Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur - 01.01.1988, Side 55

Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur - 01.01.1988, Side 55
UM VARÐVEIZLU BÓKAKOSTS OG ANNARRA GAGNA 55 ofið teppi hvers konar kunnáttu og gróinna hefða; loftin hvelfingar yfir hinu ærna fé; andrúmsloftið þægilega temprað, þar sem þjálfaðir sérfræðingar leita lausna á þeim vanda að varðveita pappír og myndefni, vanda sem þeirra eigin iðnaður hefur orðið til að skapa og á sinn hátt að magna. Úti fyrir hverfur allt tímaskyn, og maður er minntur á hið ömurlega landslag, er Jorge Luis Borges lýsir í verki sínu „Borg liinna ódauðlegu“. Sá vettvangur, sem hér um ræðir, sýnir svo sárlega, hve litlu þjóð fær áorkað fyrir sjálfa sig, eigi hún ekki aðgang að upplýsingum og þeim snjöllu ráðum, sem í þeim eru fólgin. Að varðveita hið liðna á sinn þátt, bæði heimspekilega og stjórn- málalega, í því að skapa þjóðarvitundina, þessa sameiginlegu sjálfs- virðingu, sem er svo nátengd þeim vonum, sem við getum gert okkur um líðandi stund, og framtíðarvæntingum okkar. Ef þjóð reynist ófær um að vaka yfir menningararfi sínum og menningartáknum, hvort sem þær eru nú bækur eða byggingar, upphefst eins konar sálræn veiklun. Og við könnumst við næsta skrefið niður á við. Verk eru seld eða fiutt úr landi til að bjarga þeim, og þau gerð aðgengileg völdum fræðimönnum eða söfnurum, þar sem gætt er vandlega að hafa hið ákjósanlegasta hita- og rakastig. Það þarf ekki mikið hugarfiug til að ímynda sér, að sjálfvarðveizlu- þekkingin og tæknin gæti þar orðið hinn endanlegi sigurvegari! Pað er ekki að undra, að orðið conservation merkir einmitt að geyma og bannað er að lögum að fiytja meiriháttar handrit og prentgripi úr landi eða jafnvel úr þeim byggingum, sem þeim hefur verið fenginn samastaður í. Það er kaldhæðnislegt, að því fátækara sem eitthvert land eða landsvæði er, því viðameiri, fjölskrúðugri og mikilsverðari er oft menningararfur þess, svo að mann næstum óar við. Maður þarf ekki annað en heimsækja Bolivíu, Perú og Mið-Ameríku til þess að fá skilið slíka þversögn. Hvar sem þú lítur, kostar varðveizlan alltaf mikið, og þó að á henni sé venju samkvæmt hamrað í öllum yfirlýsingum um menningarmál, er reyndin sú, þegar að því kemur að ætla henni sinn stað, að fjárráðin eru hvergi í námunda við þarfirnar. Meira að segja Venuzuela, þar sem vissulega býr velmegandi þjóð, hvernig sem á það er litið, eigandi sér Pjóðbókasaf'n með rífiegri fjárveitingu til varðveizluþáttarins en þekkist í stofnunum þar um slóðir, þetta land

x

Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur
https://timarit.is/publication/280

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.