Helgarpósturinn - 15.05.1995, Blaðsíða 7

Helgarpósturinn - 15.05.1995, Blaðsíða 7
 FRETTIR Bindindismaðurinn Bender sýbnaður • Héraðsdómur Reykjavíkur hefur sýknað þá Gunnar Bender, ritstjóra Sportveiðiblaðsins, og Pál Magnússon, fyrrverandi rit- stjóra Morgunpóstsins, af kæru um brot á lögum um birtingu áfengisauglýsinga. Lögreglustjóraembættið í Reykjavík hafði kært birtingu rit- stjórnarefnis um áfengi í báðum þessum blöðum og taldi að um auglýsingar væri að ræða. Hér- aðsdómari taldi hins vegar svo ekki vera og byggði meðal ann- ars á eindreginni neitun ritstjór- anna. Taldi dómarinn að ákæru- valdið hefði ekki getað fært sönnur á að ofangreind umfjöll- un væri að undirlagi innflytjenda áfengisins. „Þetta sýnir bara að þarna var hlutlaus umfjöllun sem við mun- um halda áfram. Ég vona að menn hætti að kæra fyrir þessa hluti, enda í þriðja eða fjórða skipti sem menn eru sýknaðir í málum sem þessum,“ sagði Gunnar Bender, ritstjóri Sport- veiðiblaðsins. Þess má geta að yfirlögfræðingur hjá embætti iögreglustjóra í Reykjavík, Sturla Þórðarson, lýsti því yfir í réttinum að málinu yrði ekki fylgt eftir til Hæstaréttar. Síðan þessi mál komu upp hafa fleiri blöð birt efni um áfengi eins og til dæmis Morgun- blaðið. Þá er haldið úti heilu síð- unum þar um vínsmökkun og vínrækt þar sem birtar eru myndir af tilteknum víntegund- um. Þá má ekki gleyma því að dag- lega er selt mikið magn erlendra tímarita í samkeppni við inn- lend, sem eru full af óumdeilan- legum áfengisauglýsingum.B Gunnar Bender, ritstjóri Sport- veiðiblaðsins, undirbýr næstu um- fjöllun um áfengi í blaði sínu. Þess má geta að Gunnar hefur verið bindindismaður alla tíð en segist gera þetta til að þjónusta lesendur sína. BYGGINGAR SEM GARÐAR HALLDORSSON HEFUR UNNIÐ SEM HÚSAMEISTARI ERU MEÐAL ANNARRA — Geðdeild og K-bygging Landspítalans — Háskólabyggingarnar Lögberg og Læknagarður — Nýbygging Listasafns íslands — Flugstöð Leifs Eiríkssonar — Kirkja og Snorrastofa í Reykholti — Endurbygging Þjóðleikhússins — Endurbygging Bessastaða (ásamt Þorsteini Gunnarssyni) ástæðan fyrir hinum háa hönn- unarkostnaði, sem hefur þótt einkenni á verkefnum Garðars. Samkvæmt áliti þessa arkitekts má gera ráð fyrir að Garðar hafi milljónatekjur á ári hverju af störfum sínum utan embættis húsameistara. HÚSAMEISTARISAMMÁLA BREYTINGUM A EMBÆTTINU Varðandi hugmyndir arkitekta um breytingar á embætti húsa- meistara sagði Garðar síðan að forsætisráðherra hefði svarað fyrirspurn um efnið á síðasta Al- þingi og þar hafi komið fram að ætlunin væri að embættið hefði í framtíðinni tvö meginverkefni á sinni könnu, annars vegar eign- aumsýslu og hins vegar umsjón með hönnun annarra aðila, sem ynnu fyrir hið opinbera. Þessar breytingar ættu að verða „áður en langt um líður“ eins og það er orðað og segist Garðar vera þessum hugmyndum sammála. Ekki er því annað að sjá en að húsameistari og arkitektafélagið séu sammála í stórum dráttum um breytingar á eðli embættis- ins.B mætti líkja sínu dæmi við lækna á spítulum sem væru með einka- rekstur úti í bæ eða fréttamann sem skúrar góif í aukavinnu og svo framvegis. Varðandi þá gagnrýni „óbreyttra" arkitekta, að hann væri að taka verkefni frá mönn- um þegar verkefnaskortur væri í stéttinni, sagði Garðar að allt eins mætti segja að ef þeir arki- tektar, sem reka eigin stofur og vinna mikla yfirvinnu, minnkuðu við sig fengju fleiri tækifæri til starfa. Hann sagði að engir hags- munaárekstrar ættu sér stað milli embættisins og einkastarf- semi hans og að hann væri á engan hátt að sinna verkefnum prívat, sem mögulega hefðu get- að verið á hendi embættisins. Arkitekt í einkarekstri, sem inntur var álits á ummælum Guðni Palsson, formaður Arki- tektafélags íslands, segir um- fangsmikla aukavinnu Húsameist- ara ríkisins óeðlilega. Garðars, sagði það algjörlega óþolandi að Húsameistari ríkis- ins væri að gefa í skyn að hægt væri að sinna stórverkefnum uppá hundruð milljóna króna, svipuðum þeim og Garðar hefur fengist við í hjáverkum á kvöld- in og um helgar. Hann taldi úti- lokað að hægt væri með þeim vinnubrögðum að sinna slíkum verkefnum á viðunandi hátt og að menn hlytu að spyrja sig hvort hér væri ef til vill komin BYGGINGAR SEM GARÐAR HALLDÓRSSON HEFUR UNNIÐ SJÁLFSTÆTT ERU MEÐAL ANNARRA — Systraheimili í Garðabæ (nunnuklaustur) — Valhöll, hús Sjálfstæðísflokksins (ásamt öðrum) — Viðbygging við Hótel Sögu — Breiðablik, fjölbýlishús fyrir aldraða — Fiskvinnsluhús fyrir Granda hf. — Skrifstofuhús á Suðurlandsbraut (ásamt Ingimundi Sveinssyni) — Hótel við Skúlagötu fyrir Eimskip (ásamt Ingimundi Sveinssyni), óbyggt — Landakotsspítali, ýmis viðhaldsverkefni — Frystigeymsla í Sundahöfn fyrir Eimskip — Stjórnsýslubygging Korngörðum 1 -3, breytingar Breytingar á PÓLITÍSKU BLÖOUNUM Þvi hefur verið haldið fram að breytingar séu framundan á pótitísku blöðunum, Ttmanum, Al- þýðublaðinu og Vikublað- inu. Reyndar mun vera búið acI ákveða að halda útgáfu Vikublaðsins áfram í óbreyttri mynd um skeið, en Steingrimur J. Sigfússon formanns- frambjóðandi mun vera áhugasamur um áfram- haldandi útgáfu. Meiri óvissa rikir um dagblöð- in, en blaðstjórn Atþýðu- blaðsins hefur verið að funda um framtíðina. Er hugsanlegt að eitthvað verði dregið saman í rekstri blaðsins. Þá er Ijóst að miklar manna- breytingar eru framund- an hjá Tímanum en þar eru menn að rýna í reksturinn, nú einu og hálfu ári eftir að DV- menn tóku við blaðinuM Halldór Blöndal veiddi í Kjarrá með frændum sínum. Ráðherrar í VEIÐIFERÐ Vegna umrœðunnar um skaðabótalögin hafa menn orðið til að rifja upp veiðiferð frá því í lok júlí síðasta sumar þegar við Kjarrá mátti sjá fríðan hóp manna. Voru þar forkólfar Sjó- vár- Almennra, þeir Ein- arSveinsson, Benedikt Sveinsson og Sigurjón Pét- ursson. Þar með þeim voru ráðherrarnir Hall- dórBlöndal, sem einnig er af Engeyjarœttinni, og margnefndur Þorsteinn Pálsson dómsmálaráð- herra. Með í för voru makar en um var að rœða þriggja daga veg- lega veiðiferðM

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.