Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur - 01.01.1979, Síða 51

Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur - 01.01.1979, Síða 51
RIT EGGERT ÓLAFSSONAR UM TRÚARBRÖGÐ FORNMANNA 51 myndum fornmanna um vætdr himinsins: Rætt er um nornir og dísir, þ. e. verur sem ákveða mönnum örlög (§§ 83-97), valkyrjur (§§98-110), dísir, sem fylgja einstökum ættum (§§111-115), og dísir, sem fylgja einstaklingum (§§ 116-123); loks er sagt frá ljósálfum (§ 124). Hér er enn leitað heimilda í Eddu, en samt ber mikið á tilvitnun- um í önnur fornrit, t. a. m. Eglu og Víga-Glúms sögu (dísablót), Njálu (sýn Darraðar), Þiðranda þátt (dísir drepa Þiðranda Síðu-Hallsson) og Gísla sögu (draumkonurnar). I þriðja hluta fjallar Eggert um vættir, sem á eða í jörðu búa. I fyrsta kafla (§§ 125-153) segir hann frá landvættum í alllöngu máli - enda af ýmsu að taka. Vitnar hann víða í heimildir, t. a. m. Landnámu (um Hafur-Björn og bergbúann, Ulfljótslög, Þórólf Mostrarskegg), Eglu (Egill reisir níðstöng, o. fl.), Eyrbyggju (Þorsteinn þorskabítur gengur í Helgafell) og Ólafs sögu Tryggvasonar (landvættir Naumudals); ,,landvættasagan“ er sögð í viðbót í bókarlok. Því næst fjallar hann um álfa, sem búa í jörðu, þ. e. svartálfa(§§ 154—164). Að því er varðar uppruna álfa, er vitnað til Snorra-Eddu, en aðrar helztu heimildir eru Ólafs saga Tryggvasonar, Kormáks saga og Landnáma. Loks ræðir Eggert karlverur þær, sem svipað og valkyrjur birtast fyrir miklar orustur (§§ 165-178). Vitnar hann í Njáls sögu (draumur Gilla jarls í Suðureyjum; draumur Flosa), Sturlungu og Hrafns sögu Sveinbjarn- arsonar. I fjórða hluta er fjallað sérstaklega um anda mannsins - eða hin ýmsu hlutverk sálarinnar. Sálinni er skipt í hinn æðri og hinn óæðri hluta — þann sem á bústað sinn í líkamanum og þann sem fylgir líkamanum eftir. Eftir nokkurn inngang er fyrst rætt um þann hluta sálarinnar, sem æðri er (§§ 179-193). Vitnað er í Völuspá og Eddu, Njálu og Eyrbyggju (um forspár) og íleiri rit. Síðan kemur alllangt mál um hamfarir, álög o. þ. h., sem tengist staríi æðri hluta sálarinnar utan líkamans (§§ 194—250). M. a. er vitnað í Völsunga sögu (úlfshamirnir; Signý skiptir hömum við seiðkonuna), Ólafs sögu Tryggvasonar (um Finna), Landnámu (Ingimundur gamli sendir Finna til Islands; Steinröður og Geirhildur) og Eddu (Loki flýgur í Jötunheima í vals- hami). Þá er fjallað um hinn óæðri hluta sálarinnar, sem heldur sig utan líkamans, þ. e. fylgjur (§§ 251-263). Eggert segir frá hjátrú í sambandi við fæðingar og fylgjuna, sem enn sé við lýði á Islandi (§ 256), en annars vitnar hann í Njáls sögu (fylgjur Svans sækja að honum; Njáll sér fylgjur óvina Gunnars), Þorsteins þátt uxafótar (fylgja Þorsteins) o. fl. Loks segir frá möru (§§ 264—280), og vitnar
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur
https://timarit.is/publication/280

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.