Helgarpósturinn - 03.08.1995, Blaðsíða 6

Helgarpósturinn - 03.08.1995, Blaðsíða 6
! 6 FIMMTÚDAGÚ R”3T"A'GGST'1’99'5 GE eð felldasta frétt mlHmnar UMHVERFI LEIÐTOGA- FUNDARINS RASKAÐ Það er engum blöðum um það að fletta að lang ógeðfelldasta frétt vikunn- ar er fréttaflutningur Morgunblaðsins af „hneykslinu í Höfða", svo notuð séu orð Vilhjálms Þ. Vilhjálmssonar, sjálf- stæðismanns og borgar- fulltrúa. I stuttu máli snýst þetta hneyksli um að Ingibjörg Sólrún Gísla- dóttir, borgarstjóri Reykjavíkur, hefur gefið skipun um að skipt verði um málverk I Höfða. I fljótu bragði séð er erfitt að gera sér í hugarlund að svo lítilmótlegur atburður geti orðið til þess að Morgunblaðið risi upp á afturfæturna og fjalli um hann í ítarlegu máli með fréttum á útsíðum blaðs- ins og innsíðum. Þetta varð þó raunin og Mogg- inn lét sér ekki nægja að fjalla um þetta mál í einu tölublaði heldur tveimur. En hver skyldi vera ástæð- an fyrir þessum hama- gangi risans á íslenska blaðamarkaðinum? Hún ersú aðeittþeirra mál- verka sem verður skipt út fyrir nýtt I Höfða er af Bjarna Benediktssyni, ástsælum leiðtoga sjálf- stæðismanna. Þetta finnst Moggamönnum algjör ós- vinna, ekki síst vegna þess að málverkið af Bjarna hékk uppi á vegg í herberginu þar sem Re- agan og Gorbastjov funduðu á sínum tíma. En það herbergi á samkvæmt skoðun Moggans að standa óhreyft „til allrar framtíðar", eins og sagði í leiðara blaðsins, sem minnisvarði um þennan merkilega sögulega at- burð. En þrátt fyrir að fréttir Moggans snúist fyrst og fremst um að Ingibjörg Sólrún hafi dirfst að fyrir- skipa að umhverfi leið- togafundarins verði rask- að, er ekki erfitt að lesa út úr skrifum blaðsins að því finnst þetta háttalag borgastjórans vera pólitísk aðför að Sjálfstæðis- flokknum. Og það er eitt- hvað sem Mogginn lætur ekki fram hjá sér fara þegjandi og hljóðalaust. Fór þar fyrir lítið hlutleys- isgríma sú sem Morgun- blaðið hefur borið undan- farin misseri. Undanfarið hefur lokið skiptum í þrotabúum fjölmargra lögmanna. Lýstar kröfur í þessi bú nema um hálfum milljarði króna og ekki útséð hvar þessu linnir Undanfarið hefur lokið skipt- um í þrotabúum átta lögmanna og fleiri hafa verið úrskurðaðir gjaldþrota. Samtals eru lýstar kröfur í þessi bú um hálfur millj- arður króna en eignir eru litlar sem engar. Ekki virðist sjást fyrir endann á þessari hrinu og hafa starfandi lögmenn áhyggjur af þróun mála. Gjaldþrotameðferðin er kannski ekki stærsta áhyggjuefn- ið því sumum gjaldþrotunum fylgir opinber rannsókn og ákær- um í kjölfar þess. Þá hafa að minnsta kosti tveir lögmenn, sem ekki hafa orðið gjaldþrota, sætt opinberum ákærum sem lyktaði með dómi í Hæstarétti árið 1993. Vakti til dæmis athygli þegar lögreglan þurfti fyrir rúmu ári síðan að færa þrjá starfandi lög- menn í fyrirkall til sýslumanns en þá var lengi búið að leita þeirra. Þá mun kvörtunum til Lög- mannafélagsins hafa fjölgað í seinni tíð en þangað geta skjól- stæðingar leitað ef þeir telja sig hafa orðið hlutskiptir í viðskipt- um við lögmenn. VERÐA AÐ LEGCJA IIUN LEYFID Þegar lögmenn lenda í gjald- þrotaskiptum fellur niður réttur þeirra til að stunda lögmennsku en eitt af hæfisskilyrðum lög- manna er að þeir hafi forræði yf- ir búi sínu. Lögmenn missa hins vegar ekki málflutningsleyfi við gjaldþrotaskipti og þegar skipta- meðferð er lokið fá þeir aftur málflutningsleyfi sitt. Heimildarmenn innan lög- mannastéttarinnar vilja kenna þessa þróun við sívaxandi af- skipti lögmanna af atvinnulífinu. í eina tíð þótti fínt að hafa lög- mann í stjórnum fyrirtækja (og þykir enn í dag). Þessi þróun hafi ýtt mörgum út í atvinnu- rekstur þar sem þeir voru farnir að taka áhættur sem tæpast samrýmdust skyldum málflytj- enda. Eru fleiri dæmi af lög- mönnum sem voru mjög hætt komnir vegna fyrirtækjareksturs en hafa naumlega tekist að bjarga sér. ÁBYRGÐASJÓÐURinilU TÆMDIST Lögmenn sjálfir hafa reynt að bregðast við skaða sem kollegar þeirra hafa valdið skjólstæðing- um með því að halda úti ábyrgðasjóði lögmanna og hefur hver og einn málflytjandi mátt greiða í hann. Sá sjóður tæmdist hins vegar vegna mála Guðnýjar Höskuldsdóttur, Skúla Sigurðsson- ar og Eddu Ólafsdóttur. Hafa orð- ið mikil átök á aðalfundum Lög- mannafélagsins þar sem menn hafa ekki verið á eitt sáttir um það hvort rétt væri að lögmenn greiði fyrir fjárskaða af völdum mistaka kolleganna. Gagnrýn- endur þess hafa því viljað loka ábyrgðasjóðnum en hafa mætt mikilli andstöðu hjá Ragnari Að- alsteinssyni, fyrrverandi for- manni félagsins, og urðu hans sjónarmið ofan á fyrir tveimur árum enda hefði þurft breytingu á lögum um málflytjendur. Aðrir vildu frekar að lögmenn keyptu sér starfstryggingu en þá var bent á að menn væru í raun að tryggja sig fyrir eigin þjófnaði! Þessi mál hafa því verið erfið úr- lausnar fyrir félagið. Nú í síðasta mánuði hafa kom- ið upp stór gjaldþrot þeirra Guð- mundar Óla Guðmundssonar og Helga Rúnars Magnússonar og ekki ljóst hvort einhverjir kröfu- hafar þeirra eiga eftir að gera kröfu á ábyrgðasjóð Lögmanna- félags íslands. Ljóst er að hann hefur heldur ekkert bolmagn til að sinna kröfum. ■ Tafia: Lýstar kröfur Skiptalok Guðný Höskuldsdóttir hrl. 58 m des. 1992 Guðmundur Þórðarson hdl. 28,7 m sept. 1993 Skúli Pálsson hrl. 21 m nóv. 1993 Grétar Haraldsson hrl. 84 m mars 1994 Bergur Guðnason hdl. 62 m des. 1994 Skúli Sigurðsson hdl. 37 m apríl 1995 Guðmundur Oli Guðmundsson hdl. 156 m júlí 1995 Helgi Rúnar Magnússon hdl. 41 m júlí 1995 Ingvar Björnsson hdl. bíður skiptaloka Skúli Sig- urðsson. Ábyrgða- sjóðurinn tæmdist. Grétar Har- aldsson. Ábyrgðir vegna áfeng- ismeðferðar- stöðvar tengdust hans máli. 'í&Qjp'S''' S^«.M EsjjmL > "« Bergur Guðný Hösk- Lög til ífcmdar æt m i|La ■ RmBVII h h Um næstu áramót taka giidi, að frumkvæði Lögmannafélags- ins, ný lög sem einmitt taka tillit til þessarar þróunar. Lögin taka í megindráttum til tveggja atriða. Annars er um að ræða að lög- menn verði skyldugir að kaupa sér vátryggingu og hins vegar að þeir aðskilji fjárhag sinn og skjól- stæðinga sinna. Það þýðir að fjármunir í eigu viðskiptavinar- ins eru lagðir inn á sérstakan verslunarreikning í nafni hans og lögmaðurinn hefur aðeins tak- markaðan aðgang að,“ segir Ragnar Aðalsteinsson, hæstarétt- arlögmaður og fyrrverandi for- maður Lögmannafélags fslands. „Lögmenn þurfa einnig að að- skilja bókhald sitt og viðskipta- vinanna og sérstakur endurskoð- andi Lögmannafélagsins mun hafa eftirlit með því,“ segir Ragn- ar. „Síðan er það að lögmenn þurfa að kaupa sér vátryggingar sem eiga að ná til tjóns sem hlýst af mistökum af þeirra hálfu og eins vegna refsiverðs athæfis eins og til dæmis fjárdráttar," segir Ragnar. Hann segir að nú þegar sé reyndar allt að helming- ur lögmanna með tryggingar af þessu tagi. Aðspurður um ástæðu tíðra gjaldþrota lögfræðinga á undan- förnum misserum bendir Ragnar á þær breytingar sem hafa orðið á samfélaginu síðan að verðbólg- an hjaðnaði niður á núverandi stig og segir það hafa Vcddið að hlutirnir hafi ekki gengið upp hjá lögmönnum sem öðrum. Ragnar segir að tvö eða þrjú mjög stór gjaidþrot lögmanna hafi gengið mjög nærri ábyrgða- sjóði lögmanna á undanförnum árum. Hann segir að sjóðurinn hafi ekki haft bolmagn til að bæta þau tjón að fullu, en telur að í honum séu nú um tíu milljónir króna. ■ Guðnason. Ábyrgðir stuðluðu að gjaldþroti hans. uldsdóttir. Hennar mál tæmdi ábyrgðasjóð Lögmanna- félagsins. Guðmundur Óii Guð- mundsson. Opinber rannsókn í kjölfar gjald- þrots. Helgi Rúnar Magnússon. Opinber rannsókn í kjölfar gjald- þrots. Ingvar Björnsson. Hefur verið úrskurðaður gjaldþrota. Guðmundur Þórðarson. Engar eignir fundust í bú- mu. Debet Kredit „Einar er æði, hann er góður drengur og ör á báða bóga. Hann er kröftugur og hefur einkennilegan húm- or,“ segir Kiddi kanína í Hljómalind. „Einar Örn er einstaklega frjór maður, fljótur að hugsa og ekki síður fljótur að framkvæma það sem honum flýgur í hug. Hann er vel heima á afar mörgum sviðum, klassískur dílettant,“segir Andrés Magnússon, vinur Einars. „Einar er þorinn, drífandi og ofsalega bissí. Hann er eins og tútú-lest og hinn fínasti drengur," segir Jóhanna Más- dóttir, samstarfskona Einars Arnar á Síberíu. „Einar er laus við alla tilfinningasemi, nema í mjög fá skipti, þegar hún á við. Hann er eini maðurinn sem ég hef umgengist nær daglega frá því ég var fjórtán. Er góð- ur við börn og að mínu viti einn fremsti myndlistar- maður á landinu. Snillingur í að kynnast fólki,“ segir Bragi Ólafsson, æskuvinur Einars. „Einar er æði, hann er góður drengur og ör á báða bóga. Hann er kröftugur og hefur einkenni- legan húmor," segir Kiddi kanína. „Hann er fljótur eins og fyrr sagði, en fyrir vikið getur hann hlaupið á sig. Hann getur vertið óttalega mikil skella og á allt of auðvelt með að komast í geðs- hræringu. Svo er hann alltof upprifinn út af GSM- símanum sínum, þannig að stundum gerir maður ekki annað en að svara símtölum frá honum," segir Andrés Magnússon."Það er mjög erfitt að finna hann, en auðveldara eftir að hann fékk sér GSM-símann,"segir Jóhanna Másdóttir. „Hefur ekkert umburðarlyndi gagnvart tónlist- arsmekk mínum, né gagnvart fólki sem rúmast ekki innan áhugasviðs hans þann eða hinn dag- inn. Ber stundum óskiljanlega virðingu fyrir viss- um peningamönnum og á til að vera svolítið fljótur upp," segir Bragi Ólafsson. Einar Orn Benediktsson, Uxi Einar Orn, er einn forsvarsmanna stórtónleikanna á Kirkjubæjarklaustri.

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.