Alþýðublaðið - 12.09.1969, Qupperneq 13

Alþýðublaðið - 12.09.1969, Qupperneq 13
MðTTIR Ritstjóri: Örn Eiðsson □ — Fjármagn er sá hlutur, sem okkur vanhagar mest um til þess að geta hrint mörgum af okkar á- hugamálum í framltvæmd, sagði Gísli Halldórsson, forseti íþróttasamhands íslands á fundi með frétta- mönnum í gær. Þess vegna höfum við ritað Mennta- málaráðuneytinu bréf og farið þess á leit við það, að styrkur okkar verði hækkaður verulega, eða um 1,6 millj. króna. Þetta er brýn nauðsyn, til að hægt sé að halda uppi síauknu starfi, samfara hækkandi verðlagi. Umsvif íþrótta fara sífellt vaxandi, sem dæmi um það viljum við geta þess, að 1958 voru iðkendur íþrótta hér á landi samkvæmt kennsluskýrsl- um 13840, en á síðasta ári voru þeir 28100. Styrkir hafa ekki hækkað í samræmi við verðlag og aukið starf. Fjölmennasta íþróttagreinin er knattspyrna, á síðasta ári voru þeir 7407, næst kemur handknattleikur með 5077 iðk- endur, frjálsíþróttir eru í þriðja sæti með 2792, sund 2594, Skíðaíþróttir 2S33, bad- minton 1707, körfuknattleikur 1587, fimleikar 1032. Iðkend- ur annarra íþrótta eru færri en 1000, en alls er lögð stund á 18 íþróttagreinar hérlendis að meira eða minna leyti. Á síðasta ári unnu um það bil 2000 íþróttaleiðtogar fórn- fúst starf (án launa) í stjóm- arnefndum, ráðum og öðrum störfum íþróttahreyfingarinn- ar. Þjálfarar voru 766, flestir ólau.naðir sjálfboðaliðar. Sem dæmi um síaukinn kostnað við iþróttastarfið má geta þess, að 1964 var rekstr- arkostnaður íþróttastarfsins 19,2 milljónir en í fyrra 40,5 milljónir. Vinna sú, sem 'sjálf- boðaliðar leggja af mörkum er örugglega annað eins, ef ekki meira. Knattspyrnan liefur flesta iffkendnr hérlendis. í öffru sæti ér handknatt leikur og í briffja frjálsar íbróttir. / / ER STÓRMÁL HJÁ ÍSÍ Iþróttir- fyrir alla er kjörorð sem Iþróttasamband íslands leggur mikla áherzlú á, ekki að' eins í orði,' heldur og í verki. Á vegum fnamkvæmdcLnefnd-- ar ÍSI, er starfandi nefnd, sem vinnur nánar að þessum mál- um, en formaður hennar er Þor valdur Árnason. Evrópuráðið lætur mörg menningarmál til sín taka og meðal annars líkamsrækt. — Þeir Þorvarður Árnason og Hermann Guðmundsson hafa setið ráðstefnur .um „Trim“, eins ng það' er kallað •ellendís, eða íþróttir-fyrir alla, en ráð- stefnurítar hélt Evrópuráðið. Margt fróðlegt kom í ljós á þessum ráðstefnum. Þær þjóð- ir, Sem fremst stánda í þessum efnum eru Norðmenn, Svíar, Þjóðverjar, Hollendingar og Framhald á bls. 10. Keppni unglinga og .ckfunga' í golfi Nýlega er lokið eldri flokka keppni Golfklúbbs Reykjavík- ur og var keppt um bikar sem Félagsbókbandið h.*f. gaf árið 1964. Þetta er mjög veglegur silfurbikar og hefur oft verið háð hörð keppni um hann, en sennilega aldrei harðari en nú, en handhafi bikarsins, Ingólf- ur Isebarn vann hann bæði ár- in 1967 og 1968. Úrslitin urðu þau að Ingólfur vann keppnina — 36 holur — og þar með bikarinn til eignar. Ingólfur lék 36 holurnar í 186 höggum, sem má teljast mjög góður árangur þar sem veður var slæmt með an keppnin stóð yfir. Annar varð Sigurjón Hallbjörnsson með 200 högg. Þeir fengu einn- ig aukaverðlaun. Sigurvegari með forgjöf varð Ragnar Stef- ánsson, en hann lék 36 hol- urnar á 159 höggum nettó, en Ingólfur Isebarn varð annar, á 162 höggum nettó. Meistarakeppni unglinga hjá Gölfklúbb Reykjavíkur er og nýlega lokið. Meistari frý. 1968 Frh. á 10. síðu. Íbróttahátíð með á íslðndi Eins og skýrt hefur verið frá í blaðinu áður efnir ÍSÍ til mikillar íþróttahátíðar næsta ár í tilefni þess að 50. íþrótta þing verður háðT Keppt verður í og sýningar haldnar í öllum íþróttagreinum, sem hér er lögð stund á. Íþróttahátíðin verður tví- þætt, á Akureyri fer fram vetraríþróttahátíð dagana 28. febrúar til 8. marz. Þar verður á dagskrá skíðaíþróttir, skauta- íþróttir, listhlaúp, hraðhlaup, íshokký og ýmislegt fleira, •— sleðakeppni, skautasýningar og„ „bowling." 1METÞÁTTTAKA AÞENU Sumaríþróttahátíðin fer fram g í Reykjavík, aðallega í Láug- ardal dagana 5. til 11. júlí og S verður keppt í eða sýningar ■ haldnar í eftu-töldum íþrótta- B greinum: glímu, badminton, gg blaki, borðtennis, frjálsum í- H þróttum, golfi, handknattleik, 9' judó, knattspymu,- körfuknatt- leik, kastíþróttum, leikfimi, lyft 9 ingum, róðri, skotfimi, sundi, S skylmingum og tennis. í athug- ■ un er einnig að lceppa í sigling n uffi og sjóskíðum. Gert. verður sérstakt merki 1 fyrir báðar íþróttahátíðirnar. " Framhald á bls. 10. P Metþátttaka verður í Evrópu meistaramótinu í frjálsum í- þróttum sem hefst í Aþenu þriðjudaginn 16. september. Þátttökuþjóðirnar eru 30. Fyrsta Evrópumótið fór fram í Torino 1934 með þátttöku 23 þjóða. 1938 var Evrópumótið tvískipt, karlar í París 24 þjóð- ir og konur i Vín 13 þjóðir. Árið 1946 var mótið haldið í Osló, 20 þjóðir tóku þátt. fs- land var með í fýrsta sinn og Gunnar Huseby varð Evrópu- meistari í kúluvarpi. í Brúss- el fjórum árum síðar var þátt- tökuþjóðin 21 og aftur varð Gunnar Huseby Evrópumeist- ari og Torfi Bryngeirsson í langstökki. í Bern voru 23 þjóð ir 1954, 26 þjóðir í Stokk- hólmi 1958, og í Belgrad og í Búdapest 1962 og 1966 voru þær 29. SYNDiÐ 200

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.