Helgarpósturinn - 15.05.1995, Blaðsíða 12

Helgarpósturinn - 15.05.1995, Blaðsíða 12
 MANUPAGUR 15. MAÍ 1995 með Freyju Jónsdóttur VlKAN 15. - 21. MAI HRUTURINN Þaö skiptir þig miklu máli núna að klæðast fötum í uppáhaldslit- unum þínum. Stjaman Mars hef- ur ríkjandi áhrif á þig og þú þarft að koma betri reglu á hlutina í kringum þig. Ef þú ert í skóla býðst þér tækifæri til að fara í gleðskap um helgina en taktu ekki þátt í neinni vitleysu. NAUTIÐ Þér hættirtil að horfa um öxl til helgarinnar sem var að líða en þú ættir ekki að tefja þig á sliku held- ur horfa fram á veginn. Á fyrstu dögum vikunnar eiga giftir á hættu að verða ósammála makanum. En stjörnurnar eru þér hagstæðar og vissulega fara góðir dagar i hönd hjá flestum nautum. TVÍBURINN Þér á eftír að líða vel í þessari viku og sjaldan á þér eftir aö leiðast. Merkúr hefur góð áhrif á gerðir þínar og þú finnur fyrir mikilli dýpf í sjálfum þér og átt betra með að taka ákvarðanir en áður. Þú skynjar umhverfið á mjög rikulegan hátt. KRABBINN Framan af vikunni gætir sterkra áhrifa tunglsins á þig og þú átt eftir að verða spenntur en um leið hlaðin(n) orku. Ef þú getur beint orkunni inn á réttar brautir ætti þér að verða mikið úrverki. Helgin verður góð og þú átt eftir að sinna heimilinu og áhugamálum. LJÓNIÐ Sterkra áhrifa gætir ftá sólinni á fólk í Ijónsmerkinu og þú vilt gjarnan láta Ijós þitt skína í máli sem kemur upp um miðja vik- una. Láttu ekki öfundsjúka persónu slá þig út af laginu og haltu þínu striki í þessu máli, þá hef- urðu vinninginn. Forðastu áfengi um helgina og farðu varlega í umferðinni. MEYJAN Staða Merkúr er þér í vil og mun kraftur og kröfuharka einkenna fyrstu daga vikunnar hjá þér. Þér á eftir að ganga vel með verkefni vikunnar en þér gæti hætt til yfirgangs. Mikil eftirvænting mun gripa þig um helgina en hætta er á að þú verðir fyrir vonbrigðum. . VOGIN Reynduaðhafahemilátilhneig- /TT A ingu þinni til öfga fyrri hluta *& ' w þessarar viku. Láttu ekki stoltið hlaupa með þig í gönur og viður- kenndu ef maki eða nákominn ættingi veldur þér vonbrigðum. Stjarnan Venus er nær alls- ráðandi í kortinu þínu og um helgina færðu aukinn áhuga á samkvæmislífinu. r- SPORÐDREKINN Minnkandi áhrif frá tunglinu gera það að verkum að þú verður ró- ' legri en að undanförnu og þér á eftir að líða mjög vel (þessari viku. Um helgina þurfa einhleypir og ástfangnir sporðdrekar að gera sér grein fyrir því að Róm varð ekki byggð á einum degi. BOGMAÐURINN Á fyrstu dögum vikunnar verður leitað til þín með mál sem vinur þinn getur ekki afgreitt sjálfur. En vegna áhrifa frá sólinni verður þú úr hófi bjartsýn(n) og hætt við að þú takir að þér verkefni sem þú ræður ekki við. Félagslifið mun skipa stóran sess hjá þér þessa heigi. STEINGEITIN Velgengnin virðist blasa við þér í upphafi vikunnar en ef þú verður kærulaus kemur bakslagið undir eins. Á síðustu dögum vikunnar á óþægileg persóna eftir að koma í heimsókn eða verða á vegi þínum. Þér er ráðlagt að ganga hreint til verks og hafa ekki samskipti við þenn- an aðila. VATNSBERINN Satúrnus og Venus hafa áhrif á líf þitt og þú átt eftir að þurfa að ; gera upp á milli áhugamála vegna þess að þú hefur ekki tíma eða peninga til að sinna þeim öllum. Veldu það sem er.gagnlegra eða meira þroskandi. FISKURINN Þúverður undir sterkum áhrifum frá Júpiter og háleitar en fremur óráunhæfar hugsanir sækja á þig. Ef þú lætur þær ná of sterk- um tökum á þér er sú hætta fyrir hendi að þú framkvæmir eitthvað sem þú átt eftir að naga þig í handarbökin yfir. Þér er því ráðlagt að halda að þér höndum í vikunni. Og siðan var rokkað og rol- að að loknum endanlegum tölum frá írlandi, endai kvöldið ungt eins og þessi/ ágæta blómarós, hún Ág-/ ústa skvísa, áttaði sigl snemma á og skrensaði A af stað. ■ Þaö var glaumur og gleöi á Hótel Islandi á laugardagskvöld vegna hinnar ar- legu Júróvisjónkeppni og var klapplið keppenda samankomið til að berja ís- lenska liðið augum. Gestirnir létu svo 15. sætið ekkert á sig fá og klöppuðu allharkalega fyrir Bo. ■ J Oink, Oink, sagöi þessi unga snot þegar ; Ijósmyndara bar að og stöllur hennar tóku ________________________________________?j trygglyndar undir snorkið, þær Gerður, Starfsfólk samlokugerðarinnar Júmbó fjölmennti til lnqa °8 Ber9|inil- stuðnings okkar monnum i utlondunum og ekki annað að sjá en allir hafi að lokum fundið eitthvað við sitt hæfi á íslandinu. Sumir gættu eigna annarra a íslandinu, kappinn hann Óskar sat sallarólegur með tösku ... meðan þærUnnurog Svea kusu að gæta sinna ger konu sinnar og beið úrslit- sema sjálfar og sátu sem fastast, brosmildar og anna... spenntar yfir Bo sem sönglaði á skjánum. Þetta fólk ætlar sér greinilega langt á braut frægðar ef marka má tilfinninguna í svipnum. Sæmi ásamt vinkonu sinni Höllu og aldrei að vita nema maðurinn sé skyldur hinum eina sanna Sæma rokk, sem þekktur var fyrir sínar sveiflur. Þær Sirrý, Gyða og Bryndís á Hótel Is- landi, tilbúnar í slaginn ef bakraddir skyldi skorta fyrir landslið næstu Júróv- ísjón. Ef heppnin er með þér vinnur þú Benidorm- ferð fyrir tvo með Heimsferðum í sumar. Það eina sem þú þarft að gera er að svara laufléttri spurningu og senda svarið til Mánudagspóstsins að Vesturgötu 2. Rétt svör fara í pott sem dregið verður úr í byrjun júní. Nafn vinningshafans verður birt í Mánudagspóstinum 12. júní. Næsta fimmtudag, 18. maí, birtist önnur spurning í Helgarpóstinum og með því að svara henni einnig eykur þú vinningslíkur þínar um helming. Spumirtgin í dag er. Hvað eru margir stafir í „Benidorm“? j Nafnið þitt: _ ) I Heimiiisfang: 1 Póstnúmer:_ í I Setjið í umslag og skrifið utan á: Rétt svar: _Símanúmer:______ Feröahappdrætti Mánudagspósturinn Vesturgötu 2 101 Reykjavík ienidorm. Sólin skín í um 300 daga á ári á Benidorm-strönd- inni. Húnerein fegursta Spánar og þar er einstök veðursæld. Hér má finna merkilegan menningararf síðustu alda, heillandi bæi með arabískum áhrifum sem nú eru undirlagðir listamönnum. Verðlagið á Benidorm er með því lægsta af öllum áfangastöðum á Spáni. Þar er því hægt að njóta lífsins á fjölmörgum veitingastöðum - frönsk- um, ítölskum, spánskum og að sjálfsögðu er mikið úrval af amerísk- um skyndibitastöðum á Benidorm. Næturlífið er kröftugt. Það er enginn staður á Spáni sem hefur jafn marga skemmtistaði á jafn litlum bletti - diskótek af öllum stærð- um og gerðum, fjöldi bara og veitingahúsa með lifandi tónlist. I \ i i

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.