Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.05.1944, Blaðsíða 15

Frjáls verslun - 01.05.1944, Blaðsíða 15
lín hefir verið innanbrjósts, þegar hann hug- leiddi hvernig nú var komið. Hann var ungur og framgjarn, hafði sagt lausri tryggri stöðu hjá Gránufélaginu til þess að hefja sjálfstæðan atvinnurekstur. Sú tilraun hafði misheppnast. Þá hafði hann komist í kynni við hið nýstofn- aða Kaupfélag Þingeyinga. Hann þekkti for- ystumenn þess, heiðarleika þeirra, atgerfi og drengskap. Þessir menn höfðu sýnt honum traust. Það var að hans undirlagi að félagið hafði ráðizt í þá djarflegu nýbreytni, að taka á sig áhættuna við sauðaútflutninginn, til þess að geta sjálft notið hagnaðarins af því að selja sauðina í neyzlulandinu, í stað þess, sem áður hafði verið, að selja við því verði, sem hinir er- lendu kaupendur kváðu upp á afskipunarstaðn- um. Það var hans verk að Lauritzen hafði verið ráðinn umboðsmaður. Hvernig færi, ef sauðasalan mistækist? Fram- tíð félagsins var í veði. Framtíð hans sjálfs og mannorð var líka í veði. Með þetta í huga fer Vídalín á fund Zöllners. Vídalín hafði dvalið fram undir misseri í New- castle. Þótt hann hefði ekki kynnst Louis Zöllner persónulega, þekkti hann af afspurn frábæran ötulleik þessa unga danska kaupsýslumanns. Hann spurði Zöllner, hvort hann vildi ekki kaupa það sem óráðstafað var af sauðafarmin- um til Lauritzen, en það var megnið af farmin- um. ,,Þér skuluð fá ákveðið svar í fyrramálið", sagði Zöllner. Þannig endaði samtalið. Morguninn eftir kom Vídalín í fyrsta sinn á skrifstofu Zöllners. Þá höfðu þeir bræður, Andreas og Louis, rætt málið. Var þá ákveðið að þeir keyptu sauðina af Lauritzen. Nú hafði svo úr málum rætzt að Lauritsen gat í bili haldið áfram umboðsmennsku sinni fyrir félagið. Sendi hann því vörur um vorið. En um haustið (1885) þegar sauðirnir komu, stendur Lauritzen aftur uppi ráðalaus. Og aftur er það Louis Zöllner, sem kaupir sauðina. Er nú svo af Lauritzen dregið að hann verður að gefast upp. 1 ársbyrjun 1886 horfir ekki vænlega fyrir Kaupfélagi Þingeyinga. Umboðsmaður félagsins orðinn gjaldþrota, en fast gengið eftir ólokinni skuld þess við hann. Um þetta segir Jón Gauti Pétursson í sögu Kaupfélagsins: „Nú var úr mörgum vanda að ráða. Þó rættist betur úr en áhorfðist með umboðs- starfið, því snemma á vori 1886 barst félags- stjórn K. Þ. vitneskja frá Jóni Vídalín um, að hann hefði útvegað félaginu nýjan umboðs- mann í Englandi, Zöllner & Co. í Newcastle. 1 þessu „firma“ voru þá bræður tveir, Louis og Andreas Zöllner, en þeir skildu félag sitt FRJÁLS VERZLUN nokkrum árum síðar. Nú hafði Jón Vídalín gengið í þjónustu þessa „firma“, sérstaklega með tilliti til viðskipta þess við K. Þ. og síð- an fleiri kaupfélög hér á landi. Samdist svo strax um, að Zöllner greiddi skuld félagsins við þrotabú Lauritzens, sem auðvitað varð að borgast upp þá þegar. Jafnframt fékk fé- lagið loforð fyrir vörusendingu upp í júní- mánuði, hvort tveggja með skilyrðum um greiðslu með útflutningsfé að hausti, ásamt með vörum þá. Með þessu drengskaparbragði og tiltrú af hálfu Zöllners hófust nálega 30 ára óslitin viðskipti milli hans og K. Þ., sem óhætt má telja, að báðum hafi reynzt happa- drjúg“. Næstu árin gengur Vídalín allt í haginn. — Kaupfélögin rísa upp hvert af öðru og snúa sér jafnharðan til Zöllners. Taka nú Islandsviðskipti mjög að aukast. Áður en mörg ár eru liðin verð- ur Vídalín meðeigandi í fyrirtækinu. Fluttist hann til Kaupmannahafnar, en dvaldi í Reykja- vík á sumrum. Árið 1890 kvæntist Jón Vídalín. Kona hans var dönsk, Helga að nafni, dóttir Brydes, stór- kaupmanns, systir Herlufs Bryde, eiganda Brydesverzlana í Reykjavík og víðar hér við land. Hún var ekkja eftir höfuðsmann í danska hernum, Albeck að nafni. Frú Helga Vídalín var glæsikona mesta og skartkona. Hún var alin upp í ríkidæmi og vildi berast mikið á. Vídalín var höfðingi í lund og hafði allmikil fjárráð. Tók brátt að fara orð af því, hve ríkmannlega þau hjónin héldu sig. Þóttu einkum veizlur þær, er þau héldu hér í Vina- minni, viðhafnai'meiri en hófi gengdi. Jón var þá orðinn brezkur konsúll og voru fyrirliðar af brezkum herskipum tíðir gestir þeirra hjóna. En auk þess voru þar oft boðnir höfðingjar úr bænum, embættismenn og þingmenn. Þá var þetta kveðið: I Vinaminni Vídalín valdsmann kann að dorga; veitir klára kampavín — kaupfélögin borga. Um þessar mundir voru ýmsir af forystu- mönnum kaupfélaganna orðnir áhrifamenn á þingi og héldu talsvert hópinn í landsmálum. Fylgdi Vídalín þeim fast að málum. En af þessu varð allmikill styrr um nafn hans, svo sem vænta mátti, er pólitíkin var komin til skjal- anna. Bætti það ekki úr skák, er þau hjónin fóru fram á að mega reisa sumarbústað á Arn- arhóli, — þar sem ,,batteríið“ var. Um þetta reis áköf deila og hefir Sigurður Grímsson lög- fræðingur sagt frá því máli í skemmtilegu út- 15

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.