Alþýðublaðið - 12.09.1969, Síða 14

Alþýðublaðið - 12.09.1969, Síða 14
14 Alþýðublaðið 12. september 1969 ar, og þegar ég fór að spyrja hanrr spjörunum úr um ástæðuna fyrir því, að hann hefði föt Benediktu í sinni vörzlu, fór hann mjög hjá sér, og sagði, að þau hefðu farið í sund í Nauthólsvík. — Ja, ekki spyr ég að, sagði frænka. — Þau skiptu um föt í bílnum og fóru að synda. Hann sagði, að han nhefði síðast séð til hennar lengst úti á flóa. En fötin skildi hún eftir. í bílnum hans og að landi kom húrr ekki, þótt hann biði hennar þar f tvo klukkutíma. -— Hún hefði getað drukknað! — Það var nú einmitt það, sem pilturinn ótt aðist og því var hann kominn til að ger^ hreint fyrir sínum dyrum. Þú sérð þá betur nú en áður, að það er ekki að ástæðulausu, sem ég hef áhyggjur út af [ þeim tryliingi og villingi sem virðist hlaupinn í Benediktu. Ef einhver getur átt við telpuna, ert það j Þú. — Ég verð víst að reyna það, væni minn. Frænka er tveim árum eldri en pabbi, og hefur alltaf komið fram við hann eins og litla barnið sitt, þótt ég sé enn meira litla barnið hennar. Satt að segja lítur hún á pabba sem skólastrák en mig eins og leikskóla barn. — Ef hún hlýðir mér ekki í einu og öllu, tek ég fyrir vasapeningana hennar og geri hana arf- lausa. Hún er alltof háð peningunum til að hlýða ekki, ef henni er hótað þessu. Svo að svona ætluðu þau að hafa það! — Þú lætur hana ekki fá einn eyri hér eftir, væni minn, og ég sé um hana. Það var svei mér gott, að ég var ekki búin að leggja peningana inn á hennar nafn áður en hún sleit trúlofuninni. — Hvað ætlarðu að gera? spurði pabbi. — Ég hef einfaldlega hugsað mér að bjóða telp- unni með mér upp í sumarbústað. Hún hefur gott aí að liggja þar í sólinni og hvíla sig ögn, áður en hún ákveður, hvað hún ætli að gera. Svo kynni ég hana í rólegheitum fyrir vini mínum, og það má mikið vera, ef ekki fer vel á með þeim. Ég tók símann ósköp rólega úr sambandi, því að mig langaði ekki til að heyra framhaldið af samtal- inu. En ef pabbi og frænka halda, að þau geti neytt mig til að giftast einhverjum lúsablesa bara vegna þess, að hann er ráðríkari og frekari en ég, þá skjátlast þeim illilega. Svo mikið bein í nefinu hef ég enn og það skal enginn fá að ráða minni framtíð. Ég ræð mér sjálf. Ef það hefði nú verið hann vinur minn 'á trillunni, þá.... En mér finnst vond hrá fisklykt og ég get ekki hugsað mér að giftast sjómanni. Annars var hann. ágætur. , 4. KAFLI. Daginn eftir, þegar ég kom heim, vöru þau öl! mætt. Hákon, Friðmey, Jngveldur frænka og faðjr I Smáauglýsingar 10 INGIBJÖRG JONSDOTTIR minn. Þegar ég kom inn í stofuna, sá ég á þeim, að p þau vissu ekki, hvort þau ættu að vera reið, undr-1 andi eða hneyksluð. — Er fjölskylduráðstefna hérna? spurði ég og I það sauð niðri í mér hláturinn, því að ég hafði § ákveðið að gera mit bezta til að hneyksla þau, enda « held ég, að það hafi tekizt með sóma. — Hvað hefurðu gert, Benedikta? Hvað hefurðu f makað í kringum augun á þér? Sóti? Og þú hefur m litað á þér hárið eldrautt! Gremjan sauð svo í pabba, | að það mátti ekki á milli sjá, hvort var rauðara. 1 Andlitið á honum eða hárið á mér. n — Þú minnir mest á reiðan föður í nútíma kvik I mynd, pabbi. Veiztu ekki, að allar stelpur mála sig í 1 kringum augun í dag? | — Þær gera það, sagði Friðmey, — og hirrgað I til hefur þú ekki látið þitt undan liggja, en nu ertu 1 blátt áfram með þykkt lag af skuggum og strikum. 1 — Og hárið á þér.... stundi Hákon. I .— Finnst ykkur það ekki fallegt? Það segja allir, ■" að það klæði mig mikið betur að vera rauðhærð! 1 — Þú lítur næstum því út eins og ein af vand- 1 ræðatelpunum mínum, sagði Ingveldur frænka hin hressasta. — Þær kunna ekki heldur að nota snyrti- I vörur. — Ef þú vilt endilega láta svona mikið á þér bera, " sagði pabbi, verð ég að játa, að mér.... — Þú þarft ekki að segja það, pabbi, sagði ég I og skemmti mér enn betur. Svo að þau ætluðu að neyða mig til einhvers! Hvernig ætli indæla ákveðna B manninum hennar Ingveldar frænku hefði litizt á mig I núna? Ha, ha, allt var þetta með ráðum gert. — Þú ætlaðir að segja, að þér þætti það ekki sæma I fyrir mann í þinni stöðu að eiga dóttur, sem liti | svona út. Nú, jæja, ef ykkur lízt svona illa á mig, _ skal ég bara fara út aftur. Það lízt flestum vel á mig I svona. — Eins og hverjum? spurði faðir minn. m — Eins og honum Halla t.d., sagði ég. Ég hafði 1 alls ekkert hitt Halla, og hafði heldur ekki hugsað g mér að yrða á hann þótt ég hitti hann, en það var h gaman að hreyksla þau. Svo þau héldu, að þau gætu 1 ráðið yfir mér! B — Við skulum taka þessu öllu með ró, sagði Ing- ■ veldur frænka og nú talaði hún við mig í nákvæm- fl lega sama tón og hún notaði við vandræðastúlkurnar fl sínar, þegar hún var að reyna að fá þær til að gera « eitthvað, sem hún bjóst við, að þeim þætti ógeðfellt. 1 — Ég kom nú hingað bara til að spyrja hann pabba fl þinn, hvort þú vildir ekki koma með mér í sumarbú staðinn og, vera þar í nokkrar vikur. — Og þurfti að halda fjölskyldufund um málið? spurði ég hvassyrt. —Þetta er enginn fjölskyldufundur, sagði frænka f sáma blíða,, en þó ákveðna málrómnum. — Ég held, að hvorki Friðmey né Hákon hafi vitað, að I I I trésmíð aþ j ónusta Látið fagmann annast viðgerðir og vlð!hald á tréverki húseigna yðar, ásamt breytingum á nýýu og eldra húsnæði. — Sími 41055. VOLKSWAGENEIGENDUR! Höfum fyrirliggjandi: Bretti — Hurðir — Véiarlok — Geymslulok á Voikswagen í allflestum litum. Skiptum á einum degi með dagsfyrirvara fyrir á- kveðið verð. — Reynið viðskiptln. Bílasprautun Garðars Sigmundssonar, Skipholti 25, Símar 19099 og 20988. GLUGGAHREINSUN og rennuhreinsun. VönduS eg góð vinna. Pantið í tíma í síma 15787. BIFREIÐ A STJÖRAR Gerum við allar tegundlr blfreiða. — Sérgrein: hemlaviðgerðir, hemlavarahlutir. Hemlastilling h.f., Súðavogl 14, Sími 30135. BÓLSTRUN — SÍMI 83513. Hef flutt að Skaftahlíð 28, klæði og geri við bólstruð húsgögn. Bólstrun Jóns Ámasonar, Skaftaihlíð 28, sími 83513. Munið Nýþjónustuna Tek að mér allar minnLháttar viðgerðir og klæðningar á bólstruðum húsgögnum í heima húsum. — Upplýsingar í síma 14213 k'l. 12— 1 og 7—8 á kvöldin. AGNAR ÍVARS, húsgagnabólstrari. ..—.. .. "'l " ———— M PÍPULAGNIR Tek að mér viðgerðir og uppsetningu á hrein lætistækjum, frárennslis- og vatnslögnum. Guðmundur Sigurðsson Sími 18717 Jaröýtur - Traktorsgröfur Höfum til leigu litlar og stórar jarðýtuæ traktorsgröf- ur og bílkira'na, til allra framkvæmda, liman og utan borgarinnar. Jarðvinnslan sf. Síðumúla 15 — Símar 32480 — 31080. Heimasímar 83882 — 33982. MATUR OG BENSIN allan sólarhringinn. Veltingaskállnn, Gelthálsl.

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.