Helgarpósturinn - 03.08.1995, Blaðsíða 4

Helgarpósturinn - 03.08.1995, Blaðsíða 4
4 HYAÐ EKKIMÁ AISLANDI Ég var beðinn sem skattgreiðandi, útlending- ur, álslandi að gefa út stutta yfirlýsingu um Is- land. Hér kemur hún, og ég ráðlegg veikgeðja fólki eða áhrifagjörnum börn- um að fletta strax. Islendingar eyða líklega einum þriðja hluta lífsins í að býsnast yfir mannrétt- indamálum, en það ein- skorðast við erlenda grundu um mannréttinda- mál. Hér heima fyrir gegn- ir allt öðru máli. Langar þig að fá smá útrás fyrir skammdegis- þunglyndið í borginni? ...Því miður það er bann- að. Smá fjárhættuspil? ...Bannað. Ertu rauðeygður og súr og gætir hugsað þér að lina þjáningarnar með nokkrum augndropum? ...Sorry, það er líka bann- að. Þú ert sautján ára og langar í bjór ...en eins og flest annað er það bann- að. Og þegar þú, 18 ára gamall/gömul ákveður að ganga í það heilaga færðu ekki einu sinni að kaupa kampavínsflösku til þess að skála við tengdó í brúðkaupinu. Fóstureyðing? Ekkert mál. Bílakaup? Gjörðu svo vel. Kaupa íbúð til þess að þú getir eytt því sem eftir er lífsins í að borga af henni? Skelltu þér á það. En að fá sér aðeins neðan í því — ekki séns- BANNAÐ! GARY GUNNING ÍSLAND ER SKRIFAÐ AF HÓPI FÓLKS SEM A RÆTUR SlNAR AÐ REKJA TIL ÚT- LANDA EN HEFUR AÐSETUR Á ISLANDI. Svavar Gestsson alþingismaður fékk flutt húsbréfalán á milli fasteigna þó að allir segi að það sé ekki hægt. Fasteignasalar koma af fjöllum en forstjóri Húsnæðisstofnunar segir þetta aðeins breytingu á starfsregl- um Heimili Svavars Gestssonar að Ártúnsbletti II. Fyrir tveimur og hálfu ári flutti Svavar veðréttinn vegna 3,2 milljóna króna húsbréfaláns af fasteign sem hann átti áður yfir á þetta hús, sem er þinglýst eign konu hans, Guðrúnar Agústsdóttur. Svavar Gestsson alþingismaður flutti í desember árið 1992 veð- rétt vegna 3,2 milljóna króna húsbréfaláns frá Húsnæðisstofn- un ríkisins af fasteigninni Jöldu- gróf 10, þar sem hann bjó áður, yfir á hús konu sinnar, Guðrúnar Ágústsdóttur, að Ártúnsbletti II. Þetta gengur þvert á starfsreglur Húsnæðisstofnunar, sem gilt hafa um áratuga skeið. Þar er al- menna reglan sú að ekki megi færa veð vegna húsnæðislána á milli fasteigna heldur skuli þau fylgja þeirri fasteign, sem þau voru veitt fyrir í upphafi, eins og fasteignakaupendum er kunn- ugt. Samkvæmt upplýsingum frá Sigurði E. Guðmundssyni, fram- kvæmdastjóra Húsnæðisstofn- unar ríkisins, er þó hvergi að finna lagabókstaf, sem meinar mönnum almennt að flytja lán með sér frá einni fasteign til ann- arrar. „Reglan er auðvitað sú að þeg- ar fólk kaupir sér íbúð, þá sækir væntanlegur kaupandi um að taka yfir það húsnæðislán sem hvílir á henni og veðið helst þá í þessari sömu íbúð. Það er hins vegar ekkert í lögum sem bannar slíkt, þetta er einfaldlega starfs- regla hér á stofnuninni, sem hef- ur haldist óbreytt um áratuga skeið af góðum og gildum ástæð- um. Stofnunin hefði hreinlega aldrei ráðið við það álag sem því fylgdi, að flytja lán á milli íbúða í hvert sinn sem fólk skiptir um húsnæði. Slíkt var einfaldlega ekki framkvæmanlegt og er það ekki í dag heldur. Og þó að þetta sé hvergi tekið sérstaklega fram, þá er þessi starfsregla í sam- ræmi við túlkun mína á lögunum í heild sinni.“ ORFAAR UIUDAIUÞAG- UR Sigurður segir það næsta fátítt að undanþágur séu veittar frá þessari reglu. „Það gerist afar sjaldan, en ef grannt er leitað má finna örfá dæmi um þetta. Það hefur áreiðanlega ekki liðið svo ár, síðan ég hóf hér störf, að það hafi ekki verið gerð ein eða fleiri undantekningar á þessari reglu.“ Að sögn Sigurðar koma flestar umsóknir um slíkar undantekn- ingar inn á hans borð til umfjöll- unar og metur hann þær þá hverju sinni. „Ef fullnægjandi rök eru færð fyrir umsókninni að mínu mati og annarra sem um FASTEJGIUASALAR AF FJOLLUM Þeir vita það sem reynt hafa, að það er ekki hægt að flytja hagstæðu lánin, sem hvíla á gömlu íbúðinni, yfir á þá nýju. Þeir, sem láta sér detta slíkt í hug, fá undantekningarlaust þær upplýsingar hjá fasteigna- sölum að slíkt sé ekki leyfilegt. Jón Guðmundsson, löggiltur fasteignasali og formaður Félags fasteignasala, kom enda alveg af fjöllum þegar honum var greint frá því að slíkar undantekningar væru gerðar og ekki var hann síður undrandi á þeim upplýs- ingum Sigurðar E. Guðmunds- sonar að slíkir flutningar á veð- rétti væru ekki ólöglegir. „Ég hef alltaf gengið út frá því sem vísu að einhver lagabókstafur banni slíkan flutning manna á lánum á milli fasteigna," sagði Jón í samtali við blaðamann PÓSTSINS. „Ég hef aldr- ei heyrt um neina undantekn- ingu frá þessu og ég held að það sama gildi um aila fasteignasala aðra.“ Jón segir það ekki mjög algengt að fólk spyrji hvort það geti fært gömlu lánin yfir á nýju fasteignina, enda viti fiestir að slíkt sé ekki hægt. Það kemur þó fyrir öðru hvoru, segir Jón, sérstaklega þegar fóik er með hagstæð eldri lán áhvílandi á fasteignum sín- um en íhuga kaup á íbúðum eða húsum þar sem nýrri og óhag- stæðari Ián eru áhvílandi. Þeir sém um það spyrja fá hins vegar alltaf sama svarið: „Það má ekki.“ „Reyndar var Páll Pétursson fé- lagsmálaráðherra eitthvað að tala um þetta á dögunum ef ég man rétt,“ segir Jón, „og hafði orð á því að það þyrfti að breyta þessu einhvern veginn. Ég hef hins vegar ekki heyrt neitt frek- ar af þessum vangaveltum Páls eða hvernig breytingar hann var að hugsa um.“ Jón er einnig sammála Sigurði um, að ef flutningar á veðrétti yrðu almennt leyfðir, þá myndi það skapa mun meiri vandamál en það leysti. „Ég held að það yrði afar erfitt að heimila slíka flutninga yfir línuna. Það kæmi til með að kosta mikla snúninga, vinnu og peninga. Svona veð- réttarflutningar eru ekki einfalt mál, jafnvel á tölvuöld,“ sagði Jón að lokum.H umsóknina fjalla, þá er undan- tekningin gerð.“ Rökin sem menn færa fyrir þessum umsóknum sínum eru að vonum margvísleg og stand- ast ekki alltaf þær kröfur sem Sigurður og undirmenn hans á Húsnæðisstofnun gera til „full- nægjandi" raka. Samkvæmt heimildum blaðsins eru umsókn- irnar um flutning á veðrétti þannig mun fleiri en heimildirn- ar sem veittar eru. Rökin sem Svavar færði fyrir sínu máli voru hins vegar fullnægjandi að sögn Sigurðar, en hann vildi þó ekkert láta uppi um hver þau voru. „Það voru persónulegar ástæður sem lágu að baki þessari um- sókn og vil ég því ekki fara neitt nánar út í þær. Ég fjallaði hins vegar sjálfur um umsóknina og taldi rökin sem fram voru færð fullnægjandi og því var undan- tekningin gerð.“ Sigurður E. Guðmundsson, framkvæmdastjóri Húsnæðis- stofnunar, segir leyfi til flutnings á veðrétti afar sjaldan veitt, enda gæti stofnunin aldrei ráðið við það álag sem því fylgdi að flytja lán á milli íbúða í hvert sinn sem fólk skiptir um húsnæði. gjörra undantekninga og væri raunar að heyra það í fyrsta sinn núna. „Ég sótti aldrei um neina und- antekningu, heldur einfaldlega um flutning á veðréttinum." Hann telur það afar ólíklegt að staða hans í þjófélaginu hafi haft nokkur áhrif á niðurstöðu Hús- næðisstofnunar í málinu. „Ég mat þetta ekki þannig að þetta leyfi hefði eitthvað með það að gera hvort ég væri alþingismaður eða ekki. Eða ég gerði mér í það minnsta ekki grein fyrir því og hef enda alltaf verið á móti því að um mig giltu aðrar reglur en um aðra menn. Það hefur alltaf verið mitt prinsipp á mínum langa ferli í pólitíkinni." Svavar bætti því við að hagur Húsnæðisstofnunar væri fyllilega jafn vel tryggður með veði í þess- VAR EKKI AÐJSÆKJA UM UNDAIUÞAGU „Þetta var nú voðalega einfald- ur flutningur á veðrétti og ég upplifði hann ekki sem eitthvað sérstakt á sínum tíma að öðru leyti en því að aðstæðurnar voru nokkuð sérstakar,“ sagði Svavar þegar blaðamaður náði tali af honum í gær. „Án þess að fara nánar út í hverjar þær aðstæður voru, þá mat stofnunin þær sem svo að þær væru gildar.“ Svavar telur að miðað við þessar að- stæður hafi veðflutningurinn ver- ið fyllilega eðlilegur og nánast Svavar Gestsson. Segist einfaldlega hafa sótt um flutning á veðrétti, en ekki undanþágu frá reglum. óhjákvæmilegur. Segist hann ari fasteign og hinni fyrri. „Þann- ekki hafa gert sér grein fyrir að ig að ég get ekki séð að nokkur slíkir flutningar heyrðu til al- maður beri skaða af þessu." H

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.