Vísbending


Vísbending - 07.07.1995, Blaðsíða 2

Vísbending - 07.07.1995, Blaðsíða 2
skilaðiá samatíma 118milljónumkróna verri afkomu en árið áður. Hins vegar var reglulegur rekstur Landsbankans 83 milljónum betri nú en í fyrra. Þetta kunna að vera smáar tölur, en þær tala þó samt sínu máli, reksturinn hefur þyngst. Hins vegar ber að taka það fram að reglulegur reksturbatnaði mjögámilli áranna 1992 og 1993, eða um rúma tvo milljarða. Veltufé frá rekstri minnkar á milli ára Það er eftirtektarvert að skoða sjóð- streymi bankanna þriggja eða veltufé frá rekstri. Þrátt fyrir góðæri 1994 og rýmri reglur Seðlabankans varðandi lausa- fjárstöðu skilarreksturinn jafnvel minna af sér en árið 1993. Þetta endurspeglar líklega þá lækkun á útlánsvöxtum er varð 1994, og einnig verður að taka það með í reikninginn að veltufé frá rekstri jókst mikið hjá flestum innlánsstofnunum á milliáranna 1992og 1993.NÚ Búnaðar- bankinn er eina innlánsstofnunin þar sem veltufé frá rekstri eykst. Það stendur í stað hj á Islandsbanka, en hj á Landsbanka varð 10% minnkun. Geysilegur samdráttur átti sér stað hjá sparisjóðunum, mest hjá Sparisjóði vélstjóra, 37%. Bætt staða bankakerfisins birtist í sjóðstreymi 1993, og síðasta ár hefur litlu þar við að bæta. Arðsemi og tekjur Arðsemi eigin fjár þessara sjö innláns- stofnana var 3,4% á síðasta ári, sem er nokkuð fyrir neðan markaðs vexti og langt frá því að vera viðunandi. En þetta kann þó að standa til bóta ef bankarnir hafa komist fyrir útlánatöp sín og áhættumat og varkámi ráðaútlánastefnu. Hins vegar virðist ljóst að í næstu framtíð rnunu innlánsstofnanir eiga erfitt með að auka tekjur sínar. Vaxtamunur mun líklega minnka og llest tækifæri til þess að leggja á þjónustugjöld hafa verið nýtt. Jafnvel gætu þóknanir dregist saman, a.m.k. af þjónustu við fyrirtæki. Landið hefur tengst alþjóðlegum fjár-málamörkuðum og íslenskt bankakerfi getur aðeins staðist þá samkeppni með því að verða ódýrara og skilvirkara. Það væri ósanngirni að segja að íslenskar innlánsstofnanir hafi ekki brugðist við þessum breyttu aðstæðum að einh verj u leyti, en betur má ef duga skal ef bankakerfið ætlar að skila eðlilegri arðsemi í framtíðinn. Þjónustugjöld og þóknanir skiluðu litlu meiri tekjum árið 1994 en árið á undan. Svo virðist sem fyrir hverja nýja þóknun sem upp er tekin hverfi önnur í staðinn. Lögð hafa verið á ný gjöld, s.s. færslugjöld vegna debetkorta og kostnaður tengdur ávísunum hefur minnkað mikið. En í staðinn hafa þóknanir horfið gjaldeyris- viðskipta. Líklegt er að slíkar þóknanir muni enn dragast saman á næstu árum. Sparisjóðirnir auka enn hlutdeild sína í innlánum Umsvif í lánaviðskiptum minnkuðu á síðasta ári, útlán drógust saman um 2,4% en innlán um 0,2%. Innlánjukust hjá sparisjóðunum og hafa þeir samanlagt náð um 20% hlut- deild, en árið 1992 höfðu þeir aðeins 17,5% hlutdeild. Sjóðunum er þó misjafnlega farið og virðast sparisjóðir á höfuðborgarsvæðinu vera í geysilegri markaðssókn. T.d. eykur Sparisjóður vélstjóra innlán sín um 21% semeralls 37% aukning frá 1992 og útlán sín um 34% sem er alls 50% aukning frá 1992. En einnig má nefna að SPRON og Sparisjóður Hafnarfjarðar sækja töluvert á sem glögglega má sjá af töflu hér til hliðar. Þessi árangur virðist þó á kostnað tekna, því vaxtamunur minnkar þrátt fyrir útlán aukist hraðar en innlán. Búnaðar- bankinn er eini bankinn sem eykur innlán sín og er aukningin 3% en útlán standa í stað. Sparisjóðirnir hafa aðallega lánað til einstaklinga og hafa ekki tapað útlánum í neinum mæli. En gagnstætt því sem gerðist annars staðar á Norður- löndum hafaeinstaklingsgjald- þrot verið fremur fátíð. Astæða þess gæti verið tilvera hús- bréfakerfisins. Tugir milljarða hafa verið lánaðir og fólki gert kleift að veðsetja eignir sínar til 25 ára. Þannig gætu auknar langtímaskuldir við Húsnæðis- stofnun hafa orðið til þess að fólki hefur auðnast að standa skil á skammtímaskuldum í bankakerfinu, og óformleg skuldbreyting hefur farið fram á skuldum einstaklinga. Það gæti þó hefnt sín í næstu kreppu þegar litlar eignir verða eftir til veðsetningar. ISBENDING Heildarstærðir úr rekstri banka og tjögurra stærstu sparisjóða 1993-1994 (milljónir króna) Rekstrarreikni ngur 1994 1993 Raun- Rekstrartekjur 16.228 16.463 breyting -2,8% Vaxtamunur 9.924 10.325 -5,3% Aðrar tekjur 6.305 6.139 1,5% Rekstrargjöld 15.392 16.440 -7,8% Þ.a. laun 5.291 5.236 -0,4% Framlag í afskrsjóð 4.400 5.718 -24,2% Óreglulegirliðir (175) (118) -46,8% Tekju- og eignarsk. 411 352 15,2% Hagn. af hiutdeildarfél. 327 126 155,1% Hagnaður 577 (320) Efnahagsreikningur 1994 1993 Raun- Eignir 233.071 239.496 breyting -4,3% Útlán 183.333 184.776 -2,4% Afskrreikn. útlána 9.474 10.046 -7,2% Bundið fé í Seðlabanka 3.546 6.046 -42,3% Skuldir 215.731 222.787 -4,7% Innlán 148.541 146.410 -0,2% Útg. skammtímaverðbr. 20.283 21.184 -5,8% Víkjandi lán 2.464 2.642 -8,2% Lífeyrisskuldb. 5.122 4.449 13,3% Abyrgðir v/viðskmanna 8.596 10.503 -21,9% Eiginfé 17.340 16.709 2,1% Skuldirogeiginfé 233.071 239.496 -4,3% Kennitölur Kennitölur 1994 1993 1992 Arðsemi eiginfjár 3,4% -2,3% -16,0% Hagnaður/tekjur 3,6% -2,1% -18,5% Eiginfjárhlutfall 7,4% 7,0% 6,4% Raunaukning útlána -2,4% 2,2% 1,0% Raunaukn. innl. og verðbr. -0,9% 3,4% 1,4% Vaxtatekjur/heildartekjur 61,2% 62,8% 60,8% Hlutdeild í innlánum og verðbréfaútgáfu 1994 1993 1992 Landsbanki 37,8% 38,6% 37,9% Islandsbanki 22,5% 23,4% 23,3% Búnaðarbanki 19,4% 19,2% 19,5% SPRON 4,3% 3,9% 3,7% Sparisj.íKeflavík 3,0% 3,0% 3,0% SparisjóðurHafnarfj. 2,8% 2,6% 2,6% Sparisjóðurvélstj. 2,4% 2,0% 1,8% Aðrirsparisjóðir 7,8% 7,1% 6,3% Samtals 100,0% 99,8% 98,2% Heimild: Arsreikningar og útreikningar Vísbendingar Af öðrum merkum við- burðum frá útlánahlið má nefna að allar innlánsstofnanir í heild minnkuðu útlán sín til fyrirtækja um 7,6 milljarða. En íslensk fyrirtæki kepptust við að greiða upp skuldir sínar á síðasta ári og skuldir atvinnuvega við innlendar lánastofnanir minnkuðu alls um 9,3 milljarða. Utlán aukast mest til sveitarfélaga eða 24,5%. Lausafjárstaða Lausafjárstaðan á síðasta ári var vel yfir lögboðnu lágmarki sem er 10% og náðihámarki íágúst, 16,4% en minnkaði svo jafnt og þétt þar til hún var orðin 12,5% í desember. Innlánsstofnanirhafa 2

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.