Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.05.1944, Blaðsíða 31

Frjáls verslun - 01.05.1944, Blaðsíða 31
að hverfa með sauði sína og komu þeim hvergi á markað. Má geta nærri hvílíkt tjón og óhag- ræði hefir af því stafað, er vetur fór í hönd. Víða var þá erfitt að skipa fénu út, því að bryggj ur skorti, eða þá að þær voru svo lélegar að stórum skipum var vart að þeim leggjandi. Oft hrepptu sauðaskipin veður ill, og urðu þá að vonum mikil vanhöld á fénu. Við skulum nú heyra, hvað Zöllner segir okkur um haustferð, sem hann fór hingað til lands fyrir tæpum 60 árum: „Árið 1888 keypti ég af vini mínum, Mr. Vaughan, þeim sem byggði brýrnar yfir Ölvusá og Þjórsá, gamalt farþegaskip, „Sumatra". Lét ég síðan gera á því nokkrar breytingar, svo hægt væri að hafa það til sauðfjárflutninga. Var skipið síðan fermt og haldið til íslands. Vörum var skipað upp á Seyðisfirði og Akur- eyri. Því næst var farið að skipa út Eyjafjarðar- fénu, og var byrjað við Oddeyrarbryggju. Gekk það allt vel. En eftir var Svalbarðseyri. Þar átti að taka það, sem eftir var af farminum, og var það stór fjárhópur. Þegar þangað kom fór mér ekki að lítast á blikuna. Bryggjan var veikbyggð, en skipið stórt. Ég sagði við skipstjórann, að það mundi aldrei blessast að leggja 400 feta skipi að slíku bryggjuskrifli. En hann var á öðru máli. Benti á, að veður væri gott og sjólaust, og væri hægðarleikur að ganga svo frá,skipinu, að það haggaðist ekki. En þetta fór á aðra leið. Með útfallinu hreyfðist skipið lítils háttar, en þó nóg til þess, að bryggjan fór með. Ég beið nú ekki boðanna, fékk mér tafarlaust bát og var róinn lífróður til Akureyrar. Þar tókst að fá mannafla og útskipunarbáta til að flytja Sval- barðseyrarféð um borð. Seinkaði þetta ferðinni um hálfan annan sólarhring. Er nú látið í haf og ber ekkert til tíðinda fyrr en komið er fyrir Langanes. En þá um nóttina skellur á okkur hamslaust stórviðri af norðaustri. Gerði brátt haugasjó svo að gekk yfir afturþiljur á skipinu. En ég hafðist við afturá ásamt brytanum og slátraranum. Vor- um við þarna gersamlega einangraðir og gátum ekkert samband haft við aðra skipsmenn. Innan stundar streymdi sjórinn í stríðum straumum ofan í káetuna. Mig langaði ekkert til að drukkna í káetunni, svo að ég dreif mig upp á þilfar og fékk slátrar- ann með mér. Þar gafst á að líta. Allar kvíarnar mölbrotnar og vatnið meira en í hné, því öll af- rennslisopin höfðu stíflast af heyi. Við pauf- uðum okkur áfram, hvor með sínum öldustokk, þangað til við fundum afrennslisopin og gátum rifið úr þeim stíflurnar. Tók þá vatnið brátt að FEJÁLS VERZLUN lækka. Síðan rifum við upp heybaggána, þjöpp- uðum fénu þétt saman á hléborða og köstuðum heyinu yfir hrygginn á því. Tóku kindurnar þegar að éta gráðugt hver af annarar hrygg. I þessu púli stóðum við þrjá klukkutíma, og var þá ekki orðinn þurr þráður á okkur frá hvirfli til ylja. En nú var veðrið tekið að lægja. Við fórum því niður, fengum okkur vel að borða og vænan rommtoddý! Þetta fór allt betur en á horfðist. Við fórum til Liverpool — fyrsti íslenzki sauðafarmurinn, sem þangað kom. Við höfðum ekki misst nema 41 kind af 6600. Það var vel sloppið.“ Hafnarverkfall í London 1889 En ástandið hefir breyzt víðar en hér. Verka- mannasamtökin í Bretlandi voru þá ekki orðin jafn voldug og nú er. Um þetta segir Louis Zöllner: „Þegar ég frétti lát John Burns, rifjaðist upp fyrir ,mér atburður, sem gerzt hafði fyrir mörgum árum. Hafnarverkamenn í London höfðu þá gert verkfall undir forustu þessa kunna verkalýðsleiðtoga. Og það féll í minn hlut að brjóta þetta verkfall. Eins og kunnugt er var John Burns fyrsti verkalýðsforinginn í Bretlandi, sem komst í ráð- herrasess. Hann og Morley lávarður sögðu sig úr stjórn Asquiths 1914, í mótmælaskyni við stríðsyfirlýsinguna. En snúum okkur að verkfallinu í London. Þetta var haustið 1889. Ég hafði tekið gufuskip- ið „Scandinavia" á leigu til íslandsferða þá um haustið. Með því að taka skipið strax í notkun komst ég að góðum kjörum með leiguna. Ekki var enn kominn tími til að senda skipið til Is- lands og lét ég það því fara eina ferð til Sunds- vall og flytja þaðan timburfarm til London. Gekk það allt vel. En tveim dögum eftir komu skipsins til London hefst verkfallið. Þegar ég frétti þetta, var ég staddur í Leith að undirbúa afgreiðslu haustvaranna til íslands. Ég setti mig þegar í samband við móttakendur timburfarmsins, Duus og Brown, norsks firma í London. Þeir gerðu allt, sem þeir gátu, til að láta afferma skipið, og tókst fyrir tilstyrk nokk- urra liðsforingjaefna úr sjóhernum að ná nokkru í land. En þá gerist það, að verkfalls- menn loka höfninni og koma í veg fyrir að skip- ið geti fengið matvæli eða nokkuð annað úr landi. Ég símaði þá til banka míns og bað hann að senda mér til ráðstöfunar í Edinborgarbanka 2000 sterlingspund. Þessa upphæð tók ég út í 31

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.