Vísbending


Vísbending - 07.07.1995, Blaðsíða 5

Vísbending - 07.07.1995, Blaðsíða 5
V ÍSBENDING Tekjuskattar og tekju- dreifing Lorens-kúrfan. Efsta línan á myndinni er skálína sem samsvarar jafnri tekjudreifmgu. Dreifing heildartekna fyrir skattlagningu kemur fram í þriðju línu. Dreifing tekna að frádregnum sköttum kemur fram í annarri línu og dreifing skatta í þeirri neðstu. 0 10 20 30 40 50 60 70 80 90 100 % Lúðvík Elíasson Menn geta deilt urn hvort ríkinu beri að hafa áhrif á tekjudreifingu þegnanna. En slík áhrif eru þó óhjákvæmileg ef ríkið sinnir velferðarmálum eða fæst við verkefni sem einkafyrirtæki hafa ekki bolmagn til. Til þessa þarf að afla tekna og það hefur óumllýjanlega áhrif á tekjudreifingu. Hvaða tekjur? Til þess að greina áhrif skatta á tekjudreifingu þarf að skilgreina tekju- hugtakið eins vítt og unnt er. Einnig þarf mælik varða til að bera saman dreifinguna fyrir og eftir skatta. Skattlagningin sjálf hefurþóáhrif áhegðan og vinnuframlag fólks og því verða áhrif hennar aldrei metin nákvæmlega. Hérverðurþvíaðeins litið á bein áhrif skattlagningar á tekjur einstaklinga. Stuðst er við upplýsingar frá ríkisskattstjóra, unnar upp úr skattframtölum einstaklinga vegna tekna á árinu 1993. Ekki er gerð tilraun til að meta aðrar tekjur en þær sem eru taldar fram. Einblínt er á skattlagningu en ekki bætur. Hér er því aðeins verið að skoða til hverra ríkið sækir tekjur með skattlagningu og hvernig sú álagning dreifist á þegnana. Skattlagningheildartekna Með skattlagni ngu tekna má hafa áhrif á dreifingu tekna með þrennum hætti; með því að hluti teknanna sé undan- skilinn skattlagningu, þá með misjafnri skattlagningu (t. d. með skattþrepum) og loks með skattafsláttum. Það sem hérerkallað heildartekjur eru allar tekjur sem koma fram í skattfram- tölum, að meðtöldum greiðslum vegna ökutækja og dagpeninga, en að frá- dregnum kostnaði á móti ökutækjastyrk ogdagpeningum.ÞessarheiIdartekjureru skattskyldar að vaxtatekjum einum undanskildum. Síðan er heimilt að draga ýmsa liði frá skattskyldum tekjum, s.s. arð af hlutabréfum upp að vissu marki, hluta af tjárfestingu í atvinnurekstri og fleira. Eftir þennan frádrátt er skatt- stofninn fenginn. Skattstiginn er í tveimur þrepurn. Skatthlutfall (tekjuskattur og úts var) er 41,93 % á tekjur upp að um það bil 2,5 milljónum hjá hverjum einstak- lingi (5 milljónum hjá hjónum), en á tekjur þar yfir leggjast 5% til viðbótar. Skattaafsláttur samanstendur af þremur liðum: persónuafslætti, sjómannaafslætti og afslætti vegna innleggs á húsnæðis- sparnaðarreikninga. s Ahrif skattlagningar Áhrif skattlagningará dreifingu tekna verða með tvennum hætti. Annars vegar er munur á heildartekjum og á tekjuskatts- stofni, og hins vegarí gegnum skattþrep og afslætti. Til að meta áhril' skatt- lagningar á tekj ur hjóna er teiknuð my nd þar sem hlutfall hjóna er sýnt á lárétta ásnurn og hlutfal I tekna á lóðrétla ásnum. Ef öll hjón hefðu sömu tekjur, þ. e. ef tekjudreifingin værijöfn, fengistskálína milli hornpunkta á myndinni vegna þess að 10% hjónanna hefðu 10% teknanna og 20% hjónanna hefðu 20% leknanna og svo framvegis. Þar sem hjónum er raðað eftir vaxandi tekjum fæst lína sem liggurundirskálínunni.(10%meðlægstu tekjurnar hafa innan við 10% af tekjunum.) Þetta er s. k: Lorens-kúrfa. Hlutfall framteljenda er lesið al' lárétta ásnum og hlutfal 1 tekna af lóðrétla ásnunt. Afmyndinni mátildæmis lesaað 60% tekjulægstu hjónanna hafa 41 % heildar- tekna. Þau borga 24% tekjuskatta og hlut- deild þeirra ítekjum eftirskatter45%. Á sama hátt sést að 40% tekjuhæstu hjónanna hafa 59% heildartekna, en þau greiða76% tekjuskattaog hlutdeildþeirra í tekjum eftir skatt verður 55%. Gini-talan Svonefnd Gini-tala er oft notuð sem ntælikvarði á hve jöfn tekjudreifing er. Gini-talan er flatarmál þess svæðis sem liggur milli skálínunnar og viðkomandi línu á mynd, í hlutfalli við flatarmál svæðisins undir skálínunni. Jöfn tekju- dreifing hefur því Gini-töluna 0, en fullkomlegaójöfn dreifing (þar sem einn einstaklingurhefurallartekjurnar) hefur Gini-töluna 1. Mismun á Gini-tölum má túlka á þann veg að lækkun hennar um 0,01 jafngildi því að lagður sé á 1% tekjuskattur og fjárhæðin greidd til baka sem jöfn krónutala á hvern skatt- greiðanda. I meðfylgjandi töflu eru sýndar nokkrar Gini-tölur fyrir tekjur og skatta hjóna og einhleypra á árinu 1993. Af töflu, líkt og mynd, er ljóst að skattlagning verður til þess að jafna tekjur, því Gini-tala heildartekna lækkar þegar tekjuskattar dragast frá. Tekjujöfnunin kemur öll til vegna vaxandi skatthlutfalls, því vegna persónuafsláttarins fylgir skatturinn tekjuaukningu með vaxandi þunga. Þetta sést á því að Gini-tala skattsins er mun hærri en teknanna; hann dreifist því ój afnar en þær þannig að hinir tekj uhæstu greiða hlutfallslega meira til rfldsins en þeir sem hafa lægri tekjur. Skattfrelsi vaxtatekna og frádráttarliðir stuðla hins vegar ekki að tekjujöfnun. Ef svo væri my ndi Gini-tala tekj uskattsstofnsins vera hærri en heildarteknanna. Hérhefurveriðfjallað um tekjurhjóna. Sambærileg athugun átekjumeinhleypra segir svipaða sögu. Þar kemur að vísu fram að tekj uskattsstofn einhley pra hefur lægri Gini-tölu en heildaitekjurnar sem þýðir að áhrif skattleysis vaxtatekna og frádráttarliða vinna gegn tekjujöfnun skallkerfisins. Niðurstaðan er því sú að frádráttarheimildir skattalaganna stuðla ekki að jöfnun tekna og virðast frekar vinna gegn henni. Skatthlutfallið vex hins vegar vegna persónuafsláttarins og með vissri nálgun má segja að tekjujöfnun vegna þess hafi á árinu 1993 jafngilt því að lagður væri á 5 - 6% tekjuskattur og hann reiddur út sem jöfn krónutala til framteljenda. Höfundur er hagfræðingur ---------♦----♦----♦------ Athugasemd I síðastatölublaði Vísbendingar urðu þau mistök í prentun, að rauðar línur komu ekki fram á línuriti er fylgdi grein Lúðvíks Elíassonar. Til að bætafyrir þetta er greinin birt aftur og beðist vel virðingar. 5

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.