Helgarpósturinn - 15.05.1995, Blaðsíða 14

Helgarpósturinn - 15.05.1995, Blaðsíða 14
IÞROTTIR KR-ingur hjá Bayern Múnchen samnng • Andri Sigþórsson, sem verið hefur á samningi hjá unglingaliði Bayern Munchen undanfarnar tvær leiktíðir, hefur verið meiddur síðustu vikur eftir að hann reif sin í rist, en segist búast víð að verða bú- inn að jafna sig eftir viku. Um þessar mundir er best verði á kosið. verið að ganga frá áfram- Ungiingalið Bayern hef- haldandi samningi hans ur þegar unnið sína hér- við félagið og segir Andri aðsdeild, þrátt fyrir að forráðamenn þess hafa ein umferð sé eftir, og lýst áhuga á að halda mun taka þátt í svoköll- honum og ætli að funda uðu Meistaramóti Þýska- með honum í næstu viku. lands, en í því taka þátt Auk þess að leika með sextán lið er öll hafa unn- ungiingaliðinu hefur ið samsvarandi héraðs- Andri verið að leika með deildir. Mótið, sem er varaliði félagsins. Hann með útsláttarfyrirkomu- lætur mjög vcl af veru lagi, hefst um mánaða- sinni hjá þessu viðfræga mótin og mæta Bæjararn- stórfélagi enda segir ir Dortmund í fyrsta hann aðstæður eins og leik.B Vann titilinn ári of snemma • „Við verðum bara að vinna titilinn aftur á næsta ári,“ sagði Jack Walker, einn aðaleigandi Blackburn, við fréttamenn eftir leikinn við Liverpool í gær, en Walker segir að samkvæmt áætlun hafi Blackburn átt að vinna titilinn á næsta ári. „Hjartað í mér stoppaði þegar Redknapp skoraði í lok leiksins. Ég gat bara ekki trúað því sem var að gerast, en þá sagði nálæg- ur fréttamaður mér að United hefði ekki tekist að sigra West Ham. Þetta er kraftaverk," sagði Walker og þurrkaði burt gleði- tár. áHQRFENDUR Á ANFIELD FRABÆRIR Áhangendur Liverpool voru í dálítilli klemmu, því þótt þeir vildu að sjálfsögðu ekki að lið þeirra tapaði gæti sigur þeirra manna þýtt að erkióvinurinn, Manchester United, stæli sigrin- um á síðustu stundu með sigri á West Ham. Og því til viðbótar var það sjálfur Kenny Dalglish, fyrrverandi leikmaður og fram- kvæmdastjóri Liverpool, sem var í heimsókn með lið sitt, en hann hefur alltaf notið gífurlegra vinsælda á Anfield Road og höfðu menn safnast saman utan við leikvanginn fyrir leikinn til að fagna Dalglish við komuna til leiksins. Og áhorfendur á Anfield sýndu frábæra framkomu að leik lokn- um og hylltu leikmenn Black- burn sem hina nýju meistara þegar þeir tóku við bikarnum. „Þeir voru stórkostlegir," sagði Dalglish eftir leikinn um áhorfendur.H Rússum S-Kórea - Tékkland Sviss - Kúba Þýskaland - Hvíta-Rússland Króatía-Túnis Egyptaland - Rúmenía Frakkland - Spánn Svíþjóð - Alsír Sextán liða úrslit hefjast á þriðjudag. íslendingar leika gegn Rússum í Laugardalshöll klukk- an 20.00 á þriðjudagskvöld.B Stund milli stríða. Keppinautarnir Bjarni Fel og Valtýr Björn gáfu sér tíma til að spjalla í miðri orrahríð HM. Forysta Real Madrid minnkar um eitt stig Á sunnudag sóttu Madridingar heim lið Oviedo en gerðu ekki góða ferð, því þeir máttu Jjola tap, 3-2. Staðan var jöfn þegar tvær mínútur voru til íeiksloka. Deportivo Coruna tókst ekki nema að hálfu leyti að nýta sér þetta tækifæri til að minnka for- skot Real Madrid, því þeir gerðu markalaust jafntefli við Sevilla á laugardag. Forysta Real er nú sex stig, en bæði þessi lið eiga eftir að leika fimm leiki. Erfitt er að ímynda sér að Madridingar misstígi sig svo hrapallega á endasprettinum að þeim takist að klúðra meistara- titlinum út úr höndunum. Allt gengur á afturfótunum hjá Barcelona og þeir máttu láta sér lynda jafntefli á Nou Camp gegn Celta frammi fyrir 78.000 áhorf- endum, sem er reyndar lélegasta aðsókn að heimaleik liðsins á þessari leiktíð. Börsungar eru nú tíu stigum á eftir Real Madrid og er jafnvel Evrópusæti þeirra í hættu.H • Urslitin í leikjum helgarinnar ollu handboltaaðdáendum mikl- um vonbrigðum og íslenska liðið endaði í þriðja sæti í sínum riðli. Það er Ijóst að þetta átti ekki að fara svona. Menn spyrja sig: Hvar er undirbúningurinn? Hið ráðleysislega spil liðsins ber varla vott um skipulegan undirbúning en líklega hefur ís- lenska liðið haft lengstan undir- búningstíma allra liða sem hér eru að keppa. Og ekki vantaði áhorfendurna. Það var bara eins og íslenska liðið gæti ekki meðtekið stuðning þeirra. Um áramótin valtaði íslenska liðið yfir það þýska, sem vinnur sinn riðil með fullu húsi stiga. Fjarvera Zerbe þá skýrir ekki muninn. Umsagnir þeirra sérfræðinga sem talað var við má draga sam- an í eftirfarandi: Menn fara ekki eftir settum línum. Sóknarleik- urinn er ráðleysislegur. Mark- varslan hefur brugðist. Sífelld- ar breytingar hafa slæm áhrif. íslenska liðið verður að fara að dæmi fyrirliða síns, Geirs Sveinssonar, sem er eini maður- inn sem getur borið höfuðið hátt þessa dagana. Þjálfarinn verður að taka sig saman í and- litinu og ákveða hvaða menn eiga að taka af skarið, hann verður að leggja ábyrgð á fleiri en fyrirliðann — en umfram allt: íslenska liðið verður að byrja að leika íslenskan handbolta, þandbolta: sem leikmenn hafa gaman af að spila og handbolta sem liðið þekkir. ÞQRGILS ÓTTAR MATHIESEN, FYRRVERANDILANDSLIÐS- MAÐUR: „Þessir tveir síðustu Ieikir hafa ekki verið nægilega góðir, langt frá því. Með slíkri spila- mennsku vinnum við ekkert lið í sextán liða úrslitum, sama hvaða lið það er. En það er hægt að snúa blaðinu við. Það býr meira í þessu liði.“ CftTLI HILMARSSON, FYRRVER- ANDILANDSLIÐSMAÐUR: „Ég er ekki nógu ánægður með leik liðsins. Menn leika langt undir getu. Það er eigin- lega bara Geir sem leikur eðli- lega. Sóknar- og varnarleikur hefur brugðist og markvarslan náttúrulega líka. Ég bjóst við meiru. Nú er þetta bara einn leikur og við eigum jafna mögu- leika gegn hvaða liði sem er.“ Þ0RBJÖRNJENSS0N, FYRR- VERANDILANDSLIÐSMAÐUR: „Frammistaðan hefur ekki verið eins og fólk reiknaði al- mennt með. það er nú einu sinni þannig að það er ekki hægt að ganga að neinu vísu í íþróttum og J)að á náttúrulega við um handboltann líka. Ég held að lið- ið hafi ekki náð að sýna sitt rétta andlit miðað við getu og því hefur þetta farið svona. Ég get alveg liugsað mér að við vinnum í sextán liða úrslitum, sama hvaða liði við mætum. Ég sé engin vandkvæði á því. Liðið getur allt eins sprungið út í þeim leik.“ CUNNAR GUNNARSSON, FYRR- VERANDI LANDSLIÐSMAÐUR: „Liðið hefur náttúrulega ekki verið nógu sannfærandi. Það eru gríðarleg vonbrigði að hafa að- eins náð þriðja sætinu í riðlin- um. Sóknarleikurinn hefur verið ansi vandræðalegur, enda gera menn ekki það sem fyrir þá er lagt og á þetta séstaklega við um leikstjórnendurna, sem eiga að stýra spilinu. Varðandi sextán liða úrslitin, þá skiptir andstæð- ingurinn ekki höfuðmáli heldur þarf að ná því fram í liðinu sem er til staðar. Menn þurfa að ná upp sjálfstrausti og ekki óttast leikinn á þriðjudag. Pressan frá þjóðinni er mikil og strákarnir náttúrulega allir af vilja gerðir.“ I BJORfiVINSSON, FYRRVERANDI LINUMAÐUR LANDSLIÐSINS: „Þetta verður mjög erfitt á þriðjudaginn. Við höfum ekki náð að finna rétta liðið og þess-

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.