Vísbending


Vísbending - 07.07.1995, Blaðsíða 4

Vísbending - 07.07.1995, Blaðsíða 4
ISBENDING Hvernig væri staðan ef engin væru útlána- töpin? Stórfelld útlánatöp og gríðarleg framlög á afskriftareikninga hljóta að teljast til áfalla eða óreglulegra liða sem setja tímabundið mark á rekstrar- reikninga. Því gæti það verið áhugavert að skoða hvernig rekstur innláns- stofnana væri ef töpunum linnti. Það sem skiptirmestu máli hérerhlutfall reglulegs kostnaðar á móti tekjum. A mynd hér til hliðar hefur þetta hlutfall verið reiknað fyrir stærstu sjö innlánsstofnanir á tímabilinu 1989-94. Þá ber að taka það fram að vaxtamunur getur komið fram bæði á tekju- og gjaldahlið. Útlánsvextir sem tekjur, en innlánsvextir sem gjöld. S viptingar í kostnaði Árið 1989 var hlutfall reglulegs kostnaðar á móti tekjum 76%, og næstu ár fer hlutfallið hækkandi, þar til það nær hántarki, 79%, árið 1991. Þar réði líklega minnkandi vaxtamunur, en einnig voru bankar að sameinast á þessum tíma. Slíkt kann að auka kostnað í fyrstu lotu, þótt hagræðingin skili sér þegar fram líður. Hins vegar tekur nefnt hlutfall að lækka árið 1992 og dettur niður í 65% 1993. Þess ber að minnast að árið 1992 var mjög slæmt ár í'yrir bankakerfið og þá nam tapið 16% af eiginfé . Þessi slæma staða var hvati til hagræðingar og kostnaðar- aðhalds, t.d. fækkuðu Landsbanki og Islandsbanki starfs-mönnum sínum um 149 á því ári, Búnaðarbanki fjölgaði sínum starfs-mönnum um tvo. Þannig að árið 1993 lækkaði kostnaður þeirra sjö stærstu um um 1 milljarð, en einnig má Hlutfall reglulegs kostnaðar, þ.e. án afskrifta útlána, á móti tekjum hjá sjö stærstu innlánsstofnunum landsins 1989-1994 76% 7?% lllln ‘Heimildir: Arsreikningar og útreikningar Vísbendingar nefna að vaxtamunur stórjókst á þessu ári. Bankarnir voru því að mæta útlánatöpum með því að hækka verð á þjónustu sinni og minnka kostnað. Árið 1993 virðist því hafa verið ár rnikils rekstrarbata. Á síðasta ári varð hins vegar I ítils háttar afturkippur. Tekjur drógust saman um 270 milljónirog kostnaðurjókst um 220 milljónir, því fór hlutl'all kostnaðar af tekjum upp 168%. Þóerþettalítil breyting miðað við hvað gerðist á milli áranna 1992 ogl993. Innlán og kostnaður I töflu hér að neðan sést að kostnaðar- hlutfall minnkaði hjá öllum þessurn sjö innlánsstofnunum frá 1992. Breytingin frá 1993 til 1994 er þó misjöfn. 1 dag virðist Landsbankinn vera með bestu rekslrarafkomuna, kostnaður er aðeins 63% af tekjum, en var 80% árið 1992. íslandsbanki hækkar hlutfall sitt lítillega á síðasla ári, frá 65% til 68%, en árið 1992 hafði það verið 73%. Téð hlutfall kostnaðar hjá Búnaðarbanka hækkaði mikið á síðasta ári eða frá 65% í 73%, og má líklega rekja til minni vaxtamunar. En bankanum heppnaðist að ná kostnaðarhlutfalli sínu niður úr 80% í 65% árið 1993 og jók tekjur sínar um rúmar 600 milljónir. Hjá sparisjóðunum eykst kostnaðar- hlutfall mest hjá Sparisjóði vélstjóra, frá 65% í 76%, sem virðist fylgja hröðum vexti í inn- og útlánum. Hins vegar er kostnaðarhlutfall Sparisjóðs Hafnar- tjarðar og Sparisjóðsins í Keflavík jafnt og þétt á niðurleið. T.d. minnkar kostnaðarhlutfall Sparisjóðsins í Kefla- vík úr 84% í 67% á milli áranna 1992- 94, en innlán hans stóðu í stað á milli ára. Hver er þýðingin? Þetta er einföld niðurstaða árs- reikninga, en af þessu má sjá að bankamir náðu að mestu leyti að framleiða upp í útlánatöp sín, þ.e. hafa aukið tekjur og minnkað kostnað. Þá virðist útlánatöpin stjórna hlutfalli reglulegs kostnaðar af tekjum hjáíslenskum innlánsstofnunum. Athuga skal þó að þessi tilgáta á ekki við urn Islandsbanka, heldur þær sem ekki geta beinlínis talist í einkaeigu, þ.e. allar hinar. Stjórnendum þeirra er í mun að sýna viðunandi afkornu, en varla meir, enda óþarl'i að missa fé út úr stofnuninni sem skatta. Fari hagnaður yfir þessi viðunandi mörk er einfaldlega lagt í það að auka umsvifin og veltuna á kostnað hagnaðar, t.d. opna lleiri útibú, til þess að halda fjármunum inni, því enginn gerir kröfu að fá þá út. En þannig verður þjóðhagslegur kostnaður við bankakerfið of hár. Þetta er það í hnotskurn sem einkavæðing á að breyta. Þróun kostnaðar án afskrifta og tekna hjá einstökuni innlánsstofnunum 1992-1994 SPRON 1994 1993 1992 Sparisj. vélstjóra 1994 1993 1992 Sparisj.Hafnarfj. 1994 1993 1992 Sparisj. í l 1994 1993 Keflavík 1992 Rekstrarrcikningur: Rekstrartekjur 636 694 631 325 382 346 560 543 519 475 438 391 Rekstrargjöld 503 466 469 246 215 210 387 390 383 321 337 330 Hagn. af reglul. rekstri 132 228 162 79 167 136 172 153 136 155 101 61 Kostn-afskr./tekjuin 79% 67% 74% 76% 56% 61% 69% 72% 74% 67% 77% 84% Framlae í afskr.sióð 69 108 120 31 40 56 64 59 40 158 83 47 Landsbanki 1994 1993 1992 Búnaðarbanki 1994 1993 1992 íslandsbanki 1994 1993 1992 Samtals 1994 1993 1992 Rekstrarreikningur: Rekstrartekjur 6.405 6.349 5.836 3.379 3.559 2.918 4.448 4.478 4.594 16.228 16.444 15.234 Rekstrargjöld 4.030 4.057 4.659 2.478 2.320 2.330 3.026 2.937 3.338 10.992 10.722 11.718 Hagn. af reglul. rekstri 2.375 2.292 1.177 900 1.239 588 1.423 1.541 1.256 5.236 5.722 3.516 Kostnaður/tekjum 63% 64% 80% 73% 65% 80% 68% 66% 73% 68% 65% 77% Framlae f afskriftasióð 2.087 2.034 3.856 651 1.190 637 1.341 2.205 1.512 4.400 5.718 6.268 'Heimildir: ársreikningar og útreikningar Vísbendingar 4

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.