískar og latneskar bækur og talsvert handrita, þar á meðal söfn sjálfs hans í íslenzka orðabók). Frá hendi Jóns Árnasonar liggur fyrir yfirlit um bókagjafir til safnsins á árabilinu 1853—61, og er skipað niður eftir löndum. Frá íslendingum sjálfum (að meðtöldum skyldueintökum frá Reykjavíkurprentverki) eru

x

Árbók Landsbókasafns Íslands

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árbók Landsbókasafns Íslands
https://timarit.is/publication/279

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.