Helgarpósturinn - 03.08.1995, Blaðsíða 20

Helgarpósturinn - 03.08.1995, Blaðsíða 20
'FIMMTUD"A*GÖRw3TaGlJST~í'9'9'51 Eru knattspyrnumenn vitlausir? Hver getur svarað því nema knattspyrnumaður? Þess vegna Ljóst er að út- varpsmaðurinn góðkunni, SlG- urður Hall kokkur, verður ekki með El- RÍKI JÓNSSYNI í morgunútvarpi Bylgjunnar í vetur. Ástæðan er sú að Sigurður er með þætti á Stöð 2 þar sem hann kíkir inn til fólks og eldar jafn- vel gómsæta rétti ef svo býður við að horfa — nokkurs konar Hús og híbýli- þætti. Þótti stjórn- endum Stöðvar 2 að þátttaka Sigurðar þar félli ekki al- mennilega að ímynd hans sem „gestgjafa" enda hefur hann ver- ið í hálfgerðu „trúðs- hlutverki" hjá Ei- ríki... settist Sigurður Ágústsson miðvallarleikmaður niður og hugsaði málið og hringdi í félagana. Niðurstaðan kemur án efa mörgum á óvart ir snillingar í boltanum og mað- ur hefur kynnst þeim nokkrum." Hvernig sem á því stendur þá eru til margar skemmtilegar sögur af knattspyrnumönnum. Viðmælend- ur PÓSTSINS voru á einu máli um að hægt væri að hafa knatt- spyrnumenn í ýmislegt. Hér á eftir koma nokkrar sögur um mi- smæli og fleygar setningar sem gætu verið forsenda þess að knattspyrnumenn eru taldir vit- lausir. Sögurnar eru ættaðar héðan og þaðan. ÞAÐ ER EKKERT SUIUNUDAGUR! Enskukunnátta leikmanna er misjöfn. Árið 1986 var enskur þjálfari á Skaganum. Einu sinni kemur hann inn í klefa fyrir æf- ingu á sólríkum sumardegi og segir; „Well it’s a sunny day“. Þá hnippir enskuséníið í liðinu í nærstaddan félaga og segir; „Djöfull er kallinn vitlaus maður, það er ekkert sunnudagur, það er laugardagur!" Markvörður í liði úti á landi er þekktur á sínum heimaslóðum fyrir „litla orðheppni og tak- markalausan klaufaskap". I jöfn- um og tvísýnum leik, staðan 2-2, fékk umræddur markvörður á sig ótrúlegt mark. Máttlaust skot beint á markmanninn lak inn á einhvern óskiljanlegan hátt. Eðlilega urðu félagarnir fúl- ir og öskruðu á hann: „Hvað varstu að gera?“ Vinurinn svar- aði að bragði: „Þetta er ekkert mér að kenna, boltinn fór í gegn- um ristina á mér.“ BURT MEÐ BLAÐAMEIUN! Alexander kann að losna við blaðamenn: „Menn voru orðnir þreyttir á öllu fjölmiðlafárinu í kringum Feyenoord-leikinn úti og þegar leikurinn var búinn, við búnir að tapa, þá sátum við inni í klefa og ónefndan fréttamann af lægri gerðinni vantaði ein- hvern í viðtal en enginn nennti að tala við hann, allir orðnir hundleiðir á þessu. Eftir að hann var búinn að suða í Sigga og þessum körlum, þá kallaði ég í fréttamanninn og sagði við hann: Heyrðu, varstu búinn að frétta hvað Óli Adolfs sagði um þig rétt áðan? Nei, sagði hann. Hann sagði að þú værir ekki nema rétt liðlega helmingurinn af því sem hann drullaði dag- lega.“ Alexander sagði að auð- vitað hefði Óli aldrei sagt neitt slíkt, en þeir losnuðu við blaða- menn í þetta skiptið. „HJLMININN GERIR FJOLLIN BLA" FH-ingar hafa haft þann góða sið að skrá vandlega niður mismæli hvers konar sem menn missa út úr sér. PÓSTURINN tal- aði við Óla Kristjáns, fyrirliða FH, og Óli lét okkur í té nokkrar sög- ur. „Sögurnar af Pálma Jónssyni eru ansi góðar. Fyrir nokkrum árum vorum við í keppnisferð erlendis og Pálmi var að útskýra fyrir bandarískri konu hvernig hann og bróðir hans, Þórir, for- maður FH, væru skyldir. Hann sagði; „His father and my father - they are fathers". Önnur góð er af Birni Jónssyni sem spilaði lengi með FH. „Hann var í sturtu að tala við Birgi Skúlason nokkru áður en við átt- um að spila við Dundee í Evr- ópukeppninni. Þeir voru að spjalla um leikinn þegar Björn segir allt í einu; „Heyrðu er ekki fyrri leikurinn alltaf á undan?“ Andri Marteins sagði einu sinni eftir leik: „Heyrðu, við höfum ekki unnið einn einasta leik, tvo leiki í röð.“ Knattspyrnumenn eru ansi naskir á að klúðra málsháttum og orðtök- um og FH-ingur einn sagði eitt sinn: „Þeir kasta glerhúsum sem hafa efni á þvi." Títtnefndur Pálmi sagði hins vegar að „himininn gerði fjöllin blá." Fyrrum leikmaður Hattar Egils- stöðum er þekktur fyrir margt ann- að orðheppni og sagði eitt sinn um ís sem honum var gefinn: „Þetta er nú svo lítið að þetta er ekki einu sinni upp í kött á nesi." Þá er ónefndur liðsstjórinn í heimabæ kókómjólkurinnar sem sagði gjarn- an; „Upp um fjöll og fiðrildi" eða að menn væru á „grænni hillu" í lífinu. GRALLARAR UPP TIL HOPA Það er varla hægt að minnast Það hefur löngum loðað við ýmsa þjóð- félagshópa að vera taldir heldur vit- grannir. Flestir kann- ast við klisjuna um að ljóshært kvenfólk sé alveg frámunalega illa gefið. Þar á vitið að minnka í réttu hlutfalli við aukna fegurð. Slíkar konur hafa jafnan verið taldar „illa innréttaðar í efra“. Ekki er meiningin að fjalla nánar um ljóshært kvenfólk og hverfur það því úr sögunni hér. Annar hópur í þjóðfélaginu sem hefir verið talinn „til einskis nýtur og fákunnandi" eru íþróttamenn. Hvernig á því stendur er hulin ráðgáta. Eru þeir vitlausir? Knattspyrnumenn eru fjölmenn- astir íþróttamanna og oftlega taldir heimskir. PÓSTURINN fékk til liðs við sig nokkra vel þekkta leikmenn og þjálfara til að kom- ast að því hvernig knattspyrnu- menn eru. Hvað sem hver segir þá eru knattspyrnumenn áber- andi í íslensku samfélagi og því til margar sögur af háttalagi og framferði þeirra. Sums staðar er það talið til tekna að vera í íþróttum en annars staðar er það mikill mínus. Reyndar minn- ist geinarhöfundur varnaðar- orða sem vinkona hans lét falla í tilefni af fyrirhugaðri ferð á Kaffibarinn. „Láttu bara ekki neinn vita að þú sért í íþrótt- um.“ ALGJORIR HALFVIT- AR AÐ ELTAST VIÐ TUÐRU Sverrir Sverrisson, markvarða- hrellir úr Leiftri, hefur skoðun á málinu. „Ég vil meina að knattspyrnu- menn séu einfaldlega þver- skurður af íslensku samfé- lagi, ef eitthvað er öðruvísi við þá, þá eru þeir upp til hópa hressari og opnari en gengur og gerist. Það er hins vegar oft sagt við okkur að við séum algjörir hálfvitar að elta þessa tuðru.“ Alexander Högnason, „sagna- brunnurinn" af Skaganum, tekur í sama streng en segir jafnframt: „Vissulega eru til margir ótrúleg-

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.