Árbók Landsbókasafns Íslands - 01.01.1945, Page 70

Árbók Landsbókasafns Íslands - 01.01.1945, Page 70
70 PÁLL EGGERT ÓLASON Safnahúsið gafla greypt nöfn nokkurra íslendinga, frægra að bókagerð eða skáldskap. En ef litið er á hið innra eftir hentugleikum bókasafna og bókasafnsmanna, eru á því miklir ókostir. Fyrst og fremst er það, að allt of hátt er til lopts í bókgeymsluherbergjunum, svo að nota verður stiga til þess að ná bókum úr efstu hillunum. Er það mikil mildi, að afgreiðslumenn safnsins skuli aldrei hafa slasað sig við það að klifra þannig eftir bókum. I annan stað eru stólar í lestrarsal safnsins klunnalegir mjög og engu líkari en stólum í einkaskrifstofum manna; sama er að segja um lestrarborðin. Fleira mætti og telja. Gerir þetta miklu meira rúmleysi í lestrarsalnum en þurft hefði að vera. Er engu líkara en að þeir, sem sáu um gerð herbergja safnsins, hafi aldrei séð í öðr- um löndum önnur bókasafnshús en frá 18. öld eða svo. Skorti þó sízt, að frá hálfu landsins væri reynt að vanda sem bezt til hússins. Sérstök nefnd var kjörin af alþingi til þess að hafa umsjá með gerð þess allri, meðan verið var að koma því upp (Guð- mundur landlæknir Björnsson, Jón Jakobsson og Tryggvi bankastjóri Gunnarsson). En mest er að sjálfsögðu um að kenna hinum dönsku húsameisturum, sem drógu húsið upp og stóðu fyrir gerð þess; hin þingkjörna nefnd hefir að líkindum lítt vogað að hreyfa breytingum, ef nefndarmönnum hefir ella nokkurn tíma komið til hugar að líta á hinn upprunalega uppdrátt eða fylgjast með gerð hússins. En hvað sem um þetta má segja fram og aftur, munaði talsvert um þessa bót um stutt árabil (10 ár eða svo), er húsnæðisleysið byrjaði aftur að gera vart við sig. Hagræði var mikið að því, að bókbandsstofu var komið fyrir í húsinu, allmiklu fé

x

Árbók Landsbókasafns Íslands

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árbók Landsbókasafns Íslands
https://timarit.is/publication/279

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.