Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.01.1985, Side 24

Frjáls verslun - 01.01.1985, Side 24
.A veröi neikvæð um 2,7% af tekj- um, eöa neikvæð sem nemur 220 milljónum króna. Ef á hinn bóginn er reiknað með 6% ávöxtun stofnfjár, þá má búast við nei- kvæðri rekstrarafkomu um sem nemur 5,8% af tekjum, sem jafn- gildir um 464 milljónum. Ef athugaðar eru einstakar stærðir í athugunum Þjóöhags- stofnunar, sem er áætlað rekstr- aryfirlit botnfiskveiðanna, miðað við mars i ár, sést að áætlaðar heildartekjur eru rúmir 8 milljarð- ar króna, en gjöld tæpir 7 milljarð- ar króna. Búist er við aö meðalafli á skipi muni nema um 2.840 tonnum og er þar átt við minni togara, en reiknað er með ivið meiri afla á stærri togarana. Forsendur i afla fyrir þessum niðurstöðum eru þær að reiknað er með 285 daga úthaldi minni togara, en 296 daga úthaldi stærri togara og meðalafli á út- haldsdag minni togara sé um 10 tonn, en stærri togara um 13 tonn. Aflasamdráttur Þeir reikningar sem notaðir eru við þessa athugun Þjóðhags- stofnunar eru frá Fiskifélagi Is- lands. Fjármagnskostnaöarmat byggir á ársgreiðsluaðferð og er vátryggingarverðmæti skipanna notað sem grundvöllur árs- greiöslu. Miðað er við 12 ára endingartíma fjárfestingar að við- bættu 10% álagi vegna rekstrar- fjár og jafnframt miðað við 10% hrakvirði. Tekin eru dæmi af tvenns konar upphæð raunvaxta, 3% og 6%. Ef litiö er til áætlaðs afla á þessu ári, er búist við að afli minni togara dragist saman um 2% á milli ára, en afli stærri tog- ara aukist á sama timabili um I, 5% frá árinu 1983 og ennfrem- ur er við þvi þúist að afli báta dragist saman um tæplega 6% fráárinu 1983. Hagnaður miðað við marsskilyrði 1985 Ef litið er til fiskvinnslunnar i heild, það er að segja frystingar og söltunar, kemur í Ijós að áætl- aöar heildartekjur eru rúmlega II, 8 milljarðar króna, en gjöld eru áætluð tæplega 10,5 milljarðar króna. Hvað rekstrarafkomuna varðar þá er þúist við að hagnað- ur fiskvinnslunnar nemi um 3,6% af tekjum, eða sem jafngildir um 430 milljónum króna, en í þessu dæmi er miðað við 3% ávöxtun stofn- og rekstrarfjár og miðaö við áætlað ástand i greininni i mars i ár. Sé hærri ávöxtunartal- an notið, 6%, þá er gert ráð fyrir hreinum hagnaði sem nemur um 316 milljónum króna, sem jafn- gildir hagnaði upp á 2,7% af tekj- um. Freykileg vandamál í útgerð „Ef við litum til tölulegra stað- reynda sem liggja fyrir, þá er Ijóst að útgerðin á við feykileg vand- ræöi að etja og erfitt að sjá fyrir hvernig þau mál eiga eftir að þróast. Með skuldbreytingarlán- unum fá menn aðeins tíma- bundna lausn, en hætt er við að vandinn eigi eftir að safnast sam- an og reynast mönnum erfiður," sagði Magnús Gunnarsson, framkvæmdastjóri VSI í samtali við Frjálsa verslun, þegar hann var spurður um afkomu helstu at- vinnuveganna á síðastliðnu ári. „Það sama má segja um fisk- vinnsluna, þar eru miklir erfiðleik- ar eins og stendur. Þó þar hafi afkoman heldur lagast, eftir þær þreytingar sem gerðar voru i haust, á gengi og slíku, þá eru kostnaðarhækkanirnar sem gert er ráð fyrir að falli á árinu það miklar með verðbólgunni, að maður óttast það að á miðju ári þrengist mjög að hjá fiskivinnsl- unni. í reynd og með tilliti til afla- samdráttar og stöðnunar i verð- um á erlendum mörkuðum, þá er ekki búist við betri tíð til handa fiskvinnslunni,“ sagði Magnús. „Kjarni málsins er raunveru- elga sá, að með uppstokkuninni í haust, eftir kjarasamningana, fóru menn gömlu leiðina, þeir deyfðu sjúklinginn en læknuðu hann ekki. Það var það sem gerð- ist í reynd. Það má segja að efna- hagslífiö hafi verið einsog eitur- lyfjasjúklingur, sem gengiö hafði i gegnum meöferð og var farinn að sjá dagsins Ijós á nýjan leik, en fór síðan út á horn og fékk sér n ýjan skammt af eiturlyfi. Þá sitja menn uppi með það að sjúkling- urinn er i vimu í smá tíma, en sið- an hefjast hörmungarnar aftur. Þetta er gífurlega mikill grundvall- arvandi i öllu efnahagskerfinu, að ekki skuli finnast leið til aö ná jafnvægi þar,“ sagði Magnús. J\ 24

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.