Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.05.1995, Blaðsíða 20

Frjáls verslun - 01.05.1995, Blaðsíða 20
NÆRMYND Sigurður Gísli Pálmason, höfuð Hagkaupsfjölskyldunnar, í nærmynd: r HANN ER OHEFÐBUNDINN EN VERÐUGUR ARFTAKI Hann hefur veriö lítt áberandi ífjölmiðlum undanfarin ár. Engu að síður gnæfir hann yfir miklu veldi. Hver er hann eiginlega? igðurður Gísli Pálmason, höf- uð Hagkaupsfjölskyldunnar, hefur verið afskaplega lítt áberandi í fjölmiðlum undanfarin ár. Þótt umsvif fyrirtækisins hafi fætt af sér hveija forsíðufréttina á fætur ann- arri, t.d. eftir stofnun olíufélags og kaup á helmingshlut í Bónus, er hann h'tið gefmn fyrir athygli. Engu að síður spyr fólk: Hver er eiginlega þessi Sig- urður Gísli? VERÐUGUR ARFTAKIPABBA SÍNS Þegar Pálmi Jónsson, stofnandi Hagkaups, veiktist og sonurinn Sig- urður Gísli tók við fyrirtækinu gerð- ust hlutirnir mjög fljótt, kannski full- fljótt að mati sumra kunningja Sigurð- ar. Skyndilega var hann orðinn höfuð risafyrirtækis. En hann bjó að langri Hann hefur unnið mikið að því að setja sjálfum sér og fyrirtækinu langtíma- markmið og það hefur verið mjög gaman að fylgjast með honum takast á við þessi verkefni. Þar skiptir miklu að hann er afar vandvirkur og for- dómalaus, alltaf til í að skoða málin frá sem flestum sjónarhornum. Hann spáir mikið í framtíðina og lætur hlut- ina aldrei gerast af sjálfu sér, er alltaf virkur þátttakandi. Hann er alls ekki sú manngerð sem tekur bara úr kass- anum eftir daginn og segir allt í góðu. Hann axlaði geysilega ábyrgð mjög ungur og hefur alveg staðið undir því. Siggi er mjög meðvitaður um að önn- ur eða þriðja kynslóð í viðskiptum hefur stundum rifið allt niður sem fyrsta kynslóðin hefur byggt upp og einnig mjög meðvitaður um þá ábyrgð IHann er alls ekki sú manngerð sem tekur bara úr kassanum eftir daginn og segir allt í góðu. Hann axlaði geysilega ábyrgð mjög ungur og hefur alveg staðið undir því. reynslu af störfum í Hagkaup. Hann hafði lært af föður sínum að taka engu sem gefnu og huga ætíð að framtíð- inni; hvað tæki við. „Það er mjög erfitt að taka við svona stóru fyrirtæki og það þarf sterk bein til að þola velgengni. En Siggi hefur aldrei látið velgengnina stíga sér til höfuðs. Hann talar aldrei eins og einhver stórforstjóri, og er með báða fætur á jörðinni," segir gamall kunningi Sigurðar. Og fleiri taka í sama streng. „Það er ekkert sjálfgefið í lífi Sigga þótt fyrirtækið sé stórt og mikið. MYNDIR: KRISTJÁN EINARSSON sem á honum hvílir. Hann er verðug- ur arftaki pabba síns,“ segir Páll Dungal í Pennanum, einn af elstu vin- um Sigurðar Gísla. EKKIALINN UPP SEM PABBADRENGUR Sigurður Gísli er fæddur í Reykja- vík 13. ágúst 1954, sonur Pálma heit- ins Jónssonar, stofnanda Hagkaups og konu hans, Jónínu Sigríðar Gísla- dóttur húsmóður. Hann er elstur fjögurra systkina. Næstur er Jón, sem stjórnar Hofi með Sigurði, Ingi- björg Stefanía innanhúsarkitekt, og Lilja Sigurlína nemi. Sigurður er kvæntur Guðmundu Helenu Þóris- dóttur klæðskera. Hún er dóttir Þóris Jónssonar verslunarmanns og Hönnu Bjargar Felixdóttur húsmóður. Hér skal ekki farið út í ættfræði en gaman er að geta þess að Tómas Tómasson veitingamaður býr með Ingibjörgu Stefamu. Þá eru Sigurður og Siguijón Sighvatsson, kvikmynda- framleiðandi í Hollywood, svilar en Sigurjón er kvæntur Sigríði Jónu, systur Guðmundu. Þegar Sigurður Gísli var strákur bjó fjölskyldan í blokk í Álfheimum og hann gekk í Langholtsskóla. Hann var annars í sveit á sumrin og vann sem sendill í fyrirtækinu. Þótt Pálmi faðir hans, ávallt kenndur við Hagkaup, yrði síðar einn auðugasti maður landsins, var barningur á heimilinu fyrstu árin. Eftir að rést hafði úr kútn- um og fyrirtækið var farið að skila vænum arði lifðu foreldrar hans aldrei hátt né bárust á. Það sama var uppi á teningnum í uppeldinu. Sigurður var aldrei alinn upp sem pabbadrengur. Hann fór í MR en skólavistin þar gekk ekki átakalaust fyrir sig. Hann hefur lýst sjálfum sér sem gæruúlpu- komma á þeim tíma. Komst í and- stöðu við kerfið, sagði sig úr skóla og tók stúdentspróf utanskóla á „rétt- um“ tíma, árið 1974. Á menntaskóla- árunum fór hann fyrst til útlanda. Safnaði sér sjálfur fyrir ferð til Þýska- lands með vinnu í járnsmiðju. Þar vann hann í bjórverksmiðju ásamt Árna Sigurjónssyni, seinna hjá Svörtu og hvítu og Máli og menningu. Eftir stúdentspróf lá leiðin til Lon- don, í verlsunarfræði við Polytechnic 20
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.