Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.07.1968, Qupperneq 22

Frjáls verslun - 01.07.1968, Qupperneq 22
20 FRJALS VERZLUN Starfsfólk Sjóvátryggingarfélags íslands að Ingólfsstræti 5. Eftir að þessi starfsemi var orð- in kunn erlendis leitaði Lloyd’s í London til félagsins og óskaði að það tæki við tjónaumboði þess hér á landi, frá 1. janúar 1968. í samráði við Lloyd’s og eftir nánari athugun þótti eðlilegra að slík starfsemi yrði rekin af sér- stöku félagi, þótt að öðru leyti væri hún rekin af sömu starfs- mönnum Sjóvátryggingarfélags- ins. Varð því að ráði, að stofnað var hlutafélagið Könnun (Survey Ltd.), sem tók til starfa frá ára- mótum 1967. Stofnendur voru stj órnarmeðlimir Sj óvátryggingar- félagsins, svo og þeir Stefán G. Björnsson, Axel J. Kaaber og Agnar Guðmundsson, en hann er skoðunarmaður félagsins. Hluta- fé er kr. 250.0000.—. Frarn- kvæmdastjórar eru þeir Stefán C-. Björnsson og Axel J. Kaaber, en honum var fyrst um sinn falið að annast daglegan rekstur þessa fé- lags ásamt skoðunarmanni. Fjöldi erlendra tryggingafélaga hefur síðan leitað til Könnunar h.f. og falið henni að annast tjónaskoð- anir fyrir sig. Stjórn Könnunar h.f. skipa þeir Sveinn Benedikts- son, Ágúst Fjeldsted og Björn Hallgrímsson. Eins og fram kemur í yfirliti þessu, sézt best hve Sjóvátrygg- ingarfélagið stendur föstum fót- um, enda er það afar nauðsyn- legt fyrir þá, er láta mikil verð- mæti í áhættu hjá tryggingafé- lagi, að ekki sé minnsti vafi um. traustleika þess, og því aðeins er hægt að auka eigin áhættur félag- anna sjálfra og þá jafnframt með gagnkvæmri endurtryggingu inn- anlands og minnka þannig endur- tryggingar erlendis, að varasjóðir þeirra séu nægir þegar óvænt eða óeðlileg óhöpp steðja að. „SJÓVÁ” TRYGGT ER VEL TRYGGT sjóvAtryggingarfelag ÍSLANDS H-F

x

Frjáls verslun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.