Helgarpósturinn - 15.05.1995, Blaðsíða 18

Helgarpósturinn - 15.05.1995, Blaðsíða 18
 Viðbjóðsleg misnotkun á frumþörfum einstaklinga Hvað segir ssrn RniVninnilnT Örn Ragnarsson um síi iinstnrmrrn ntnlínuna? Siátfsíæðisflokkuripn Tekist á um stól Maiíasar „Mér finnst þess kyns þjon- usta afar óhugnanleg, þar sem er í raun verið að spila inn á viðkvæmustu frumþörf einstaklinga, kynþörfina, og nýta sér hana sem fjárlind. Hér er verið að atast í fólki til annarlegra hluta, sem stefnu- mótalínan býður hreinlega upp á. Því til vitnis langar mig að nefna til sögunnar þann harmleik sem þrítug kona í Reykjavík hefur orðið fyrir vegna hugdettu illkvittinnar kynsystur sinnar. Þessi kona hefur orðið að taka mót alls kyns tilboðum vegna þess að einhver kynsystir hennar, sem greinilega er illa við kon- una, hringir reglulega í línuna og leggur inn boð hjá karl- mönnum í nafni hinnar. Þetta kemst hún upp með og það finnst mér hreint út sagt við- bjóðslegur hlutur. Slík síma- þjónusta býður upp á svo vill- andi upplýsingastreymi að ekki hlýtur að vera nema von að svona lagað komi upp á, og á kona þessi, sem hefur orðið fyrir þessu hryllilega ónæði, alla mína óskiptu samúð. Hér er verið að snerta við fólki á afskaplega óeðlilegan hátt og finnst mér ekki síður verið að leggja snörur fyrir ungt fólk og hálfstálpað, fyrir unglinga sem eru fullir for- vitni. Þetta getur hreinlega haft afvegaleiðandi áhrif og skert dómgreind fólks.“B Átök eru nú í Sjálfstæðis- flokknum um hverjir skuli skipa sæti flokksins í stjórn Byggða- stofnunar. Er ekki síst tekist á um sæti Matthíasar Bjarnasonar, sitjandi formanns, sem nú er að hætta störfum. Málið er nokkurt feimnismál innan þingflokksins því Matthías hefur enn ekki gef- ið upp hvað hann ætlar sér, en sumir telja að hann vilji ekki láta stólinn. Flestir telja að ef hann hættir verði erfitt að ganga framhjá Agli Jónssyni, bónda á Seljavöllum, sem er eini þing- maður Sjálfstæðisflokksins sem sat í stjórn Byggðastofnunar á síðasta kjörtímabiii. Þá hefur Eg- ill verið óþreytandi við að hampa kosningasigri sínum á Egill Jónsson vill verða formaöur stjórnar Byggðastofn- unar. Austfjörðum. Vestfirðingar teija sig hins vegar eiga hefðarrétt á sætinu og benda á Einar K. Guð- finnsson sem eðlilegan arftaka. Líklegasta niðurstaðan er sú að Matthías hætti, Egill taki við for- mennsku og Einar komi inn fyrir Eggert Haukdai. Það er hins veg- ar þingflokkurinn sem hefur síð- asta orðið og Geir H. Haarde, for- maður hans, hefur átt viðræður við menn upp á síðkastið.B Fyrsta ■DBS3 IVIQTIÐ FRAIVIUNDAN Veraldarvefurinn er til fleiri hluta gagntegur en upplýsingaflutninga, en vefurinn mun einnig samkomustaður þeirra fjölmörgu sem þangað skjótast inn sér til dœgradvalar og skemmt- unar. Standa rásirnar almenningi til boða, en algengastar munu heim- sóknir unglinga og menntskœlinga sem nýta rásirnar til skoðana- skipta og spjalls. Nú er í bígerð fyrsta Internet- mótið á íslandi. Pað verður haldið í HúsafeUi um miðbik sumars þar sem hinir svokölluðu Irc-arar geta hist og borið saman bœkur sín- ar og verður samkoman sú vafalaust forvitnileg. Víst þykir að komandi kynslóðir verði mun sleipari í tölvusamskipt- um og öðru sem þeim viðkemur en við, þar sem meginþorri notenda á netrásinni í dag er unglingarM SlGURLAGIÐ HORFIÐ Það vakti athygli ár- risulla útvarpshlustenda að á sunnudagsmorgun- inn virtist sigurlagið í Eurovision ekki finnast hjá ríkisútvarpinu. Hafði verið hringt inn og beðið um að lagið yrði spilað, en þá kom í Ijós að lagið fannst hvergi. Það var hins vegar auð- fundið, lagið í fimm- tánda sœtinuM FJÖLLUN UIVl ÍSLENSKA HESTINN Alþjóðlega fréttastofan Reuter sendi í gœr út langa og itarlega um- fjöllun um íslenska hest- inn. Það er fréttaritar- inn Lars Foyen sem skrif- argreinina, sem ermjög lofsamleg. Er ítarlega fjallað um sérkenni hestsins og mikla út- breiðslu í kjölfar auk- inna vinsœlda hans bœði austan hafs og vestan. Er í greininni rœtt við Sigurbjörn Bárð- arson hestamann. Bendir hann á að graðhestar séu seldir úr landi fyrir 150.000 dollaraM Sandskeið Vífilfell Bláfjöll Langahlíð Heiðin há Kieifarvatn N iðarvatn Selvogur Islenskar A -skýrslur Ofundixtn þrátt fyrir umfangsmikla leit 270 manns töku f>nU i íclt- *nni i'gær—lfaldid áfram i dag pÍtí.S IrUiS»í < * a* !< . ijr •.* «« tHf.imanf, irrStit »>■£•.t iSn-r. . <j,t j •Viktor B. Hansen og vinnufélagi úr Slippnum í Reykjavík, Egill Hallgrímsson, fóru á rjúpnaveiöar laugardaginn 17. október 1970 og voru komnir í Arnarsetur í Bláfjöllum um klukkan 13. Þeir voru saman í bíl, rauöum Bronco sem Viktor átti. Eftir að hafa lagt bílnum héldu þeir hvor í sína áttina, Viktor hélt í austur en Egill í vesturátt, ætluöu þeir að hittast aftur hjá bílnum klukk- an 16.30. Egiil kom að bílnum á tiisett- um tíma. Ekki bólaði á Viktori og beið Egili eftir honum til klukkan 19. Eftir það fór hann að leita að honum, skaut nokkrum skotum upp í loft en þeim var ekki svar- að. Um níuleytið hafði enn ekk- ert heyrst tii Viktors. Taldi Egiil þá rétt að leita aðstoðar og gekk niður á Sandskeið, sem er um tveggja tíma gangur frá þeim stað þar sem bílnum var lagt. Taldi Egill rétt að skilja bíiinn eftir ef Viktor skilaði sér, en báð- ir höfðu þeir iykla að bílnum. Veður var ekki afleitt, þó gekk á með éljum og þokuslæðingi annað slagið. Um miðnætti voru leitarflokkarnir komnir á svæðið og þar með hófst einhver um- fangsmesta leit sem sögur fara af á þessum tíma. Fiugbjörgun- arsveitin í Reykjavík stjórnaði aðgerðum, sem stóðu á aðra viku. Á sunnudeginum, daginn eftir hvarfið, var erfitt leitarveður. Þann dag gengu á þriðja tug fé- laga úr björgunarsveitum á suð- vesturlandi um Bláfjaliasvæðið. Ekki reyndist unnt vegna veðurs að þrautkanna allt svæðið þenn- an dag, en mikill skafrenningur var og veðurofsi á Heiðinni hárri. Mikil áhersla var lögð á að leita vel í hraunkantinum fyrir ofan Sandskeið, en þar eru margar gjótur og sprungur. Leit- armenn sáu engin spor eða önn- ur verksummerki sem gefið gætu vísbendingu um afdrif Viktors. Á þriðjudag voru fínkembd öll þau svæði þar sem ekki reyndist unnt að ieita dagana tvo á und- an og einnig var leitað aftur á fyrri svæðum. Leitarmönnum hafði fjölgað mikið og komu víða að, alls komu á sjötta hundrað manns þarna við sögu. Leitar- svæðið náði frá Suðurlandsvegi að Hiíðarvatni og Kleifarvatni. Leitarsvæðið | Cortiö sýnir leitarsvæðið, en um var iess tíma. Þrjár flugvélar leituðu úr lofti mánudag og þriðjudag. Skilyrði voru erfið alla dagana sem ieitin stóð yfir, skyggni lélegt og allt á kafi í snjó á heiðinni. Egill Hallgrímsson tók þátt í leitinni ásamt fleiri vinnufélög- um þeirra Viktors úr Slippnum. Viktor var bílstjóri í Siippnum ^„Um miðnætti voru leitarflokk- arnir komnir á svæðið og þar með hófst einhver umfangsmesta leit sem sögur fara af á þessum tfma. Flugbjörgunar- sveitin í Reykjavík stjórnaði aðgerð- um, sem stóðu á aðra viku.“ eina umfangsmestu leit og vel liðinn af vinnufélögum. Ekki er vitað til að hann hafi átt í útistöðum við neinn. Viktor bjó einn á þessum tíma en átti aldr- aða móður. Heimili átti hann í Álftamýrinni. Hann var fertugur að aldri og ógiftur. Hann var vanur fjallaferðum og ekki vitað að hann ætti við neinn heilsu- brest að stríða. Hann var ágæt- lega útbúinn í veiðiferðinni að öðru leyti en því að hann hafði engan áttavita eða önnur örygg- istæki. Áfram var leitað af fullum krafti út vikuna og helgina þar á eftir. Þá var svæðinu skipt í reiti og flokkum skipt á reitina. Skil- yrði voru enn slæm og svæðið orðið alhvítt. Engan árangur bar þessi um- fangsmikla leit og aidrei hefur neitt komið fram sem leitt getur líkur að því hver afdrif Viktors B. Hansen urðu, en tortryggnir menn bentu á að þarna hefði ver- ið mikið af rjúpnaskyttum skjót- andi allan tímann. Ekkert bendir þó til þess að hvarfið hafi orðið af mannavöldum en þeir sem hallir eru undir yfirnáttúrulegar skýringar telja mál af þessu tagi styðja skoðanir sínar.É

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.