Helgarpósturinn - 03.08.1995, Blaðsíða 26

Helgarpósturinn - 03.08.1995, Blaðsíða 26
26 FIM m T u DAGU R3“AGuSTr 995 Heitt ikalt ALÞYÐU- BLAÐIÐ Þeir sem vilja fylgjast með lesa Alþýðublaðið, þar er skrifað um hluti sem skipta máli og reynt að leita svara. Blað- ið einkennist af frískleika, fjöri og áræðni og er orðið málgagn allra vitsmuna- vera. SUMARFRÍ Tími sumarfrí- anna stendur sem hæst nú, aðeins rúmur mánuður er eftir af sumrinu en þá taka haustfríin við. Það er þokkalega heitt að taka sér sum- arfri í júní, júlí eða ágúst. PÓLITÍK Óneitanlega hefur pólitíkin snúist um ekkert undanfarið, ekki einu sinni sjálfa sig. Kjósendur og verkefnisstjór- ar þeirra eru við það að átta sig eftir hundrað daga meðvitund- arleysi. Því má vænta krefjandi pólitískra um- ræða, jafnvel að- gerða. MYNDLIST Hver í ósköp- unum hefur áhuga á slettum uppi á vegg, illa negldum nögl- um, illa söguð- um spýtum eða illa löguðum hlutum sem eiga að segja eitt- hvað? Táknkerfi myndlistarinnar er einfaldlega of flókið fyrir þá sem hafa ekki myndlistar- menntun. Mynd- listin er örfárra og þar af leið- andi köld. i A næstu vinnu r-iw.iprr.rj■ ■ rrra um iiraqvi. Hvert á að fara um ina og hvað tekurðu Megas, MúsíKAnrn „Ég er í leyniþjónustu og get því ekki gefið upp hvert ég fer.“ Davíd Magm- ÚSSOIU, GÍTAR- LEIKARi: „Ég verð að spila á Miðgarði rneð SSSól á föstudaginn og laugardaginn, síðan verð ég á Uxa á sunnudag- inn og spila bæði með Bubbleflies og SSSól. Ég tek með mér eitt- hvað úr Ríkinu." PÁLL OSKAR HJÁLMTÝSSOM, tómustamadur: „Á föstudaginn verð ég á Ömmu Lú, á laugardaginn klukkan 21.30 verð ég á Uxa, klukkan 00.20 verð ég í Sjallanum á Akureyri, á sunnudaginn spila ég á Neista- flugi, Neskaupstað klukkan 17.30 en á Vopnafirði klukkan 00.30. Á mánudaginn kem ég til með að liggja úrvinda í einhverjum bíl á leiðinni heim. Ég ætla að taka með mér míkraf- ón, glamúrgallann til að troða upp í, fullt af nærfötum til skiptanna, strepsils, hákarlalýsi, ævisögu Liz Taylor, bók til að skrifa í, hárdót og fullt af smokkum.“ Pálmi Gestsson, leikari: „Verslunarmannahelgin byrj- ar með afmælisfögnuði okkar Spaugstofumanna á Hótel ís- landi á föstudagskvöldið, svo fer ég í Galtalæk en þar ætla ég að skemmta fólki ásamt félög- um mínum í Spaugstofunni. Ég ætla að taka konuna mína með mér, hún er ómissandi hluti ferðarinnar." Davíd Þór Jómsson „1. Gítar. í raun er allt annað aukaatriði. 2. Jakob. Ég hef komið heim með kynsjúk- dóma úr útilegum sem ég hef farið í með ekkert nema gítar og Jakob. 3. Karton af sígarettum (Camel filters). Ekki bráðnauðsynlegt en getur sparað manni að vera að bögga af öðrum. 4., 5. og 6. Landabrúsi, poncho og mexí- kanahattur. Svona til að vera meðtekinn af unglingunum." Þórarinn Eyfjörð, leikstjóri og Harald G. Haralds, leikari í miklum og djúpum pælingum. Persónur og leik- endur bregða á leik „í djúpi daganna“ eftir Maxím Gorkí verour frumsýnt hjá íslenska leikhúsinu 1. september næstkomandi. Af því tilefni örkuðu leikarar og aðstandendur sýningarinnar á skemmtistaði borgarinnar á nýliðnu föstudagskvöldi og af- hentu gestum lítil kynningarspjöld sem á voru letraðar nokkrar skemmtilegar og skondnar setningar sem fram koma í verkinu en persónur verksins eru ein- mitt gagnkunnar slíkum stöðum. ■ ...án tjaldsins sem þú ætl- ar að sofa í um helgina.

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.