Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.01.1985, Blaðsíða 25

Frjáls verslun - 01.01.1985, Blaðsíða 25
Gengisfelling síðari hluta ársins? Ef litið er til iðnaðarins, þá má skipta honum i þrennt i stærstum dráttum, það er iðnaö til útflutn- ings án stóriðju, stóriðju og heimamarkaðsiönað. Ef athugað ervægi einstakragreina innbyrð- is má nota ársverk sem mæli- kvarða, en sé það gert sést aö heimamarkaðsiðnaöur hefur um þrjá fjórðu hluta þeirra. Útflutn- ingsiönaður er með um einn tí- unda og stóriðja um 15%. Ef litið er lauslega á afkomu iðnaðarins á árinu 1984, má ráða að hagur heimamarkaðsiðnaðar- ins hafi vænkast frá árunum áöur, en launahækkanir innanlands sl. haust settu þar auövitað strik í reikninginn, eins og öðrum at- vinnugreinum. Þá er ennfremur talið að hagur útflutningsiðnaðar hafi batnaö framan af árinu 1984 og einnig er talið að afkoma stór- iðju hafi verið viðunandi, a.m.k. gekk rekstur járnblendiverk- smiöjunnar allvel, en tap varð á rekstri álversins, sem skapast af lækkandi álverði á heimsmark- aði. „Sama gerist með iðnaðinn. Hann mun þurfa að horfast i augu við kostnaðarbreytingar, miðað við stöðugt gengi og breytingar á kostnaði eru það örar að þetta mun leiða til þess að þörf verður á enn einum stóruppskurði síðari hluta ársins. Ég óttast það aö það þýði gengisfellingu að óbreyttu og síðan óvissu á vinnu- markaöinum. Þá er einnig rétt aö minna á það, að þaö sem iðnaðurinn þarf að glima við, er samkeppni við vörur sem fluttar eru inn frá Evr- ópu og skapar það vanda að Evr- ópumyntin hefur þróast með allt öðrum hætti en dollarinn. Á sama hátt má segja aö það hafi valdið þeim erfiðleikum sem flutt hafa út vörur á Evrópumarkað. Það er ekki litið atriði, samfara kostnað- araukningu okkar og verðbólgu," sagöi Magnús. Afkoma verslunar misjöfn Nokkuð erfitt er að fóta sig á afkomu verslunarinnar i landinu. Um afkomu hennar liggja tiltölu- elga litlar upplýsingar, þrátt fyrir að ýmsir aðilar i þjóðfélaginu full- yrði að verslunin skili miklum hagnaði. Auðvitað er hugsanlegt að einhverjar verslunargreinar séu mjög ábatasamar, en Ijóst er aö það á alls ekki við flestar eða allargreinarverslunarinnar. Ýmislegt bendir þó til að hagur verslunar hafi verið allgóður á árinu 1984, þar sem m.a. er talið að meðalálagning hafi ekki lækkaö sem hlutfall af vörukaup- um i smásöluversluninni í heild. „Hvað verslunina varðar, þá liggja ekki fyrir neinar beinar tölur þar, sem hægt er að átta sig á, hvaö afkomu áhrærir. Þó virðist vera aö afkoman sé mjög misjöfn eftir fyrirtækjum og svo aftur eftir verslunargreinum. Segja má að í matvöruversluninni, smásölu- versluninni, þar sem samkeppnin er feykilega hörð, er afkoman vafalaust i járnum viða. Þó er erfitt aö segja hvernig staðan er eftir árið 1984, því þetta er senni- lega fyrsta árið þar sem menn þurfa að aðlaga sig nýjum að- stæðum, miðað við aukið frelsi í verðlagningu. Á því sviöi á maður eftir að sjá hver afleiðingin verður. Það eina sem hægt er að segja með vissu, er það að neytandinn hefur hagnast á lækkuðu vöru- verði i kjölfar aukinnar sam- keppni,“ sagði Magnús. „Þó alltaf sé verið aö segja að verslunin græði, þá er ég ekki meö neinar tölur á borðinu, sem geta sagt mér það. Það eina sem hægt er að segja, er að staða matvöruverslunar í smásölu er óviss og ég er vantrúaður á það að þar sé góö afkoma, þar sem samkeppnin er mjög hörð. I hin- um greinunum, tel ég að staðan sé betri en hún hefur verið und- anfarið, en um það er erfitt að segja ákveðiö. Ef aftur á móti er litiö til þess- ara stóru þjónustuaðila, sem horft hefur verið á til og sagt að hafi hagnast verulega á undan- förnum árum, eins og skipafé- laga, þá er Ijóst að afkoma þeirra mun ekki verða neitt lík þvi sem hún var á árinu 1983 og maður á eftir að sjá að olíufélögin og ýmis af þessum stærri þjónustu fyrir- tækjum hafi sömu afkomu og þá,“ sagði Magnús Gunnarsson. 25
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.