Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.05.1944, Blaðsíða 35

Frjáls verslun - 01.05.1944, Blaðsíða 35
ekki valdið alvarlegri verðbólgu af því, að marg- ar og mismunandi ástæður — skömmtun, myrkvanir, áhugaleysi o. s. frv. — hafa hamlað almenningi frá því að eyða öllum tekjum sínum á styrjaldartímum. En eftir stríðið hverfa margar af þessum hindrunum, og þá mun verða mikil hætta á ofsalegri og stjórnlausri verð- hækkun. Það mun því verða bráðnauðsynlegt að halda áfrarn um töluverðan tíma eftir stríðs- lok frekar ströngu eftirliti með gjaldmiðli. Ég hygg, að framannefnd atriði séu ágrein- ingslaus. En það þýðir þó engan veginn að eftir stríð séum við nauðbeygðir til þess að taka upp til frambúðar hagkerfi róttækrar sameignar- stefnu, næstum því kommúnistiskt — enda þótt allmargir haldi það, að því er virðist. Það er gott að muna það, að annarsvegar er alger sameignarbúskapur (ríkisrekstur) ekki til, og hinsvegar heldur ekki algert einkafram- tak. Öll fjárhagskerfi, sem hafa verið og verða til, eru samsett af þessum þáttum báðum. Auð- vitað er reginmunur á 90% ríkisbúskap (eða ,,eftirliti“ eða „skipulagningu" ef vill) og 10% einkaframtaki, og öfugt. En ef menn með mis- munandi stjórnmálaskoðanir hefðu jafnan í huga, að það sem skilur skoðanir þeirra er á vissan hátt aðeins munur á magni, þá mundi heimurinn vera þægilegri staður en hann er. Hvað sem þessu líður, munum við í þessu landi eftir stríð á einn eða annan hátt taka upp sambland af þessurn tveimur stefnum í þeim hlutföllum, sem okkur hentar bezt, eða við höldum að okkur henti bezt. Mér segir svo hug- ur um, að meiri hætta verði á því, að gera of lítið hlutverk einkareksturs heldur en ríkis- reksturs. Eitt af hinum aðkallandi verkefnum eftir stríðið verður, að koma aftur á eins fljótt og unnt er og eins miklu og unnt er, einstak- lingsfrelsi á þeim sviðum lífsins, sem eftirlit er ekki óhjákvæmilegt, af ástæðum, sem drepið var á að framan. Sumir minna sósíalistisku vina tala um, að ríkiseftirlit verði látið taka til allra hluta. En ég hefi veitt því athygli, að þeir eru ekki síður en aðrir reiðubúnir til þess að dæma hið opin- bera fyrir slóðaskap, trassahátt og skort á ímyndunarafli. En það er einmitt þessi sama gagnrýnda opinbera þjónusta, sem eftir stríðið á að skipuleggja fyrir okkur og hafa eftirlit með okkur. Sósíalistar segja: „Við verðurn að lag- færa og endurbæta umboðsstjórnina. Svo sann- arlega verðum við að gera það. En það er verk, sem tekur tíma. og á meðan væri það að biðla til ógæfunnar að íþyngja umboðsstjórninni um of. Hinar alkunnu skyssur, sem gerðar voru eftir síðasta stríð, voru ekki eins mikið að kenna göllum á skipulagningu og eftirliti, eins og röngum hugmyndum um það takmark, sem átti að ná. Hin almenna afstaða manna var að heimta þægilega tilveru, öryggið fyrst og að láta náungann vinna verkið. Af þessum rótum spratt stöðnun í iðnaði og atvinnuleysi í stórum stíl, sem eitraði þjóðlíf okkar í 20 ár. Af þessum rótum var sú alþjóðlega verndartollastefna runnin, sem leiddi til núverandi styrjaldar. „Við verðum að eiga land, sem hetjum hæfir að lifa í,” sagði Lloyd George. Ef hann hefði breytt einu orði og sagt: „land, sem hetjum hæfir að starfa í,“ þá hefði honum ekki skeik- að mjög mikið. Það væri hægt að hafa verra slagorð fyrir næstu eftirstríðstíma. Landsbankaskýrslan Landsbanki íslands hefur eins og að undan- förnu gefið út skýrslu um hag bankans, og er skýrsla ársins 1943 nýkomin út. Er þetta heil bók, 94 blaðsíður í stóru broti. Er þarna birtur geysimikill fróðleikur um afkomu og hag lands- manna, auk greinargerðar um þau atriði er beinlínis varða rekstur bankans. í skýrsluni er rakin í stórum dráttum afkoman á árinu 1943 í landbúnaði, sjávarútvegi, iðnaði, verzlun og samgöngum. Auk þess er drepið á útflutning, innflutning, gjaldeyrismál, seðlaveltu, við- skipti og vöruflutninga o. m. fl. I inngangi skýrslunnar segir svo: FRJÁLS VERZLUN „Viðskiptaþróun áranna 1940 til 1942 var mörkuð útþenslu, sem fór vaxandi eftir því sem leið á tímabilið. Orsakirnar voru aðallega þrjár. í fyrsta lagi setuliðsvinnan og aðrar að- gerðir setuliðsins, sem höfðu efnahagslega þýð- ingu. í öðru lagi hækkandi verð á útflutnings- afurðum, og í þriðja lagi aukning verklegra fyrirtækja tvö síðari árin. Á árinu sem leið urðu umskipti að því er þessi þrjú atriði snert- ir. Áhrifa frá setuliðinu gætti minna en áður, verð útflutningsafurðanna hækkaði ekki frá því, sem var árið áður, og byggingarstarfsemi og önnur nýfesting fjár dróst saman. Afleiðing- 35

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.