Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.01.1968, Blaðsíða 50

Frjáls verslun - 01.01.1968, Blaðsíða 50
50 FFfJÁLS VERZLUN Á ÍSLAND AD GANGA í MARKAÐSBANDALAG í öðru hefti Frjálsrar verzlunar birtist grein um markaðsbandalög- in í Evrópu. í þessari grein verð- ur rætt um afstöðu íslands til þessara bandalaga og þau vanda- má!, sem það myndi liafa í för með sér fyrir Island, að tengjast þeim á einn eða annan hátt. Island og Efnahagsbandalagið. ÞEGAR Efnahagsbandalagið var stofnað árið 1957, kom það ekki til greina, að ísland gerðist full- gildur aðili að því. Ákvæði Róm- arsáttmálans um frjálsan flutning fjármagns milli aðildarríkjanna, frjálsan flutning vinnuafls á hin- um sameiginlega markaði og full- an rétt til að stofna til atvinnu- rekstrar hvar sem er á svæði bandalagsins voru allt of ströngtil þess að ísland gæti fallizt á þau. ísland gat ekki fallizt á það að hleypa erlendu fjármagni eða vinnuafli óhindrað inn í land sitt. En þegar Bretar sóttu um fulla að- ild að Efnahagsbandalaginu árið 1961, var um það rætt, að ísland fengi aukaaðild að bandalaginu. Var það þá ætlun íslands að fá aðild að tollabandalagi Efnahags- bandalagsins án þess að þurfa að gangast undir ákvæði Rómarsátt- málans, um frjálsan flutning fjár- magns og vinnuafls. En þegar De Gaulle Frakklandsforseti beitti neitunarvaldi gegn aðild Bret- lands að Efnahagsbandalaginu 1963 hætti ísland öllum ráðagerð- um um aukaaðild að bandalaginu. Aðeins tvö Evrópuríki hafa fengið aukaaðild að Efnahags- bandalaginu. Eru það Grikkland og Tyrkland en bæði þessi ríki lýstu því yfir, er þau fengu auka- aðild að bandalaginu, að þau hygðust síðar verða fullgildir að- ilar þar að. Allmörg Afríkuríki, fyrrverandi nýlendur Frakka, fyrst og fremst, hafa einnig fengið aukaaðild að Efnahagsbandalagi Evrópu. En erfitt er að líta á þá aukaaðildarsamninga, sem gerðir hafa verið við Efnahagsbandalag- ið, sem fyrirmynd af aukaaðildar- samningi íslands, ef ísland hugs- aði til aukaaðildar að bandalaginu síðar. Afstaðan til F ríverzlunarbandalagsins. En hvers vegna gekk ísland ekki í Fríverzlunarbandalag Evr- ópu, þegar það var stofnað árið 1959? Því er til að svara, að árið 1959, er Fríverzlunarbandalag Evrópu var stofnað, var gengis- skráningin hér á landi óraunhæf, og mikil og ströng innflutnings- höft í gildi. Eftir að gengið hafði verið leiðrétt og innflutningsverzl- unin að verulegu leyti gerð frjáls, höfðu skapazt skilyrði til þess að ganga í markaðsbandalag eins og Fríverzlunarbandalag Evrópu. En þá hófust viðræður Breta við Efnahagsbandalag Evrópu, og bú- izt var við því, að Bretar og fleiri aðildarríki Fríverzlunarbanda- lagsins fengju aðild að Efnahags- bandaiaginu. Ákvað ísland þá að bíða átekta og sjá hvort Fríverzl- unarbandalagið og Efnahags- bandalagið rynnu saman. Hefur fsland síðan beðið aðgerðarlaust í markaðsmálunum allt til þessa. En á meðan hafa markaðsbandalög- in stöðugt verið að breyta tollum sínum og útflutningshagsmunir ís- lands hafa skaðazt stórlega á mörkuðum bandalaganna. Stærstu viðskipta- svæði Islands. Á markaðssvæðum Efnahags- bandalags Evrópu og Fríverzlunar- bandalags Evrópu eru stærstu við- skiptalönd íslands. 40% alls út- flutnings íslands fer til EFTA og rúm 20% alls útflutningsins fara til Efnahagsbandalagsins. Stærsta viðskiptaland íslands á markaði Fríverzlunarbandalagsins er Bret- land, en þangað fóru 16.5% alls útflutnings okkar árið 1966 eða 996.9 milljóna verðmæti. En stærsta viðskiptaland íslands á svæði Efnahagsbandalagsins er Þýzkaland. Þangað fluttum við út 8.7 % heildarútflutningsins 1966, eða fyrir 523 millj. króna. Til samanburðar má geta þess, að' árið 1966 fóru 11.9% alls útflutn- ings okkar til Austur-Evrópu en 16.6% til Bandaríkjanna. Bandaríkin voru á árinu 1966 okkar stærsta viðskiptaland, hvað útflutning varðar, en Bretland var næststærsta viðskiptalandið að því, er tók til útflutnings. Það hefur ekki farið hjá því, að útflutningshagsmunir íslands hafi skaðazt á mörkuðum þessum, sem við höfum svo mikil viðskipti við. Eftir því sem tollar hafa hækkað á markaði Efnahagsbandalagsins, eftir því hefur útflutningur okkar orðið fyrir meira tjóni. Síðasthð- ið sumar tilkynntu t. d. Vestur- Þjóðverjar miklar tollahækkanir á ísfiski þar í landi. Var þá tollur á þorski, ýsu og karfa hækkaður úr 2-2% í 9% miðað við 5000 tonna kvóta, og tollur á ísaðri lúðu var hækkaður úr 2.2% í 3.6% miðað við 3000 tonna kvóta. ísland mól- mælti þessum tollahækkunum og benti á að 91% af öllum bolfiskj
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.