Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.01.1992, Side 30

Frjáls verslun - 01.01.1992, Side 30
RIKIDÆMI FJÁRHAGUR EVRÓPSKRA KÓNGA OG DROTTNINGA ER MJÖG MISJAFN EFTIR LÖNDUM TEKJUR TIGNA FÓLKSINS Flestir ímynda sér eflaust að kóngar og drottningar viti ekki aura sinna tal og vissulega er eðalborið fólk yfirleitt vel efnað. En það er mikill munur á auðæfum og aðstæð- um þessa fólks eins og fram kemur í meðfylgjandi upplýsingum um efna- hag evrópsks kóngafólks. BRETLAND: Elísabet Englandsdrottning er talin vera ríkasta kona í veröldinni en nákvæm- ar tölur um eignir hennar Iiggja ekki á lausu. Karl Bretaprins er líka afskaplega vel stæður. Sem dæmi má nefna að hagnaður- inn af hinum gífurlegu eignum hans, einn og sér, nemur rúmum 300 milljónum króna á ári. Hann hefur því tæpa milljón í tekjur á hverjum einasta degi. Prinsinn greiðir árlega tæpar 80 þúsund krónur í svokallaðan nefskatt og hann tók sjálfur upp á því að greiða um 77 milljónir króna á ári í tekjuskatt. Hvorki Karl né Díana prinsessa, eigin- kona hans, fá laun frá ríkinu. Þau verða sjálf að sjá um að greiða viðhald á heimili sínu og laun starfsmanna sinna en þeir eru um eitt hundrað talsins. BELGÍA: Baudouin Belgíukonungur greiðir skatt af einkaeignum sínum og þegar þar að kemur mun arftaki hans líka þurfa að greiða af þeim erfðaskatt. Konungurinn greiðir hins vegar engan skatt af launun- um, sem hann fær frá ríkinu, en þau nema rúmlega 140 milljónum króna á ári. Ástæðan er sú að fjármunina notar Baud- ouin til þess að greiða laun starfsliðs síns og viðhald tveggja halla í Brussel. TEXTI: JÓNÍNA LEÓSDÓTTIR Elísabet II Englandsdrottning er talin ríkasta kona í heimi. Nánasta flölskylda kóngsins er á launa- skrá hjá ríkinu en lifir einnig af leigutekjum af ýmsum húseignum og landareignum. DANMÖRK: Margrét Danadrottning fær árlega frá ríkinu um 300 milljónir íslenskra króna. Einkaeignir hennar eru síðan taldar nema um 900 milljónum sem þykir afskaplega lítið meðal fólks með blátt blóð í æðum. Drottningin þarf ekki að greiða tekjuskatt en hún verður að greiða öllu starfsfólki laun og sjá að nokkru leyti um viðhald kon- ungshallarinnar og annarra „konunglegra" húseigna. Nokkrar einkahallir eru í eigu dönsku konungsfjölskyldunnar ásamt landareign í suður Frakklandi. Það þykir hins vegar lítið ríkidæmi í samanburði við kóngafólk í öðrum Evrópulöndum. H0LLAND: Beatrix Hollandsdrottning er talin þriðja ríkasta kona veraldar. Einkaeignir hennar nema hvorki meira né minna en rúmlega 250 milljörðum íslenskra króna! Árlega greiðir ríkið drottningunni um 200 milljónir og eiginmaður hennar, Claus prins, fær um það bil 40 milljónir á hverju ári. Hollenski krónprinsinn, Willem Alex- ander, fær síðan frá hinu opinbera örlítið hærri upphæð en faðir hans. Eitthvað af þessum peningum fer þó aftur í ríkiskassann því Beatrix greiðir skatt en það er hemaðarleyndarmál um hvaða upphæðir er þar að ræða. Hins veg- ar hefur hollenska þingið veitt henni und- anþágu frá því að greiða tekjuskatt af fyrr- nefndum 200 milljónum frá ríkinu. Ríkið greiðir laun hins konunglega starfsliðs og sér algjörlega um viðhald á höllum fjölskyldunnar. NOREGUR: Haraldur Noregskonungur er fremur fátækur á kóngavísu. Samt eru einkaeign- ir hans, sem hann erfði eftir Ólaf föður sinn, metnar á 16 milljarða ísienskra króna. M.a. er um að ræða landareignir í Bretlandi — t.d. í Skotlandi, Hampshire og Sussex — að verðmæti um 6 milljarða. Einnig á Haraldur sjö hús í Noregi og hann hefur íjárfest rúmar fimmtíu milljónir króna í sænskum fyrirtækjum. Noregskonungur greiðir ekki skatta og því ættu laun hans frá ríkinu, um 190 millj- wmrnmmmmmmm 64

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.