Helgarpósturinn - 03.08.1995, Blaðsíða 9

Helgarpósturinn - 03.08.1995, Blaðsíða 9
;: Y' : FIMIvITuDAGuRw3. AGUST1995 dUMFERÐAR RÁÐ í UMFERÐINNI ERU ALLIR í SAMA LIÐI JBTerslunarráð íslands og Vinnuveit- endasambandið hafa kært álagningu svo- nefndra heilbrigðis- eftirlitsgjalda til um- boðsmanns Alþingis. Samtökin tvö segja að gjöldin séu skatt- heimta sem eigi sér ekki stoð í lögum og brjóti í bága við stjórnarskrána. Þessa skoðun sína rökstyðja samtökin með því að gjöldin séu lögðá óháð þjónustu og tíðni hennar við þau fyrir- tæki sem greiða gjaldið. Að auki gera samtökin athuga- semd við það að gjaldendum sé skipt upp í flokka og segja að skipan einstakra fyrirtækja í flokka sé algjörlega háð geð- þótta embættis- manna... Véidiþjófum fækkar við Gullinbrú Fljótlega eftir að Grafarvogur- inn byggðist og brúin yfir voginn var smíðuð sáu hagsýnir menn sér leik á borði og hófu laxveið- ar undir brúnni. Þeir laxar sem þarna eru á ferðinni eru úr Ell- iðaárstofninum, en gönguleið hans liggur frá fornu fari inn Grafarvoginn og út hann aftur áður en laxinn gengur í árnar sjálfar. Það er Reykjavíkurborg sem á árnar en Rafmagnsveitan hefur umsjón með þeim. Haukur Pálmason sem er aðstoðarraf- veitustjóri sagði í samtali við PÓSTINN að ýmsar ráðstafanir hefðu verið gerðar til að stemma stigu við þessari rán- yrkju. Hann sagði að þrátt fyrir að þessi laxveiði við Gullinbrú væri brot á lögum hefðu raf- veitumenn ekki gripið til þess að kæra veiðimennina. Aðeins hefði verið kölluð til lögregla og hún síðan vísað viðkomandi frá. Haukur sagðist aðeins hafa heyrt af einu dæmi á þessu sumri um veiðiþjófnað á þessum stað og sagði ennfremur að eng- inn hafi verið staðinn að verki í fyrrasumar. Það er því af sem áður var að lögreglan þurfti hvað eftir annað að stugga veiði- þjófum frá brúnni. Reyndar hef- ur PÓSTURINN heimildir fyrir fleiri dæmum um veiðiþjófnað við Gullinbrú á þessu sumri en þetta eina sem Haukur minnist á en ljóst er að stórlega hefur dregið úr þessari iðju manna. ■ Intemetfíklar njótagóðsaf markaðs- samkeppni Treknet býður notendum upp á nýja þjónustu. Sífellt verður umfjöllun um Int- ernetið ofar á baugi í almennri umræðu. Um þessar mundir er enn nýtt fyrirtæki að opna fyrir þjónustu sína á höfuðborgar- svæðinu, frábrugðið öðrum tengingaraðilum vegna þeirrar þjónustu sinnar að bjóða upp á lista með netföngum yfir notend- ur netsins sem hafa tölvupóst- fang og getur hver sem er nú flett upp því póstfangi sem æskt er með einföldum innslætti. Þeir annmarkar eru þó á að listinn nær einungis yfir innlend net- föng en ekki erlenda aðila á net- inu. Fyrirtækið, sem ber nafnið Treknet og rekur starfsemi sína frá Borgartúni, segir listann ein- stakan en nokkuð líkan lista sem fyrirtækið Miðlun hf. hélt utan um fyrir nokkrum tíma síðan og er fyrirmynd hins nýja með nokkrum úrbótum þó. Þegar hafa um þrjú þúsund netföng fyrirtækja sem einstak- linga ratað inn á skrár Treknets og er viðbúið að listinn lengist enn. Þjónustan er notendum að kostnaðarlausu og til að æskja skráningar hjá þeim Treknet- mönnum er einfaldlega hægt að senda beiðni þess eðlis að net- hólfi brynthor@treknet.is. Þó að þjónusta þessi sé kostnaðarlaus fyrir notendur selur Treknet þó einnig almenna Internettengingu og heldur utan um margþætta þjónustu aðra sem nýtast á net- fíklum og styðja þá til aukinnar þekkingar á þessum rafvædda heimi sem vindur upp á sig og vex með degi hverjum. ■ ROKKIÐ ER EILÍFT! Tónleikar alla fimmtudaga. Bestu rokkhljómsveitir landsins allar helgar!

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.