Vísbending


Vísbending - 07.07.1995, Blaðsíða 3

Vísbending - 07.07.1995, Blaðsíða 3
ISBENDING gjarnan lausafé sitt bundið í ríkisverðbréfum og lækkandi lausafjárstaða varð til þess að ríkisvíxlaeign bankanna minnkaði frá 8,8 milljörðum í 2,2 á árinu 1994. Byrði af stimpilgjaldi Ríkið tekur gjald af öllum þeim við- skiptum sem krefjast stimpla af einhverjum toga, t.d. þinglýsingum eða veðum. Þetta stimpilgjald heftir viðskipti í Iandinu og þá sérstaklega með fjármagn, en stimpilgjaldið getur farið í allt að 1,5% af þeirri fjárhæð sem verslað er með. Þetta skiptir miklu í lánastarfsemi, t.d. ef lánað er til 5 ára eykst vaxtabyrðin um 0,3%. Enn verra er að þessi gjaldtaka mismunar innlendum lánastofnunum gagnvart erlendum, sem þurfa ekki að greiða þetta gjald krefjist þær ekki veðs hérlendis. Þetta kom t.d. vel fram í nýlegri lántöku Granda hjá Norræna fjárfestinga- bankanum. Stimpilgjaldið er því þung- bær tollur og undarlegt að stjórnvöld skuli með þessum hætti hefta atvinnulíf hérlendis. Einkavæðing íslenskt fjármagnskerfi hefur lengi verið undir pólitískri forsjá. Ýmsar hömlur hafa verið á viðskiptum eða þau verið undir beinni stjórn pólitíkusa, t.d. vextir, en einnig hefur stór hluti fjár- magnskerfisins, bankar og sjóðir verið í opinberri eigu. Póiitík og lánaviðskipti fara hins vegar illa saman og miklir fjármunir hafa glutrast niður. Þó ber ekki að skilja það svo að hægt sé að kenna pólitík um öll útlánatöp í bankakerfinu, en t.d. íslandsbanka hefur heppnast að tapa drjúgum þótt ekki hafi hann notið pólitískrarleiðsagnar. Hins vegarerþað skilyrði þess að bankarnir, sem önnur fyrirtæki, séu reknir á viðunandi hátt að til staðar séu eigendur sem geri skýra kröfu um arðsemi. Þá verði reksturinn sem hagkvæmastur og óhæfir stjórnendur fái að fjúka. Þetta er grundvallaratriði í fyrirtækjarekstri og ástæðan fyrir því að fyrirtæki eru yfirleitt einkarekin. Með þessu er ekki verið að taka afstöðu til hæfni núverandi stjórnenda fjármála- stofnana ríkisins, aðeins sagl að allir stjórnendur þurfi aðhald sem einka- rekstur á að vera best fær um að veita. T.d. hlýturþaðað skiptanokkru aðengin krafa er gerð til ríkisbankanna um að greiða arð til eiganda. 1 annan stað eiga stjórnmálamenn að ræða og velja reglur fyrir þegnana til að hlýða, en ekki fara samtímis með stjóm einstakra fjármála- stofnana og skreyta ársreikninga þeirra. Það er nauðsynlegt að fylgja auknu frelsi og markaðsvæðingu í fjármagns- kerfinu eftir með einkavæðingu, þannig að lánastofnanir verði ekki bjargráða- sjóðir eða ofkostnaðarsamar. Þvíverður að ætlast til þess að núverandi ríkisstjórn geri það sem sú síðasta kom ekki í verk, að losa fjármálastofnanir úreigu ríkisins. Hér er um vandasamt verk að ræða. Svo stórar eignir hafa aldrei áður skipt um hendur í heilu lagi hér á landi . Og hver á að kaupa? Rætt hefur verið um að gefa almenningi hlutabréfin, en reynslan frá Lyfjaverslun Islands sýnir að of dreifð eignaraðild getur skapað vandræði. Innlendur hlutabréfamarkaður er smár í sniðum, fjárfestar fáir og líklega færu eignirnar á frekar lágu verði. Kannski fengju stjórnvöld hæsta verðið ef stofnanirnar yrðu seldar útlendingum. Hins vegareru skilin á milli einka- og ríkisrekstrar ekki skörp. Sparisjóðirnir geta hvorki talist í einkaeign eða í almenningseigu. Nýleg lög um viðskiptabanka þó ráð fyrir að þeir sæki stofnfé til almennings í framtíðinni. Staða og horfur Nær öruggt má telja að helstu tekjustofnar innlánsstofnana, vaxta- munurog þóknanir, muni minnka á næstu árum. Þannig bíða erfið verkefni þó að dragi úr útlánatöpum. Taka ber þó fram að afskriftir eru enn miklar og engin fullvissa fyrir að þcim sé að l’ullu lokið. Auk þess eru skuldir heimilanna gífur- legar og virðistsífelltbætastá,t.d. virðist nú vera mikið framboð af neyslulánum fráýmsum aðilum. Kannski á gjaldþrota- hrina einstaklinga eftir að skella á þegar harðnar næst á dalnum. Hins vegar er rekstrarumhverfið nú harðskeyttara og frjálsaraen áður, endahefurmarkaðsvald bankanna látið mjög á sjá. Minni afskriftir gefa nokkurt svigrúm, en brátt rnun koma að því að reglulegur kostnaður verður að minnka. Síðasta aðhaldsátak fólst í því að fækka fótgönguliðum, en nú er komið að því að fækka foringjum sem eru of margir og kostnaðarsamir. A síðustu 10 árum hefur orðið umbreyting frá höftum og þenslu til frelsis og stöðugleika. Reksturfyrirtækjahefur brey st sem og grundvöllur lánaviðskipta. Nú er gerð almenn krafa uin arðsemi. Enn er Islandsbanki eina innláns- stofnunin sem þarf að svara kröfum hluthafa, og það er tímanna tákn að allstór hluti hlutabréfa bankans mun nú vera til sölu. Það er sérstaklega brýnt að aðrar innlánsstofnanir séu einnig settar undir slíkan aga, þannig að bankarekstur verði í stíl við almennan fyrirtækjarekstur. Nokkrar stærðir úr rekstri banka og stærstu sparisjóða 1994 (milljónir króna) N Tölur úr rekstri: Rekstrar- Vaxta- Rekstrar- Framl. í Afkoma Eignir Afskr,- Ábyrgðir Eiginfé Veltufé Stöðugildi tekjur munur gjöld afskr.sj. sjóður v/viðsk.m. frárekstri 1994 1993 1992 Landsbanki 6.405 4.089 6.117 2.087 22 102.077 4.715 4.425 5.905 3.961 956 931 1.034 Búnaðarbanki 3.379 1.986 3.130 651 212 46.634 1.190 2.784 3.781 2.152 523 509 507 Islandsbanki 4.448 2.637 4.367 1.341 185 57.018 2.888 0 4.642 3.136 645 683 729 Sparisj. Rvfkur og nágr. 636 381 572 69 60 9.061 213 518 819 339 90 82 73 Sparisjóðurvélstjóra 325 202 277 31 38 5.373 108 152 741 208 41 38 38 SparisjóðurHafnarfj. 560 351 451 64 60 6.594 205 495 1.001 299 66 68 68 Sparisj.íKeflavík 475 277 478 158 1 6.313 155 222 451 219 59 60 61 Samtals 16.228 9.924 15.392 4.400 577 233.071 9.474 8.596 17.340 12.309 2.380 2.371 2.510 Kennitölur1 Arðsemi Hagn./ Raunbr. Raunbr.Br. veltufé Raunbr. Raunbr. Vaxtam./Tekjur á HlutfallAfskr.si./Eig.fi.hl. Eieinfi. eiginfjár tekjur tekna gjaldafrárekstri útlána innlána2 útlán starfsm.vaxt.tekn.útlánum skv. BIS hlutfall Landsbanki 0% 0% -1% -1% -10% -8% -3% 5% 6,7 64% 6% 9,6% 5,8% Búnaðarbanki 6% 6% -6% -12% 1% 0% 3% 5% 6,5 59% 3% 10,6% 8,1% Islandsbanki 4% 4% -2% -16% 0% -1% -2% 6% 6,9 59% 7% 11,6% 8,1% Sparisj. Rvíkur og nágr. 8% 10% -10% -2% -22% 22% 11% 6% 7,1 60% 3% 13,2% 9,0% Sparisjóðurvélstjóra 5% 12% -16% 7% -37% 34% 21% 5% 7,9 62% 3% 16,9% 13,8% Sparisjóður Hafnarfj. 6% 11% 2% -1% -21% 15% 3% 7% 8,5 63% 4% 20,9% 15,2% Sparisj.íKeflavík 0% 0% 7% 12% -30% 3% 0% 6% 8,1 58% 3% 8,6% 7,1% Samtals 3% 4% -3% -8% -7% -2% 0% 5% 6,8 61% 5% 7,4% 'Hér er leiðrétt fyrir verðlagsbreytingum með framfœrsluvísitölu 2Hér er verðbréfaútgáfa ekki meðtalin 'Heimildir: Arsreikningar og útreikningar Vísbendingar y 3

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.