Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.05.1944, Blaðsíða 1

Frjáls verslun - 01.05.1944, Blaðsíða 1
5. -6. TBL. 6. ÁRG. 19 4 4 VERZLUNARMANNAFELAG REYKJAVIKUR FRJALS VERZLUN Það hefur verið á það bent hér í „Frjálsri verzlun“, að vegna ástandsins í heiminum, hafi Islendingar orðið að sætta sig við marg- háttaðar og víðtækar skerðingar á frjálsræði í viðskiptum, og þýðir ekki um að sakast. En einhverntíma lýkur stórveldastyrjöldinni og þá skapast ný viðhorf í viðskiptalífinu. En hvað verður gert? Verður haldið uppi opinberu eftirliti með verðlagi og viðskiptum, takmörk- unum og höftum á innflutningi og útflutningi og öðrum slíkum að- gerðum, sem stundum hefur verið beitt með vafasömum hætti undir því yfirskyni, að til þess bæri nauðsyn? Verður frjálsri verzlun mark- aður þröngur bás, eða jafnvel alveg hindruð? Verður samkeppni og einkaframtak drepið að fullu og sú skipulagningarstefna tekin upp, sem vafasamt er að geti þrifist í þjóðfélagi, sem býr við lýðræði? Allar þessar spurningar eru veigamiklar um framtíð þjóðarinnar, og það eru f jármálamenn, sem líklegastir eru til þess að leysa úr þeim. Þeim ætti að geta verið það til leiðbeiningar, að íslendingar eru al- mennt svo framtakssamir einstaklingshyggjumenn, að þeir eru — jafnvel ósjálfrátt — andvígir altækri skipulagningu hins opinbera og eftirliti og höftum á öllum sviðum, Hugsanlegt er að kerfis og skipulagningar í fjárhagsmálum ís- lendinga sé meiri þörf en verið hefur. En það verður að fyrirbyggja að allt verði keyrt í viðjar ófrelsis og hafta, og einkum og sér- staklega hafa kaupsýslumenn mikla ástæðu til þess að vera á verði um hagsmuni sína, þegar aftur léttir til í heiminum.

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.