Vísbending


Vísbending - 07.07.1995, Blaðsíða 6

Vísbending - 07.07.1995, Blaðsíða 6
ISBENDING Hagtölur Fjármagnsmarkaður S v a r t Lækkun R a u 11 Hækkun frá fyrra tbl. Ný lánskjaravísitala 3.402 07.95 Verðtryggð bankalán 8,9% 11.06 Óverðtr. bankalán 11,9% 11.06 Lausafjárhlutfall b&s 13,94% 05.95 Húsbréf, kaup (ný. flokk.) 6,03% 05.07 Spariskírteini,kaup(5-ára)5,85% 05.07 M3 (12 mán. breyting) 2,2% 05.95 Þingvísitala hlutabréfa 1123 06.07 Fyrir viku 1124 Fyrir ári 876 Verðlag og vinnumarkaður Vísitala neysluverðs 172,3 05.95 Verðbólga- 3 mán. 0,7% 04.95 -ár 1,3% 04.95 Framfvís.-spá 172,6 07.95 (Fors.: Gengi helst 173,0 08.95 innan ±2,25% marka) 173,2 09.95 Launavisitala 138,8 05.95 Árshækkun- 3 mán. 12,4% 05.95 -ár 5,0% 05.95 Kaupmáttur-3 mán. 3,0% 05.95 -ár 3,8% 05.95 Skortur á vinnuafli 0,2% 04.95 fyrir ári -0,5% Atvinnuleysi 5,1% 05.95 fyrir ári 4,7% Ríkisfjármál jan-maí 1995 an-maí (milljarðar króna) Nú 1994 Tekjuafgangur -7,2 -7,5 Lánsfjárþörf 13,3 12,7 Velta jan-feb skv. uppl. RSK. (milljarðar kr. og breyt. m/v sama tíma 1994) Velta 92.3 11,5% VSK samt. 7.0 0,7% Utanríkisviðskipti í jan-maí 1995 (milljarðar kr. og breyt. m/v sama tíma 1994) Utflutningur 50 10,2% Sjávarafurðir 37 1,6% Iðnaðarvörur 10 30,7% Innflutningur 39 16,5% Bílar og vélsleðar 1,8 34,1% Vélar til atv.rekstrar 3,3 35,7% Ýmsar vörur til bygginga 0,8 60,8% Vöruskiptajöfnuður 10,7 -8,0% Gjaldeyrismarkaður(sala) Bandaríkjadalur 62,86 06.07 fyrir viku 63,09 Sterlingspund 100,19 06.07 fyrir viku 99,63 Þýskt mark 45,48 06.07 fyrir viku 45,44 Japansktjen 0,738 06.07 fyrir viku 0,746 Hrávörumarkaðir Fiskverðsvísitala SDR 101,9 06.95 Mán.breyting 0,1% Ál (99,7%) (USD/tonn) 1.799 05.07 Mán.breyt. 2,4% Kísiljárn(75%)(USD/tonn) 924 06.95 Mán.breyt. 5,3% Sink (USD/tonn) 1.031 05.07 Mán.breyt. 3,2% Kvótamarkaður, 06. júlí 1995 (Krónur/kg) Leiga Varanl. Þorskur 75 535 fyrir mánuði 88 548 Ýsa 12 122 fyrir mánuð 12 100 Karfi 25 85 fyrir mánuði 22 85 Rækja 80 320 fyrir mánuði 60 220 18% af ársverkum landsbyggðarmanna unnin í Reykjavík Samkvæmt tölum Þjóðhagsstofnunar voru unnin 123 þúsund ársverk á landinu öllu árið 1992. Um 54% þeirra voru á vegum reykvískra fyrirtækja og það vekur athygli hversu stór hluti af þeim störfum, þ.e. 30%, var unnin af fólki búsettu utan Reykjavíkur. En 58% afársverkum þeirra sembúaí nágrannasveitarfélögum voru unnin í höfuðborginni, og 18% af ársverkum landsbyggðarfólks. Þá eru aðeins 19% ársverka Reykvíkinga unnin utan borgarinnar. r \ Ársverk eftir búsetu og starfsstað 1992 ÁrsverkHlutfall Búsettir í Reykjavík 47.135 38% Búsettirínágrenni R.vikur 23.898 19% Búsettirálandsbyggðinni 52.010 42% Samtals ársverk 123.043 100% Ársverk Hlutfall Störf í Reykjavík 66.084 54% Störf í nágrenni R.vfkur 12.754 10% Störf á landsbyggðinni 44.207 36% Samtals 123.045 100% Búsetamiðast við lögheimili launþega í árslok 1992. Starfsmaðurtelststaifaþarsemlögheimili fyrirtækis hans er. Ársverk sundurgreint eftir búsetu 1992 Búsettir í Revkjavík Ársverk Hlutfall Starfa í Reykjavík 42.821 91% Starfa í nágrenni R.vikur 2.922 6% Starfaálandsbyggðinni 1.392 3% Samtalsársverk 47.135 100% Ársverk Hlutfall Búscttir í nágrcnni R.víkur Starfa í Reykjavfk 13.783 58% Starfa í nágrenni R.víkur 9.254 39% Starfa á landsbyggðinni 861 4% Samtalsársverk 23.898 100% Búsettir á landsbyggðinni Ársverk Hlutfall Starfa í Reykjavík 9.480 18% Starfa í nágranni R.víkur 578 1% Starfaálandsbyggðinni 41.954 81% Samtals ársverk 52.010 100% Heimild: Þjóðhagsstofnun V / Aðrir sálmar Lýkur fortíð aldrei? Á aðalfundi fslandsbanka vorið 1994 varð hluthöfum tíðrætt um miklar afskriftir bankans vegna tapaðra útlána. f auglýsingu sem Pétur Blöndal birti fyrir fundinn sagði m.a. :„Útlánatöp eru mistök fyrri ára og þeir, sem þeim ollu, sitja margir enn í bankaráði og fram- kvæmdastjórn bankans. Það er bankanum fy rir bestu að skipt sé um menn og fengnirtil starfans menn sem ekki bera ábyrgð á og tengjast vandanum." Á fundinum sagði Pétur einnig að hækkandi afskriftasjóður hlyti að sýna annað tveggja, rangt mat á tapi bankans vegna fyrri ára eða hitt að gáleysislega hafi verið lánað út á árinu 1993 og því hafi kröfur tapast. Á þessum sama aðalfundi var Pétur Blöndal kosinn í bankaráð. Ári síðar var aftur boðað til aðalfundar, sem lög gera ráð fyrir, og enn voru framlögíafskriftasjóðhá (1.400milljónir króna) þó að þau væru miklu lægri en árið áður. Formaður sagði skilmerkilega frá því í hvaða atvinnugreinum peningar hefðu tapast, en ekki hvenær lánin hefðu verið veitt eða hverjir hefðu ákveðið að veita þau. Ábending Péturs Blöndals frá fyrra ári hefði átt að vera í fullu gildi, en enginn virtist halda henni á lofti. Því er ósvarað hvort tillag f afskriftasjóð á árinu 1994 var vegna fyrri ára (og ársreikningur 1993 því rangur) eða hvort gáleysislega var lánað út á árinu 1994. Þótt hér hafi verið rætt um töpuð útlán Islandsbanka hafa afskriftir einnig verið mjög miklar hjá öðrum íslenskum fjár- magnsstofnunum. Munurinn er hins vegar sá að í Islandsbanka fara frant opinskáar umræður fyrir opnum tjöldum. Þó verður ekki séð að það skipti sköpum að í Islandsbanka eru stjómendur að tapa fé ákveðinna hluthafa, en ekki almenn- ings almennt eins og væri í ríkisbanka. Þaðhlýturað vera þeimáhyggjuefni sem telja að rekstur sé betur komin íhöndum einkaaðilaenríkis.Mennhljóta aðspyrja sig þess hvort þetta alvarlega vandamál í íslenskum bankarekstri skapist af nálægðinni. Ekki sé dugur í yfirmönnum bankastofnana til þess að segja nei við lánsbeiðnum vina og kunningja, og æðstu menn geti ekki tekið á sig rögg til þess að láta þá víkja sem hafa lánað óábyrgt. Þetta verður að ræða opinskátt og ekki dugir áð svara því til að þetta séu flókin mál og . vandinn liggi í fortíðinni. V ^ Ritstjórn: Ásgeir Jónsson, ritstj. og ábm., Benedikt Jóhannesson. Útg.: Talnakönnun hf., Borgartúni 23,105 Rvík. Sími: 561-7575. Myndsendir: 561-8646. Málfarsráðgjöf: Málvísindastofnun Háskólans. Prentun: Steindórsprent-Gutenberg. Upplag: 600 eintök. Öll réttindi áskilin. Rit þetta má ekki af rita með neinum hætti án leyfis útgefanda.

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.