Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.01.1968, Blaðsíða 56

Frjáls verslun - 01.01.1968, Blaðsíða 56
56 FRJÁL'S VERZLUM VEÐSKIPT ALÖND VIÐSKIPTI FINNA OG ÍSLENDINGA Eftír Jón Kjartansson, aðalræðismann Hinn 6. des. s.l. var þess minnzt víða um heim og alveg sérstak- lega í Finnlandi, að þá voru liðin 50 ár frá stofnun lýðveldis í Finn- landi. Ekki er ætlunin í þessari stuttu grein að ræða um aðdrag- anda að atburðunum í Finnlandi 1917 eða framþróun mála þar í landi síðustu 5 áratugina, heldur um viðskipti Finnlands og íslands síðustu árin. Finnar hafa, sem eðlilegt er, jafnan keypt fyrir hærri upphæð af íslendingum en við af þeim, enda er finnska þjóðin senn orðin 5 milljónir manna, en við státum af 200 þúsundasta íslendingnum um þessar mundir. Það helzta, sem Finnar kaupa af okkur er fyrst og fremst síld, síldarmjöl, fiskimjöl, garnir og gærur og lýsi, en það helzta, sem við kaupum af þeim er timbur, pappír og pappírs- vörur, krossviður, þilplötur, skó- fatnaður, kristal- og glervörur. Ég hef ekki við höndina, hvern- ig viðskipti landanna stóðu 1. þ. m., en 1. október s.l. höfðu ís- lendingar keypt frá Finnlandi pappír og pappírsvörur fyrir 52,3 millj. kr., trjávið fyrir 22,2 millj. kr., krossvið og þilplötur fyrir 15.3 millj. kr. og skófatnað fyrir 3.5 millj. kr. og ýmsar vörur fyrir 10.7 millj. kr. Samtals gjörir þetta kr. 104 millj. Á sama tíma hafa íslendingar selt Finnum fyrir 62.8 millj. kr. Milli vöruflokka skipt- ist þessi útflutningur þannig: Síldarmjöl .......... Saltaðar gærur ...... Saltsíld ............ Fiskimjöl ........... Þorskalýsi .......... Saltaðar garnir .... Niðursoðinn fiskur . kr. 28.495.000,00 — 7.511.000,00 — 6.090000,00 — 4.026.000,00 — 2.607.000,00 — 2.056.000,00 — 2.007.000,00 Allur útflutningur okkar nam á þessum 9 mánuðum aðeins kr. 2.963.330.000.00, þar sem allmikið af afurðum var ófarið úr landi um mánaðamótin sept.—okt. Árið 1966 voru fluttar inn vör- ur til landsins fyrir kr. 6.852.621.- 000.00. Af þessari upphæð nam innflutningur frá Finnlandi kr. 163.160.000.00, en árið 1965 nam þessi innflutningur frá Finnlandi kr. 135.766.000.00. Þá nam heildar- innflutningur til íslands kr. 5.901.- 034.000.00. íslendingar seldu Finn- um árið 1966 fyrir kr.197.747.000,- 00, en þá voru vörur fluttar út fyrir kr. 6.046.951.000,00. Árið 1965 keyptu Finnar af okk- ur fyrir kr. 179.713.000.00. Heild- arútflutningur okkar þá nam kr. 5.558.880.000.00. Árið 1964 keyptu íslendingar vörur af Finnum fyrir kr. 109.798.000.00 og árið 1963 fyr- ir kr. 122.933.000.00, en Finnar keyptu af íslendingum árið 1964 fyrir kr. 164.426.000.00 og árið 1963 fyrir kr. 135.272.000.00. Töl- ur þessar tala sínu máli og sýna, að viðskipti milli Finnlands og ís- lands fara vaxandi. Fyrirspurnir íslenzkra kaup- sýslumanna um verzlun og fram- leiðslu í Finnlandi hafa aukizt á s. 1. árum og einnig er vaxandi áhugi finnskra verzlunarfyrir- tækja á að selja vörur sínar til ís- lands. Finnsk stórfyrirtæki gjörðu til- boð í Búrfellsvirkjun, en hlutu ekki hnossið, þar sem þau voru ekki aðilar að lægstu tilboðunum. Einnig gjörðu Finnar tilboð, er Innkaupastofnun Reykjavíkur- borgar bauð út kaup á strætis- vögnum. Ekkert varð úr þeim við- skiptum. Jón Kjartansson. Eins og kaupsýslumönnum er kunnugt, eru kaupskip ekki í för- um milli finnskra hafna og ís- lenzkra eftir fyrirfram gerðri áætlun. Slíkt fyrirkomulag tor- veldar allmikið viðskipti þessara Norðurlanda — útvarðanna í austri og vestri. ,,Áætlunarskip“, ef svo má að orði komast, milli Finnlands og íslands, myndi án efa auka á við- skipti landanna. Ef íslenzkur kaup- sýslumaður, íslenzkt kaupfélag eða annað verzlunarfyrirtæki hér veit með vissu, hvenær íslenzkt skip lestar í Finnlandi og hvar og hvenær varan er væntanleg til ís- lands svo til upp á dag, þá myndi sú vissa örva finnsk-íslenzka verzlun. Finnskar vörur eru orðlagðar hér á landi sem gæðavörur og ekki veit ég annað en að finnskir kaupsýslumenn og framleiðendur hafi jafnan fengið á íslandi orð fyrir sanngirni og samningslipurð og þá ekki síður fyrir að vera heiðarlegir í hvívettna. Við erum heldur ekki í nein- um vafa um, að síldin okkar, sem Finnar kaupa, er sú albezta á heimsmarkaðinum og síldarmjölið og lýsið óviðjafnanlegt, hvað gæði snertir. Og við vonum það, að Finnar verði um alla framtíð ánægðir yf- ir viðskiptum við íslendinga og finnsk-íslenzk viðskipti og verzl- un megi fara vaxandi ár frá ári.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.