Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur - 01.01.1979, Page 51

Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur - 01.01.1979, Page 51
RIT EGGERT ÓLAFSSONAR UM TRÚARBRÖGÐ FORNMANNA 51 myndum fornmanna um vætdr himinsins: Rætt er um nornir og dísir, þ. e. verur sem ákveða mönnum örlög (§§ 83-97), valkyrjur (§§98-110), dísir, sem fylgja einstökum ættum (§§111-115), og dísir, sem fylgja einstaklingum (§§ 116-123); loks er sagt frá ljósálfum (§ 124). Hér er enn leitað heimilda í Eddu, en samt ber mikið á tilvitnun- um í önnur fornrit, t. a. m. Eglu og Víga-Glúms sögu (dísablót), Njálu (sýn Darraðar), Þiðranda þátt (dísir drepa Þiðranda Síðu-Hallsson) og Gísla sögu (draumkonurnar). I þriðja hluta fjallar Eggert um vættir, sem á eða í jörðu búa. I fyrsta kafla (§§ 125-153) segir hann frá landvættum í alllöngu máli - enda af ýmsu að taka. Vitnar hann víða í heimildir, t. a. m. Landnámu (um Hafur-Björn og bergbúann, Ulfljótslög, Þórólf Mostrarskegg), Eglu (Egill reisir níðstöng, o. fl.), Eyrbyggju (Þorsteinn þorskabítur gengur í Helgafell) og Ólafs sögu Tryggvasonar (landvættir Naumudals); ,,landvættasagan“ er sögð í viðbót í bókarlok. Því næst fjallar hann um álfa, sem búa í jörðu, þ. e. svartálfa(§§ 154—164). Að því er varðar uppruna álfa, er vitnað til Snorra-Eddu, en aðrar helztu heimildir eru Ólafs saga Tryggvasonar, Kormáks saga og Landnáma. Loks ræðir Eggert karlverur þær, sem svipað og valkyrjur birtast fyrir miklar orustur (§§ 165-178). Vitnar hann í Njáls sögu (draumur Gilla jarls í Suðureyjum; draumur Flosa), Sturlungu og Hrafns sögu Sveinbjarn- arsonar. I fjórða hluta er fjallað sérstaklega um anda mannsins - eða hin ýmsu hlutverk sálarinnar. Sálinni er skipt í hinn æðri og hinn óæðri hluta — þann sem á bústað sinn í líkamanum og þann sem fylgir líkamanum eftir. Eftir nokkurn inngang er fyrst rætt um þann hluta sálarinnar, sem æðri er (§§ 179-193). Vitnað er í Völuspá og Eddu, Njálu og Eyrbyggju (um forspár) og íleiri rit. Síðan kemur alllangt mál um hamfarir, álög o. þ. h., sem tengist staríi æðri hluta sálarinnar utan líkamans (§§ 194—250). M. a. er vitnað í Völsunga sögu (úlfshamirnir; Signý skiptir hömum við seiðkonuna), Ólafs sögu Tryggvasonar (um Finna), Landnámu (Ingimundur gamli sendir Finna til Islands; Steinröður og Geirhildur) og Eddu (Loki flýgur í Jötunheima í vals- hami). Þá er fjallað um hinn óæðri hluta sálarinnar, sem heldur sig utan líkamans, þ. e. fylgjur (§§ 251-263). Eggert segir frá hjátrú í sambandi við fæðingar og fylgjuna, sem enn sé við lýði á Islandi (§ 256), en annars vitnar hann í Njáls sögu (fylgjur Svans sækja að honum; Njáll sér fylgjur óvina Gunnars), Þorsteins þátt uxafótar (fylgja Þorsteins) o. fl. Loks segir frá möru (§§ 264—280), og vitnar

x

Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur
https://timarit.is/publication/280

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.