Alþýðublaðið - 12.09.1969, Page 12

Alþýðublaðið - 12.09.1969, Page 12
 TV ÍHRÓIIIR Ritstjóri: Örn Eiðsson íþróttir í sjónvsrpinu hafa veriS bæSi fjölbreyttar og skemmtilegar síSustu vikurnar. í vetur var sýnd frábær mynd um Jcsso Owens, spretthlauparann fræga frá leikunum í Berlín T936. Á mánudag var sýnd önnur frábær mynd, sem fjallaffi um hina óviffjafnanlegu sundkonu, Dawn Frase frá Ástralíu. Hún er handhafi átta olympískra verfflauna og 40 heimsmeta. Síðasfa opna golf- keppnin á langardag Síðasta opna golfkeppni sum- arsins verður á laugardaginn kemur, þann 13. september. Þá gengst Golfklúbbur Suður- nesja fyrir opinni tvímennings keppni á golfvelli klúbbsins í Leiru, og hefst hún kl. 2 e. h. Keppnin verður með svoköll- " uðu „best-ball“ fyrirkomulagi, | þannig að stig reiknast fyrir 1 betri árangur tvímenninga við 1 hverja holu. Skráning til ■ keppninnar hefst kl. 1 e. h. I á golfvellinum í Leiru. P LEIGA ÁIÞRÖTTA- MANNVIRKJUM LÆKKUÐ □ Borgarráð Reykjavíkur samþykkti nýlega tillögu, sem íþróttaráð borgarinnar hafði samþykkt einróma og lagt fyrir borgarráð varðandi leigu á íþróttamann- virkjum borgarinnar. í fundargerð bcrgarráðs segir svo um málið: Borgarráð fellst á þá sam- hljóða tillögu íþróttaráðs, að leigan verði 20% af söluverði aðgöngumiða, að innifalið i leigugjaldinu verði kostnaður við dyravörzlu og löggæzlu svo og vegna forsölu aðgöngumiða frá Laugardalsvelli og Mela- velli. Borgarráð telur rétt, að regl- ur um útgáfu boðsmiða á landsleiki verði samræmdar gildandi reglum um boðsmiða á. erlendar félagaheimsóknir. Ákvörðun gjalds til ÍBR sem tiltekins hundraðshluta af sölu verði aðgöngumiða er hins veg ar málefni iþróttahreyfingar- innar í Reykjavík og verður að ræðast á þeim vettvangi. Borgarráð vill fyrir sitt leyti stuðla að áframhaldandi eðli- legum samskiptum við erlend- ar þjóðir á iþróttasviðinu, í- þróttum til eflingar og áhuga- mönnum til ánægju, en einnig til tekjuöflunar fyrir íþrótta- mannvirki borgarinnar. íþrótta ráði er bví heimilað að gefa eftir vallarleigu umfram sam- þykkt ráðsins frá 22. júlí 1963 — allt að útlögðum kostnaði vegna kappleiks, ef tap verður á heimsókn, enda liggi fyrir uppgjör, samþykkt af íþrótta- ráði, áður en ákvörðun um eftirgjöf er tekin. Ef um röð leikja eða leiki yfir ákveðið keppnistímabil er að ræða, sem sami aðili stendur að, skal þessi heimild aðeins notuð, • ef um heildartap er- að ræða. íþróttaráð annast fram- kvæmd þessarar samþykktar. Þá var og samþykkt að sömu reglur gildi um leigu Laugar- dalshallarinnar og íþróttavell- ina. Brasilíu D Gengið hefur verið frá samkomulagi við Brasilíu um gagnkvæmt afnám vegabréfs- áritana fyrir ferðamenn miðað við allt að þriggja mánaða dvöl. Gengur samkomulag þetta í gildi hinn 28. nóvember n.k. Þurfa þá íslendingar ekki vegabréfsáritanir vegna ferða- laga til Brasilíu. — ÍA - ÍBK Á LAUGARDAG Vegna þátttöku 1. deildarlið- anna í hinum ýmsu Evrópu- keppnum hefur orðið að breyta nokkuð niðurröðun leikja frá því sem upphaflega var á- kveðið. Fimm leikir eru nú eft- ir í 1. deild, og fara þeir fram eins og hér segir y Laugardaginn 13. sept. ÍA — ÍBK á Akranesi kl. 4. ÍBA — ÍBV á Akureyri kl. 4 t Sunnudaginn 14. sept. KR—Fram í Rvík kl. 4 í Laugardaginn 20. sept. ÍA — ÍBV á Akranesi kl. 4 ' i Sunnudaginn 21. sept.; ÍBK — Valur í Keflav. kl. 4 Á sunnudaginn kemur þann I 14. september fara fram úrslit- " in á botninum í annarri deild. Pl' Þá leika HSH og Þróttur um j». það, hvort liðið skuli leika í 3. deild næsta sumar, og fer w leikurinn fram á Akranesi K kl. 4. I R Dregið í Dregið hefur verið um það, hvaða hð skuli mætast í 1. umferð Bikarkeppninnar, eftir að 1. deildar liðin koma inn í hana, og lítur leikjataflan: þannig út: ÍBV — Víkingur ÍBK a — ÍBV a Fram a — í A a Valur a- — Vestri ÍA b — ÍBA a Valur b — Völsungar KR a — FH b Selfoss — Fram b I Á pessari mynd sést iiið ágæta úrvalslið Evrópu sem sigraffi Ameríku- menn í Stuttgart í sumar. Þetta er mesta íþróttamíi, sem haldiff hefur veriff í V-Þýzkalandi. Meffal gesta á mótinu voru Heinemann, forseti \ S V-Þýzkalands, og Avery Brundage, forseti I0C.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.