Helgarpósturinn - 18.01.1996, Page 6

Helgarpósturinn - 18.01.1996, Page 6
6 FIMMTUDAGUR1S. JANÚAR1996 'orsetakosningar Landsmenn velta því nú fyrir sér hver veröi kjörinn næsti forseti lýöveldisins í kosningum sem fram fara í sumar. Ýmsir þjóökunnir einstaklingar hafa veriö bendlaöir við framboð og sumir þeirra viöurkennt aö þeir íhugi aö láta slag standa. Hópur fólks vinnur nú að því aö fá Guðrúnu Pétursdóttur. forstööumann Sjávarútvegsstofnunar Háskóla íslands, til aö gefa kost á sér sem forseti. Guörún er lítt þekkt meðal þjóðarinnar og því kynnti Sæmundur Guðvinsson sér ævi hennar og feril og bað fjölda fólks að segja álit sitt á manneskjunni. Skarpgreindur engill eða harðnagli? „Þegar kunningjar og vinir Guðrúnar voru beðnir að iýsa henni nefndu þeir alltaf hvað hún væri sérstaklega skemmtileg, greind og sjarmerandi kona. Hún þykir hafa gott sjálfstraust án þess þó að vera montin. Hermt er að eitt sinn á góðri stund hafi Guðrún sagt að sú blessaða dyggð, hógværðin, fengi að lifa án sín.“ Sem smákrakki var Guðrún Pétursdóttir í leikskóla í París þar sem foreldrar hennar voru þá búsettir. Guð- rún fékk fyrstu verðlaun í leik- skólanum fyrir gott skap. Hún rammaði þessa viðurkenningu inn og hefur geymt hana vand- lega. Þrátt fyrir að hafa sópað að sér verðlaunum fyrir góðan námsárangur síðar er haft eftir henni að þessi viðurkenning úr leikskólanum í París hafi dug- að sér best gegnum lífið. Þegar kunningjar og vinir Guðrúnar voru beðnir að lýsa henni nefndu þeir alltaf hvað hún væri sérstaklega skemmtileg, greind og sjarmerandi kona. Hún þykir hafa gott sjálffe- traust án þess þó að vera montin. Hermt er að eitt sinn á góðri stund hafi Guðrún sagt að sú blessaða dyggð, hóg- værðin, fengi að lifa án sín. Og nú íhugar Guðrún Pétursdóttir að bjóða sig fram til forseta, en hefur látið hafa eftir sér að of snemmt sé að taka endanlega ákvörðun þar um. Ættstór kona Guðrún á ekki langt að sækja skemmtilegheitin. Faðir henn- ar, Pétur Benediktsson sendi- herra og síðar bankastjóri Landsbankans, var þekktur fyrir mikinn húmor og leiftr- andi gáfur. Hann var sonur Benedikts Sveinssonar alþing- ismanns og Guðrúnar Péturs- dóttur frá Engey, sem öllum ber saman um að liafi verið mjög eftirminnileg kona. Pétur var tvíkvæntur. Fyrri kona hans var Guðrún Eggertsdótt- ir Briem, óðalsbónda í Viðey. Síðari kona hans var Marta Ól- afsdóttir Thors og eignuðust þau tvær dætur, Guðrúnu og Ólöfu, sem er dómstjóri hér- aðsdóms Reykjaness. Pétur var lögfræðingur að mennt en starfaði lengi í utanríkisþjón- ustunni, meðal annars sem sendiherra íslands í mörgum löndum með aðsetur í París frá 1946 til 1956, er hann varð bankastjóri Landsbankans. Bræður hans voru Bjarni Benediktsson, ráðherra og for- maður Sjálfstæðisflokksins, og hinn kunni athafnamaður Sveinn Benediktsson. Guðrún er því ættstór kona og margir frændur hennar valdamiklir í þjóðfélaginu. Mikill námshestur Guðrún Pétursdóttir stund- aði nám við Menntaskólann í Reykjavík og átti létt með nám. A menntaskólaárunum lék hún í Bubba kóngi sem Herranótt MR setti á svið en þar fór Dav- íð Oddsson, skólabróðir henn- ar, með titilhlutverkið. Guðrún lék hins vegar óstýrlátan þegn í þessu leikriti sem Bubbi kóngur lét drepa þrisvar. Hinn óstýrláti þegn Iét sér hins veg- ar ekki bregða við endurteknar aftökur heldur reis upp jafn- harðan. Eftir stúdentspróf árið 1970 hélt Guðrún til Vínarborgar og nam þar tónlist og leiklist um eins árs skeið. Síðan kom hún heim og lauk BA-prófi í sál- fræði við Háskólann. Guðrún sneri þá við blaðinu og lærði lífeðlisfræði í Oxford. Hún tók síðar doktorspróf í þeirri grein við Háskólann í Osló. Hún var dósent í frumulíffræði og fóst- urfræði við hjúkrunarfræði- braut Háskólans en var fyrir ári skipuð forstöðumaður Sjáv- arútvegsstofnunar Háskóla ís- lands. Hilmar Foss, löggiltur skjala- þýðandi og dómtúlkur, var á stríðsárunum samstarfsmaður Péturs Benediktssonar við sendiráð íslands í London. Hann hefur þekkt Guðrúnu frá því hún var barn og þótti mikið til námshæfileika hennar koma. í samtali við Helgar- pðstinn sagði Hilmar um það efni: „Vegna veikinda Ólafar systur hennar voru þær mikið uppi í sveit á bernskuárunum í Frakklandi og lærðu ekki ís- lensku sem skyldi. En svo liðu árin og ég fékk til þýðingar stúdentsskírteinið hennar. Hún var með yfir níu í öllum fögum, þar á meðal í íslensku og frönsku. Ég hef þýtt hundr- uð prófskírteina, en þetta er mér minnisstætt. Guðrún er mikil málamanneskja, enda al- in upp erlendis að hluta og hef- ur síðan stundað nám árum saman í öðrum löndum." Um námsferil Guðrúnar sagði Kristín Ástgeirsdóttir alþingis- maður í samtali við blaðið: „Hennar námsferill er mjög merkilegur fyrir þær sakir hvað hún hefur farið yfir vítt svið bæði í raunvísindum og hugvísindum og nú er hún komin í sjávarútvegsfræði. Enda er Guðrún afskaplega gáf- uð kona.“ Gegn Ráðhúsinu og Hrafni Þótt nafn Guðrúnar Péturs- dóttur hafi fram til þessa ekki oft verið í opinberri umræðu eru þó dæmi þess að hún hafi látið að sér kveða. Hún barðist hart gegn byggingu Ráðhúss- ins við Tjörnina og þar mætt- ust Bubbi kóngur og hinn óstýrláti þegn. „Hún hefur miklar skoðanir á húsbygging- um og skipulagi. Nægir að nefna skelegga baráttu hennar gegn byggingu Ráðhússins og hæstaréttarhússins við Lindar- götu,“ sagði Kristín Ástgeirs- dóttir. Undir þetta tekur Hilm- ar Foss: „Hún stóð sig vel í Ráðhúsmálinu og svo má ekki gleyma þessari bráðfínu grein sem hún skrifaði til að taka í hnakkadrambið á Hrafni Gunnlaugssyni út af Halldóri Laxness, sem ekki gat borið hönd fyrir höfuð sér,“ sagði Hilmar. Kristín Ástgeirsdóttir minntist líka á grein Guðrúnar um Hrafn: „Hún er vinur vina sinna, eins og fram kom í Hrafnsmálinu, og sömuleiðis hörð við andstæðingana, eins og Davíð og Hrafn fengu að kynnast," sagði Kristín. Baráttukona Þegar maður Guðrúnar, Ól- afur Hannibalsson, ákvað að taka þátt í prófkjöri Sjálfstæð- isflokksins á Vestfjörðum fyrir síðustu þingkosningar fylgdi Guðrún manni sínum vestur í prófkjörsslaginn. Raunar er sagt að Guðrún hafi ekki geng- ið í Sjálfstæðisflokkinn fyrr en með Ólafi. Meðal þeirra sem kynntust Guðrúnu í þessum slag fyrir vestan er Illugi Gunnarsson hjá Vestfirskum skelfiski á Flateyri. „Guðrún tók þátt í þessum slag af lífi og sál. Sumir sögðu raunar að það hefði verið gaman að sjá hana sjálfa berjast fyrir sæti á listan- um og töldu að ef hún hefði hafnað í þriðja sæti listans hefði flokkurinn náð þremur þingmönnum hér á Vestfjörð- um,“ sagði Illugi í samtali við Helgarpóstinn. „Meðan á próf- kjörsbaráttunni stóð hitti ég þau eitt sinn uppi á Breiða- dalsheiði þar sem þau höfðu fest bílinn. Ég man ekki betur en það væri Guðrún sem sat við stýrið en ekki Ólafur. Hins vegar finnst mér Guðrún ekki vera sérstaklega pólitísk á flokksvísu. Hún skoðar hvert mál fyrir sig og tekur síðan af- stöðu. Það héldu sumir að Guðrún væri slíkt borgarbarn að hún væri varla viðræðuhæf hér fyrir vestan, en hún var fljót að komast inn í hópinn og er jarðtengdari en ég átti von á,“ sagði Illugi ennfremur. Þegar minnst er á að Guðrún sé baráttukona kemur upp í hugann afstaða Péturs föður hennar þegar Kristján Eldjárn og Gunnar Thoroddsen kepptu í forsetakosningum á sínum tíma. Þá barðist Pétur hart fyrir kjöri Kristjáns og skapaði sér óvild ýmissa flokksbræðra í Sjálfstæðis- flokknum fyrir bragðið. Hann lét sér það þó í léttu rúmi liggja og fagnaði yfirburðasigri Kristjáns innilega. Sæmundur Guðvinsson — Helgarpósturinn „Hún er vinur vina sinna, eins og fram kom í Hrafnsmálinu, Draugasögur í Osló Fleiri taka undir það að Guð- rún sé baráttukona. Ámi Þórð- arson tannlæknir var samtíma henni í námi í Osló. Sagan seg- ir að Guðrún hafi notfært sér myrkfælni Árna til að neyða hann til að leigja vinkonu hennar húsnæði. Arni hafi bú- ið einn í rúmgóðri íbúð og á Guðrún að hafa hrætt hann með draugasögum þar til hann þorði ekki lengur að búa einn og vinkona Guðrúnar flutti inn. Helgarpósturinn bar þessa sögu undir Árna og honum var skemmt: „Þetta er einn af bröndurunum sem gengu þarna úti, en það er fótur fyrir sögunni. Sameiginlega kunn- ingjakonu okkar, sem var að ljúka doktorsnámi, vantaði húsnæði í eina eða tvær vikur. Ég bjó hins vegar einn í þriggja hæða raðhúsi. Guðrún fór að hrella mig með draugasögum í gríni, en það stendur fátt fyrir henni þegar hún ætlar sér eitt- hvað og svo fór að ég sam- þykkti að leigja þessari konu í hálfan mánuð en sat svo uppi með hana í heilt ár. Þetta var hins vegar allt hið besta mál. Guðrún er mjög fylgin sér en á þann hátt að maður hefur allt- af gaman af að gera henni greiða,“ sagði Árni. Þekki ekki þessa konu Sem kunnugt er höfðu Irving- feðgar í Kanada uppi mikil áform um að hasla sér völl á sviði olíu- og bensínsölu á ís- landi. Um það leyti sem áform feðganna voru hvað mest til umræðu bárust fréttir um að ekki væri nú allt í sómanum með umsvif þeirra í Kanada og að þar mætti ýmislegt betur fara gagnvart náttúruvernd og samskiptum við starfsfólk. Guðrún Pétursdóttir átti leið um Kanada um þessar mundir og lagði lykkju á leið sína til að kynna sér starfsemi feðganna. Eftir heimkomuna sagðist hún ekki hafa fundið neitt athuga- vert við fyrirtæki Irvinganna. Magnús Óskarsson, hæstarétt- arlögmaður og fyrrverandi borgarlögmaður, skrifaði þá stutta grein í Morgunblaðið og gerði stólpagrín að Guðrúnu vegna þessa máls. Taldi hana lítt hafa getað kynnt sér marg- breytilegan atvinnurekstur feðganna í örstuttri heimsókn. Ekki var Magnús heldur ánægður með baráttu Guðrún- ar gegn Ráðhúsinu á sínum og sömuleiðis hörð við andstæðingana, eins og Davíð og Hrafn fengu að kynnast." Kristín Ástgeirsdóttir „Hins vegar finnst mér Guðrún ekki vera sérstaklega pólitísk á flokksvfsu. Hún skoðar hvert mál fyrir sig og tekur síðan afstöðu. Það héldu sumir að Guðrún væri slíkt borgarbarn að hún væri varla viðræðuhæf hér fyrir vestan, en hún var fljót að komast inn í hópinn og er jarðtengdari en ég átti von á.“ lllugi Gunnarsson „Ég hef ekki kynnst henni. Einu sinni sat ég í sjö mínútur andspænis henni í útvarpsviðtali. Þetta viðtal var tekið upp í Ráðhúsinu, en hún fór eitthvað að diskútera það hvort það ætti að byggja Ráðhúsið, sem þá var löngu búið og gert. En ég þekki ekki þessa konu neitt og það eru til konur sem ég hef meiri áhuga á að kynnast.“ Magnús Óskarsson „Guðrún hefur frábæra kímnigáfu, er orðheppin og skemmtileg. Hún hefur mikla útgeislun og persónutöfra ... Þá hefur Guðrún mikla réttlætiskennd, er mjög góður stílisti og ræðurnar sem kæmu frá Bessastöðum yrðu ekkert hnoð ... Guðrún Pétursdóttir yrði glæsilegur fulltrúi þjóðarinnar á Bessastöðum og Ólafur Hannibalsson yrði sérkennileg og skemmtileg forsetafrú.“ Kolbrún Bergþórsdóttir „Guðrún Pétursdóttir er að mfnum dómi best til þess fallin að verða fremst meðal jafningja, en slíkan þjóðhöfðingja tel ég að íslendingar vilji nú fremur en nokkru sinni á lýðveldistímanum. Guðrún hefur til að bera þá greind, góðvild, menntun, réttlætiskennd, víðsýni og atorku sem þjóðhöfðingi nútímans þarf að vera gæddur.“ Áslaug Ragnarsdóttir „Ég kannast við Guðrúnu og hennar fólk. Þetta er eflaust hin vænsta manneskja en hún lifir í þessum lokaða heimi Háskólans," sagði einn.—Annar taldi að þaðyrði seint sagt um Guðrúnu að hún væri alþýðukona, „en hún getur ekkert að því gert hverra ætta hún er“. Ónafngreindir heimildamenn

x

Helgarpósturinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.