Árbók Landsbókasafns Íslands - 01.01.1945, Page 64

Árbók Landsbókasafns Íslands - 01.01.1945, Page 64
64 PÁLL EGGERT ÓLASON aðra bóka safnsins, aukin kaup á útlendum tímaritum, að halda lestrarsalnum opnum einnig síðdegis, helzt að slá saman bókasöfnum alþingis, prestaskólans og læknaskólans við landsbókasafnið, auka að mun fjárframlög til safnsins, svo að unnt sé að byrja á spjaldskrá bóka þar og hækka kaup starfsmanna þess. Upphafsmaður að meginhluta þessarar tillögu var Jón ritstjóri Ólafsson. Hafði hann dvalizt alllengi vestan hafs og unnið þar meðal annars í bókasöfnum, síðast í New- berry Library í Chicago. Arangurinn af þessu erindi stúdentafélagsins varð töluverð hækkun á fjárframlögum til safnsins á alþingi 1899, svo að 4000 kr. voru þá ætlaðar á ári (fj árhagstímabilið 1900—1) til kaupa á bókum og handritum og til spjald- skrárgerðar (var fært á alþingi 1901 upp í 4500 kr.). En á alþingi 1897 hafði kaup starfsmanna verið hækkað, bókavarðar upp í 1500 og aðstoðar- manns í 900 kr., og voru þær fjárhæðir látnar standa óbreyttar í bili. Snemma árs 1900 var samið við Jón Ólafsson um spjald- skrárgerð fyrir ákvæðisþóknun. Hélt hann því starfi fram um liríð, og tókst honum að ljúka við mestan hluta í hinum útlendu deildum safnsins, ])ó að ekki væri stöðug eða óslitin vinna hans, enda nokkuð í sjálfsvald sett, er starf hans var ákvæðisvinna, en hann bundinn ýmsum öðrum störfum. Hann kom á í safn- inu skrásetningarkerfi því, sem kennt er við Melvil Dewey og haldið hefir verið síðan. Segir síðar gerr af þessu skrásetn- Jón Olafsson . . . íngarverki. Arið 1900 var sett á fót landsskjalasafn Islands (síðar var nafni þess breytt og það nefnt þjóðskjalasafn). Þá var fjöldi skjala, sem varðveittur hafði verið í handritasafni landsbókasafnsins, fluttur í þjóðskjalasafnið og raunar smám saman síðar, eftir því sem mönnum varð kunnara handritasafnið. Auðvitað var þetta réttmætt og skylt, enda bættist landsbókasafninu brátt þessi missir, með því að um þetta leyti (1901) var ákveðið að kaupa til landsbókasafnsins hið mikla hand- ritasafn beggja deilda bókmenntafélagsins. Var einkum handritasafn Kaupmannahafn- ardeildar mikið að vöxtum og snemma byrjað að safna til þess, þótt nokkuð skadd- aðist í bruna 1847. Alþingi ruddi sig svo, að það gekk að því að veita bókmennta- félaginu 1000 kr. á ári í 22 ár í andvirði safns þessa, vaxtalaust að vísu. Safn þetta er einkum auðugt að sögum, rímum og kvæðum. Er söfnum hvorrar deildar félagsins haldið sér í handritasafni bókmenntafélagsins, eins og safni Jóns Sigurðssonar. Skrá hafði verið birt á prenti um söfn þessi 1869 og 1885, í bæði skiptin heldur gölluð. Síðan bættist við talsvert handrita, einkum í deildinni í Kaupmannahöfn, og fylgdu þau að sjálfsögðu með í afhendingunni. Samtals eru handrit beggja deilda bók- menntafélagsins, þau er til skila komu í landsbókasafnið, 1876 að tölu (þar af Reykja- víkurdeildar 289). Fyrstu handritin í safni Kaupmannahafnardeildar voru keypt 1822,

x

Árbók Landsbókasafns Íslands

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árbók Landsbókasafns Íslands
https://timarit.is/publication/279

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.