Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.01.1985, Page 18

Frjáls verslun - 01.01.1985, Page 18
ans. Hvaö innanlandsflotann varðar munum við biöa enn um sinn og sjá hvaða reynsla muni fást á þær vélar sem nú eru að koma á markað og eru svipaðar í rekstri og Fokker vélarnar. Fokker vélarnar eru góðar en orðnar dýrar i viöhaldi sem gerir okkur erfitt fyrir um leið og verð- lagsyfirvöld neyða okkur til að reka innanlandsflugið með tapi. En við reynum þvi að vega og meta hvort er hagkvæmara mikill viðhaldskostnaöur á gömlu vél- unum sem enn duga vel eða hár fjármagnskostnaður, sem kemur í kjölfar kaupa á nýjum vélum. Þoturnar eiga enn eftir mörg ár og nú var valin sú leið að setja á þær hljóðdeyfa fremur en kaupa nýjar vélar eða nýja mótora. Si- fellt er veriö aö lengja liftima vél- anna meö aukinni tækniþekkingu og reynslu og liftimi flugvélar er mældur meira i flugtimum og fjölda lendinga en árum. Við seld- um fyrir nokkru tvær DC-8 63 þotur sem voru einnig fragtvélar og keyptum tvær DC-8 63 vélar frá KLM i þeirra stað og voru þær minna notaðar. 'l þessu fólst þvi ákveðin endurnýjun, en KLM vél- arnar hafa ekki eins mikla burð- agetu og eldri vélarnar. Átturnar koma vel út i rekstri meðan eldsneytiskostnaðurinn rýkur ekki upp úr öllu valdi. En hér þarf alltaf aö hafa i huga samspil rekstrarkostnaðar annars vegar og fjármagnskostnaðar hins veg- ar. Hvaö breiðþotur varðar eru flutningar félagsins ekki svo miklir að breiðþoturekstur borgi sig. Við erum auðvitað i sam- keppni við félög sem reka breið- þotur á leiöunum yfir hafið, en við reynum að mæta þvi með góðu atlæti um borð, þannig að farþeg- ar geti notið ferðarinnar sem best.“ Hefur það engin óþægindi í för meö sér að vera nafni fyrr- verandi forstjóra og núverandi stjórnarformanns? „Auðvitað hefur komið upp misskilningur sérstaklega hjá þeim sem halda að ég sé sonur Sigurðar Helgasonar, en við erum ekkert skyldir. Ég held aö starfsheiti okkar, hann stjórnar- formaður og ég verðandi forstjóri, geti tekið af allan vafa. Slikur nafnamisskilningur var reyndar líka fyrir hendi þar sem ég vann fyrst, hjá Hagvangi, þvi fram- kvæmdastjórinn þar hét líka Sig- uröurHelgason.“ Munuð þið ekki starfa náiö saman? „Sem stjórnarformaður verður aöalverkefni Siguröar Helgason- arað fara með öll málefni stjórnar milli funda og undirbúa stjórnar- fundi. Ég mun hins vegar fylgjast með daglegum rekstri félagsins og gefa honum skýrslu um allt sem að honum lýtur. Verkaskipt- ingin er því nokkuö Ijós, en sam- starfiö verðureinnig talsvert." Góð sætanýting Ertu bjartsýnn á framtíð Flug- leiöa í samkeppni heima og heiman? 18

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.