Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.08.1939, Síða 10

Frjáls verslun - 01.08.1939, Síða 10
TÓBAKIÐ 300 ÁRA AFMÆLI T ÓBAKSNOTKUNAR A ÍSLANDI í ÁR? Ev- ropu. Tóbakið var eitt af því sem Upphaf tobaks- Evrópumenn notfærðu sér einna Dtkunar 1 Ev- fyrg£ ef|-jr ag þejr hgfðu SÍglt til Ameríku á 15. öld og kynnzt hinum nýja heimi nokkuð. — Þegar Columbus kom til Vestur-Indíaeyjanna furðaði hann mjög á því, að sjá innfædda menn hlaupa um á strönd- inni og blása reyk út ujm nef og munn. Sjómenn Columbusar og þeir, sem í þeirra spor fylgdu, lærðu brátt að reykja tóbak, og með þeim fluttist tóbaksjurtin til Evrópu. Þegar 1518 er vitað, að fræ af tóbaksplöntu voru gróðursett í Lissabon, og brátt breiddist tóbakið út um alla Evrópu og þaðan til Austur- landa. — Tóbakseitrið eða nikótínið er kennt við franskan mann, Jean Nikot, og er talið, að hann hafi einna fyrstur Evrópubúa haft tóbak um hönd. — Þetta mun þó ekki vera rétt. Jean Ni- kot var franskur sendiherra í Lissabon, og kynntist hann þar tóbakinu hjá ferðalöngum vestan um haf, og sendi hann fræ til Frakk- lands, sem varð upphaí að tóbaksyrkju þar í landi. Misjafnlega var tóbakinu tekið um allar álf- ur. Kirkju- og kennilýður reis öndverður gegn því, og var það víða bannað. Fram eftir öllum öldum hélzt mikil óvild gegn tóbakinu, og má í því sambandi á það minnast, að til skamms tíma þótti það herfilegt, að sjá konur reykja, en ekki haft á móti því, þótt þær neyttu víns. Ræktun tóbaks og meðferð þess þar til það er orðið að verzlun- arvöru er mjög margbrotið, og fer allmjög eftir því, hverrar tegundar tóbak- ið er. — Afar mikillar nákvæmni þarf að gæta við ræktun jurtanna og þurrkun tóbaksblaðanna. ’i'óbaksekrurnar þurfa sífelldrar umönnunar við. Rakinn má ekki vera of mikill, en þurrkur held- ur ekki of langvinnur. Uppskerutíminn verður að vera nákvæmlega rétt valinn, og vel valið og vinsað úr því tóbaki, sem notað er, og rétt sund- FramleitSsla tóbaks. urgreint eftir því í hvaða tegund tóbaksvara á að nota það. Ekki eru nein tök á að lýsa framleiðslu tóbaks til hlýtar, en að verulegu leyti er unnið með vél- um, en þær eru svo umfangsmiklar og dýrar, að vegna hins óheimju tilkostnaðar hafa 3 firmu getað náð undir sig langmestu af framleiðsl- unni í mesta tóbakslandi heimsins, Bandaríkj- unum. Framleiðsla cigaretta er afar hröð og fullkomin. Með einni vél væri hægt á skömm- um tíma að framleiða cigarettur, sem endast mundu íslendingum svo árum skipti. í Bandaríkjunum einum vinna um 300 þús- undir manna að tóbaksgerð og framleiðslan fer alltaf vaxandi. Kreppur hafa hér engin áhrif. Tóbakið er yfir þær hafið. Nú í ár eru 300 ár siðan fyrst fara áreiðanlegar sagnir af notkun tóbaks á íslandi. Árið 1639 er um það getið, að skólapiltar í Skálholti hafi reykt, en frarn að þeim tíma eru slitróttar sagnir um tóbaksnotkun hér, að því er hinn kunni fræðimaður Ólafur Davíðsson heldur fram. Er því 300 ára afmæli tóbaksins hér á landi í ár, ef miðað er við árið, sem Skálholts- TóbakiíS kemur til Islands. 10 FRJÁLS' VERZLUN

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.