Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur - 01.01.1988, Page 60

Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur - 01.01.1988, Page 60
60 GRÍMUR M. HELGASON Bækur Kr., aur. Karl G. á Gamla-Hrauni á Stokkseyri 4 6,20 Kjartan Guðmundsson Ijósmyndari á Eyrarbakka 6 14,20 Kristinn Þórarinsson bóndi í Naustakoti á Eyrabakka 6 8,20 Magnús Magnússon yngri í Nýjabæ á Eyrarbakka 14 11,50 Maríus Ólafsson í Sandprýði á Eyrarbakka 19 12,80 Sigurður Magnússon smiður á Baugsstöðum 2 3,80 Sigurður Þorvaldsson í Samúelshúsi á Eyrarbakka 5 3,10 Tómas Vigfússon formaður í Garðbæ á Eyrarbakka 2 1,60 Vilhjálmur Einarsson bóndi í Gerðum í Gaulverjabæjarhreppi 6 5,30 Þorbergur Magnússon í Nýjabæ á Eyrarbakka 2 1,00 Þorbjörn Einar Guðmundsson í Einkofa á Eyrarbakka 2 1,10 Þórður Jónsson verslunarmaður á Stokkseyri 12 7,40 Þorkell Þorkelsson vinnumaður á Gamla-Hrauni 8 6,20 Gísla Eiríkssyni frá Birtu í Flóa, smið á Eyrarbakka, var slegin kistan. Síðan er langur tími. Því er verr, að ekki verður séð af uppboðsskránni, hve margar bækur Jóns í Simbakoti voru skrifaðar, en allmargar munu þær hafa verið. Að minnsta kosti hafa handrituð kver úr safni hans, sem hann lét sum hver skrifa sjálfur, verið að tínast í handritasafn Landsbóka- safns allar götur síðan árið 1913, árið eftir uppboðið, rétt eins og þau leituðu samvista á nýjaleik. Nú eru þau með vissu orðin 20 að tölu og kunna að vera fleiri, þó að ekki verði það séð af handritaskrám safnsins. Jón Sigurðsson frá Kaldaðarnesi reið á vaðið árið 1913 og færði safninu fjögur handrit úr eigu nafna síns,4 en hann hafði reyndar verið staddur á uppboðinu og keypt 5 bækur, eins og sést á skránni hér á undan. En það var svo ekki fyrr en 26 árum síðar, að safninu bættist fimmta handritið, frá Gísla Jónssyni járnsmið í Reykjavík,5 hið sjötta úr safni Þorleifs J. Jóhannessonar fræðimanns í Stykkishólmi árið 1944,6 ári síðar tvö úr safni Andrésar Johnssonar í Ásbúð í Hafnarfirði,7 og árið 1953 bættist hið níunda í hópinn frá Snæbirni Jónssyni bóksala í Reykjavík.8 Nú leið og beið til ársins 1970. Þá eignaðist Landsbókasafn hið mikla safn handrita Einars Guðmundssonar bátsmanns á Reyðarfirði, og þar í eru 8 handrit, sem runnin eru frá Jóni í Simbakoti.9 Sex árum síðar áskotnaðist safninu átjánda kverið frá Skúla Helgasyni fræðimanni, sem Magnús Odds- son símstöðvarstjóri á Eyrarbakka vék honum,10 en Skúli heyrði oft aldrað fólk á Eyrarbakka minnast á Jón í Simbakoti. Hið nítjánda barst svo safninu með handritum Guðna Jónssonar prófessors árið 1976" og hið tuttugasta að gjöf frá Sigurði Sigurðssyni frá Túni á Eyrarbakka árið 1984.12 Það má því segja, að handritin 20 hafi verið

x

Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur
https://timarit.is/publication/280

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.