Árbók Landsbókasafns Íslands - 01.01.1945, Page 90

Árbók Landsbókasafns Íslands - 01.01.1945, Page 90
90 MERK GJÖF TIL LANDSBÓKASAFNSINS síðan hyggst það að láta gera fotostat-útgáf- ur af þeim handritum, sem Landsbókasafn- ið telur merkilegust. Filmur þessar eru 35 mm. á breidd og um 30 metrar á lengd, en á þeim rúmast um 2400 blaðsíður af meðal- stærð. Sérstakt áhald (film reader) þarf til þess að lesa af filmunum. Hafa verið örð- ugleikar á að fá slík tæki, en með atbeina Sigursteins Magnússonar ræðismanns Is- lendinga í Edinborg, sem er formaður Is- lendingafélagsins þar og hefur unnið að framkvæmd þessa máls af miklum dugnaði, hefur safninu tekizt að fá eitt lestæki frá Englandi, er reynzt hefur ágætlega. Stækk- ar það letrið á filmunum í eðlilega stærð og er skriftin vel skýr og læsileg. Mér er það sérstök ánægja að flytja ís- lendingunum í Edinborg alúðarþakkir frá Landsbókasafninu fyrir þá hugulsemi og rausn, sem þeir hafa sýnt safninu með því að færa því þessa vel völdu og kærkomnu gjöf. Það er eigi aðeins mikill fengur fyrir safnið að eignast þannig eftirmyndir allra íslenzkra handrita í brezkum söfnum, sem að notagildi jafnast á við handritin sjálf, heldur mun ræktarsemi gefendanna og framtak flýta fyrir því, að hafizt verði handa af safnsins hálfu um hagnýtingu þessarar tækni hér á landi. Með þessum hætti ætti safnið smám saman að geta aflað sér eftirmynda af öllum íslenzkum handrit- um í erlendum söfnum, sem eigi er kostur að fá í frumriti. Einnig er mikilsvert að geta fengið á þennan hátt eftirmyndir prentaðra bóka og ritgerða, þegar frum- prentið er ófáanlegt. Eftir þá reynslu, sem fengin er af gjöf íslendinganna í Edinborg, virðist einsætt, að Landsbókasafnið verði að afla sér tækja til þess að gera filmur af sínum eigin hand- ritum, og hafa þegar verið gerðar ráðstaf- anir í þá átt. Með því að taka handrit á filmur er frumritunum forðað frá sliti, en fræðimönnum gert hægara fyrir um notkun óprentaðra heimilda. Fæstir íslenzkra fræði- manna hafa tóm eða tækifæri til þess að sitja löngum stundum í söfnum. Þessi nýja tækni gerir þeim kleift að stunda fræði- störf sín í heimahúsum. Þeir fá sér lítið lestæki, sem getur staðið á skrifborðinu þeirra. Síðan panta þeir frá söfnunum film- ur af þeim heimildarritum, sem þeir þurfa að nota, hvort sem þau eru í Landsbóka- safni eða erlendum söfnum. Ef einhverj- um kynni að detta í hug að koma sér upp vænu bókasafni með þessum hætti, þyrfti hann ekki að kvíða rúmleysi í bókahillum sínum. Hann gæti geymt það í skrifborðs- skúffunni sinni.

x

Árbók Landsbókasafns Íslands

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árbók Landsbókasafns Íslands
https://timarit.is/publication/279

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.