Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.05.1995, Blaðsíða 42

Frjáls verslun - 01.05.1995, Blaðsíða 42
kaupa hlutdeildarskírteini í skammtímaverðbréfasjóðum. Skyndibréf eru verðbréf sem hægt er að kaupa og selja án kostnaðar fyrirvaralaust. Hluta mætti setja í ríkisvíxla sérstaklega það sem ætti að vera í eigu hans yfir áramót en ríkisvíxlar eru eignaskattsfrjálsir. Ríkisvíxla er auðvelt að kaupa og selja án telj- andi kostnaðar. í þessu tilfelli mundum við mæla með að setja helming í ríkisvíxla og helming í Skyndibréf. 3. Til að dreifa áhættunni er eðlilegt að langtímafjárfestingunni, eða 160 milljónum, sé skipt í erlend og innlend verðbréf, sem aftur er skipt í skuldabréf og hlutabréf. Eðlilegt er að mæla með að minnsta kosti Vz sé í erlendum verðbréfum og % í innlendum verðbréfum. Við mælum með að erlenda hlutanum sé fjárfest í hlutdeildar- skírteinum verðbréfasjóða sem íjárfesta í hlutabréfum. Skiptingin væri eftirfarandi. '/>, eða 17,7 millj- ónir væru í Asíu, 17,7 milljónir í Evrópu og 17,6 í Norður-Amer- íku. Innlendi hlutinn af langtímafjárfest- ingunni er 107 milljónir króna. Þar sem vextir eru frekar háir á Islandi og einstaklingur þarf að taka tillit til eignaskatts, virðist vera skynsam- legast að fjárfesta stærsta innlenda hlutanum í eignaskattsfrjáls skulda- bréf, eða um 80% sem eru um 85,6 milljónir króna og 21,4 milljónir, eða 20% í hlutabréf. Við mælum með að af þessum 85.6 milljónum fari 44 milljónir í húsbréf, sem gefa nú um 5,95% raunávöxtun, 20 milljónir fari í óverðtryggð þriggja ára ríkisþréf sem gefa rúmlega 9% ávöxtun og 21,6 milljónir fari í eigna- skattsfrjálsan verðbréfasjóð. Vinsælt er að mæla með að hluta- bréfaeign einstaklings sé skipt í sam- ræmi við hlutabréfavísitölu. Við mæl- um þó ekki með því á innlenda mark- aðnum, þar sem hann er enn mjög lítill og ófullkominn. í stað þess viljum við velja ákveðin fyrirtæki og er skipting okkar eftirfarandi. Eimskip 20%, Flugleiðir 20%, ÚA 10%, Grandi 10%, Hampiðjan 5%, Síldarvinnslan 10%, Sæplast 5%, íslandsbanki 10%, Marel 5% og 5% í Lyfjaverslun ís- lands. Með þessu móti erum við að dreifa hlutabréfaeigninni á fyrirtæki, skráðum á Verðbréfaþingi íslands, í sem flestum atvinnugreinum. Eins og kemur fram hérna fremst í greininni er nauðsynlegt að endur- skoða upphafleg markmið reglulega og setja sér ný og endurskoða heild- arfjárfestinguna með tilliti til að- stæðna hverju sinni. VÍB Verðbréfasafnið skiptist þannig að 75%, eða 150 m.kr., eru ávaxtaðar í innlendum markaðsverðbréfum og 25%, eða 50 m.kr., í erlendum mark- aðsverðbréfum. Innlendu verðbréfín eru í samræmi við vægi hvers flokks á verðbréfamarkaði en þó með nokkr- um frávikum. Vægi skuldabréfa ann- arra en húsbréfa er aukið lítilsháttar, en hlutabréf og húsbréf vega minna en raunverulegt vægi þeirra er. Er- lendu verðbréfm samanstanda af safni hlutabréfa og skuldabréfa frá 9-10 löndum og endurspeglar hvert safn markaðinn í hverju landi fyrir sig. Með því að dreifa verðbréfakaupun- um á þennan hátt má draga verulega úr áhættu safnsins. í innlendum skuldabréfum eru ávaxtaðar 130 m.kr. og eru skulda- bréf ríkissjóðs þar í meirihluta í sam- ræmi við hlutdeild þeirra á íslenskum skuldabréfamarkaði. Æskilegt er að hafa svo stóran hluta í ríkisverðbréf- um vegna öryggis og eignarskatts- frelsis. Einnig er fjárfest í skuldabréf- um banka, eignaleigufyrirtækja og Iðnlánasjóðs. Þær 20 m.kr. sem gert er ráð fyrir að eigi að vera í auðseljan- legum verðbréfum tilheyra innlenda hlutanum og eru ávaxtaðar í ríkisvíxl- um, bankavíxlum og stuttum spari- skírteinum. INNLEND HLUTABRÉF Fjárfest er í innlendum hlutabréf- um fyrir 20 m.kr. í fyrirtækjum skráðum á Verðbréfaþingi íslands og Opna tilboðsmarkaðnum. Hlutabréfa- vísitala VÍB, sem endurspeglar hluta- bréfamarkaðinn, er notuð sem við- miðun og keypt eru hlutabréf fyrir- tækja í samræmi við vægi þeirra í vísitölunni. í erlendum verðbréfum eru ávaxt- aðar 50 m.kr. Allri íjárhæðinni er ráð- stafað í „The Global Markowitz Port- folio“ sem er verðbréfasafn sem stjórnað er af CICM, dótturfyrirtæki Commerzbank í Frankfurt, en VÍB hefur átt gott samstarf við CICM í nærri sex ár. The Global Markowitz Portfolio er, eins og áður sagði, verð- bréfasafn hlutabréfa og skuldabréfa frá 9-10 löndum og endurspeglar hvert safn markaðinn í hverju landi fyrir sig. Eins og sjá má í meðfylgjandi töflu hefur raunávöxtun á þessu verð- bréfasafni verið að meðaltali 6,88% á ári sl. 5 ár. Ekki er hægt að spá með vissu um ávöxtun næstu 5 árin, en meðaltal ávöxtunar sl. 5 ár er vænt- anlega „besta“ spáin um framtíðar- ávöxtun. Meðaltals 3ja mánaða raunávöxtun hefur verið 7,11% sl. 5 ár og staðalfrávik 7.32%, en staða- lfrávik mælir stöðuleika ávöxtunar viðkomandi verðbréfasafns. Akveðið var, í samráði við lottó- vinningshafann, að fjárfesta ekki fyrir 20 m. kr. í svonefndum áhættuverð- bréfum þar sem ekki er sjálfgefið að aukin áhætta auki ávöxtun svo neinu nemi sé litið til langs tíma.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.