Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.05.1944, Blaðsíða 13

Frjáls verslun - 01.05.1944, Blaðsíða 13
Árið 1882 hafði Kaupfélag Þingeyinga verið stofnað. Formaður þess var Jón Sigurðsson, al- þingismaður á Gautlöndum. En sr. Benedikt í Múla var einn af forvígismönnum um stofnun félagsins og sat í stjórn þess frá öndverðu, þa” til hann flutti alfarinn úr Þingeyjarsýslu, árið 1889. Jón Vídalín hafði þegar á uppvaxtarárum sinum í Víðidalstungu kynnst verzlunarsam- lökum bænda. Voru ýmsir frændur hans í Húna- þingi forgöngumenn á því sviði. Má þar eink- um tilnefna Pétur Eggerz, föður Sigurðar fyrr- verandi forsætisráðherra, en móðurbróður Vída- líns. „Verzlunarfélag Húnvetninga" var stofnað nokkru fyrr en Gránufélagið, skömmu eftir 1860. Hafði Pétur Eggerz gengizt mjög fyrir stofnun húnvetnska félagsins og verið kjörinn framkvæmdarstjóri þess. Þegar Jón Vídalín kom norður, var Kaupfélag Þingeyinga enn í reifum, tæplega ársgamalt. Stjórnarfundir voru þá oft haldnir í Múla, á heimili sr. Bendikts. Þótt ungur væri, hafði Vída- lín ýms skilyrði til að verða félaginu að liði. Hann hafði fengið betri verzlunarmenntun en þá var títt og var orðinn allkunnugur við- skiptaháttum, bæði utan lands og innan. Áhuga hans á málefninu má bezt marka á því, að hann hafði, áður en norður kom, skrifað stjúpa sín- um og gefið honum ýmsar gagnlegar uppástung- ur um sauðasölu til Bretlands. Undanfarin ár hafði skozkur kaupmaður, Slimon að nafni, búsettur í Leith, keypt sauði á fæti til útflutnings frá Norðurlandi og þótti bændum að því mikið hagræði. Vídalín hélt því fram, að verðið, sem Slimon greiddi fyrir sauð- ina væri óhæfilega lágt. Til þess að ráða bót á þessu yrðu félagsmenn a ðtaka sauðasöluna í sínar eiein hendur og yrði ekki hjá því komist að félagið fengi sér fastan umboðsmann erlend- is, er annaðist jöfnum höndum sölu á afurðum þess og kaup á aðfluttum vörum. 1 stjórn félagsins var tillögum Vídalíns vel tekið. En í hópi félagsmanna voru ýmsir þeir, sem töldu að í mikið stórræði ætti nú að leggja og löttu framkvæmda. Þó kom svo að lokum að aðalfundur félagsins féllst á þessar tillögur. — Fékk Vídalín síðan skriflegt umboð frá félags- stjórn og fulltrúum til að ráða félaginu um- umboðsmann. Sigldi hann þá til Englands og var það á útmánuðum 1884. Réði hann danskan kaupmann í Newcastle, J. Lauritzen, umboðs- mann félagsins. Á sextíu ára afmæli Kaupfélags Þingeyinga, 1942, var gefin út saga félagsins, skráð af Jóni Gauta Péturssyni, bónda á Gautlöndum, all- mikið rit og vel vandað, bæði að efni og frá- FRJÁLS VERZLUN gangi. Þar segir ýtarlega frá þeim atburðum, er hér hafa stuttlega verið raktir. Endar sú frá- sögn á þessa leið: „Talið var það síðar, að Jón Vídalín hefði troðið sér inn á stjórnarnefnd K. Þ. til þess- arar milligöngu. Eftir framkomu hans að dæma, bæði þá og síðar, munu þetta þó ein- ungis illgjarnar getsakir. Hitt er víst, að Jón varð snortinn af hugsjónum þeim og samtaka- tilraunum, er hann kynntist hér, og mun hon- um því hafa verið ljúft að reka erindi félags- ins, enda er það og víst, að hann tók enga borgun fyrir þann greiða, sem hann gerði fé- laginu í þessum erindum. Mun hann að vísu hafa fengið eitthvert íhlaupastarf hjá Laurit- zen & Co„ í notum þessarar milligöngu, en hitt var ekki fyrr en nokkru síðar, að hann hafði aðstöðu til að gerast beinn þátttakandi í umboðsstarfi kaupfélaganna, og þá í skjóli annars manns er síðar getur. En til marks um að félagsmenn í K. Þ. hafi verið þakklátir J. V. fyrir erindrekstur hans er það, að á að- alfundi félagsins 1886 var einróma samþykkt, að félagsstjórn sendi honum vandað gullúr (kostaði 250 krónur) sem þakklætisvott frá félaginu fyrir unnið gagn og greiða í þess þágu. Er þess og skylt að minnast, sem eins af meiri höppum K. Þ. í uppvextinum, að Jón Vídalín vai’ð á vegi þess, þegar þörf var nýrra og djarfra úrræða“. Þessi lofsamlegu ummæli um Jón Vídalín og heiðursgjöf félagsins til hans, gætu bent til þess að félagsmenn hafi verið harðánægðir með val hans á fyrsta umboðsmanninum. En því er ekki að heilsa. Lauritzen átti frá öndverðu erfitt með að rækja skyldur sínar við félagið, bæði að því er afui’ðasölu snerti og útvegun á erlendum varningi. Áður en tvö ár voru liðin frá því við- skipti hófust var hann orðinn gjaldþrota. Skuld- aði félagið honum þá á annað þúsund sterlings- pund og var gengið hart eftir skuldalúkningu. Slimon sauðakaupmaður hafði einnig orðið gjaldþi’ota. Var ástæðan til þessai’a tveggja gjaldþrota ein og hin sama: óvænt verðfall á lifandi peningi. Höfðu íslenzku sauðirnir þannig lækkað um 40% frá því árið áður. Þótti nú mörgum óvænlega horfa um framtíð Kaupfé- lags Þingeyinga. Eii nú er til að taka þar sem áður var frá horfið. Vídalín hafði átt brýnt erindi við Zöllner, kvöldið sem þeir hittust í taflfélaginu. Fyrsti sauðafarmurinn frá Kaupfélagi Þingeyinga var nýkominn til Englands. En þegar til átti að taka hafði Lauritzen ekki kaupendur, nema að nokkr- um hluta formsins. Má nærri geta, hvernig Vída- 13

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.