Helgarpósturinn - 18.01.1996, Síða 23

Helgarpósturinn - 18.01.1996, Síða 23
FIMMTUDAGUR1S. JANÚAR1996 23 Norðurlöndunum, sama rétt hér á landi og þau hefðu hjá frœndum vorum? „Nei, því miður, því ekkert er kveðið á um slíkt í íslenskum hjúskaparlögum og við erum ennþá á eftir í þessum málum miðað við sum Norðurlönd. Um leið og frumvarpið verður samþykkt getur par, búsett hér á landi, flutt til Danmerkur og notið sömu réttinda og það gerði á íslandi. í dag værum því betur stödd sem nýlenda Dana.“ Draumaríkið Er auðveldara að vera samkynhneigður nú en fyrir tíu árum? „Á því er ekki nokkur vafi. Við höfum gert okkur sýnilegri á sem flestum sviðum þjóðfé- lagsins. Þrátt fyrir það eru pót- intátar eins og Gunnar í Kross- inum eða Snorri í Betel sífellt að agnúast út í okkur. Þeir gera okkur í raun að sérhópi í þjóð- félaginu, en við vitum öll að við erum hluti af íslensku þjóðfé- lagi. Innflytjendur eru líka sér- hópur á meðan fólk nennir að velta sér upp úr því hverjir fluttu síðast inn í landið. Eg vona að það hilli einhvern tíma undir samfélag þar sem ekki skiptir máli hvort þú ert hetero eða homo.“ Sérðu fyrir þér í nánustu framtíð að samkynhneigðir fái rétt til að œttleiða börn? „Ég er bjartsýn, því í nokkr- um fylkjum Bandaríkjanna hafa samkynhneigðir fengið að ætt- leiða börn. í Kanada vann lesbíupar forræðisrétt yfir barni á grundvelli stjórnar- skrárinnar. Vonandi mun mál- ið hafa fordæmisgildi þar í landi. Að lokum má geta þess að lesbíur geta farið í tækni- frjóvgun f ákveðnum ömtum í Danmörku. Það er stutt í að við fáum þessi réttindi. Það eina sem skiptir máli er að fólk sé fært um að ala upp börn. Ég tel mig hafa vit á þessum málum þvf ég er bæði fóstra og móðir. Margir hafa notað barnaréttinn gegn okkur því okkar sambönd eru talin endast skemur, en ég spyr á móti: Hve mörg hjóna- bönd gagnkynhneigðra enda með skilnaði í dag? Eg held að fólk ætti að líta sér nær.“ Hvernig heldurðu að al- menningur taki þessum nýju lögum sem senn taka gildi? „Ég hugsa að þeim verði tek- ið vel. Nokkrum mánuðum eftir að lögin tóku gildi f Danmörku var gerð skoðanakönnun um afstöðu almennings til samkyn- hneigðra. í henni kom í ljós að viðhorf fólks var mun jákvæð- ara en áður. Þrátt fyrir galla eru lögin staðfesting frá ríkinu um að samkynhneigðir hafi sama tilverurétt og allir aðrir þjóðfélagsþegnar og ég held að fólk í Danmörku hafi áttað sig á því. Það sama mun gerast hér.“ í Biblíunni er aðeins minnst á hjúskap karls og konu og að tilgangurinn með honum sé að geta börn. Hvergi er hins vegar minnst á hjúskap aðila af sama kyni. Veldur það ekki tog- streitu milli samkynhneigðs fólks og kirkjunnar og/eða trúfélaga? „Biblían var áður fyrr notuð sem vopn gegn kosningarétti kvenna, því talið var að konur ættu að þegja á samkundum. í dag má nota það gegn okkur að í lögum Mósebókarinnar er sagt eitthvað um samræði sem getnaðarathöfn. Ef fólk ætlar að nota slíkt gegn okkur þá finnst mér að það væri heiðar- legast að stíga skrefið til fulls — eins og páfinn í Vatíkaninu — og banna getnaðarvarnir og fóstureyðingar og samræði, nema getnaður standi fyrir dyrum. Reyndar sagði mér prestur að í allri Biblíunni stæði ekki eitt orð sem mælir gegn ástarhneigð og samlífi samkynhneigðra. Því er þó ekki að neita að á nokkrum stöðum í ritningunni er mælt Séra Þorbjörn Hlynur Árnason Borg á Mýrum: Kirkjan vinnur að greinar- gerð um samkynhneigða gegn því að karlar hafi sam- ræði sín á milli og um leið er varað við saurlífi og vændi. Samkynhneigð er ekki afmörk- uð við kynlífsathafnir, heldur ástarhneigð og möguleika fólks af sama kyni til að lifa saman. Snorri í Betel og Gunnar í Krossinum telja að það þurfi að lækna fólk og frelsa það frá sjálfu sér. Samkynhneigð hefur alltaf verið til í öllum þjóðfélög- um. Hitler reyndi að útrýma samkynhneigðum í gasklefum og .Stalín gekk einnig hart að þeim. Samkynhneigðir voru of- sóttir á McCarthy-tímabilinu í Bandaríkjunum, en það hafði lítil áhrif, því samkynhneigðir lifðu af allar þessar ofsóknir. Á sama hátt munum við lifa menn eins og Gunnar í Krossin- um og Snorra í Betel.“ Nú er að störfum nefnd á vegum kirkjunnar um stöðu samkynhneigðra gagnvart kirkjunni. Skiptir álit kirkj- unnar ykkur einhverju máli? Er ekki aðalatriðið að fá Al- þingi til að samþykkja þessi lög? „Álit kirkjunnar skiptir okkur auðvitað máli, því hún er með- al annars í tengslum við ríkið. Hún hefur hins vegar verið frekar kjarklaus og ekki sýnt okkur nægUegan skilning. Fyrr eða síðar verður kirkjan að taka afstöðu. Mér finnst þó já- kvætt að nefndin skuli vera tekin til starfa. Ég vona, kirkj- unnar vegna, að álit nefndar- innar verði ekki kirkjunni til há- borinnar skammar.“ Eiga samkynhneigðir kannski erfitt með að starfa innan trúfélaga og kirkjunn- ar vegna neikvœðrar af- stöðu einstakra manna til þeirra? „Sumum tekst það, en það er erfitt að vera í trúarfélagi þar sem andstaða er gegn samkyn- hneigðum. Það getur gert sam- kynhneigðan einstakling frábit- inn trúarlífi. Ég held að klerkar sem tala á móti samkynhneigð- um skilji ekki hvað mannrétt- indabrot þýðir. Þeir tala um okkur á teólógísku plani eins og við séum fjarlægur hlutur. Það má þó ekki gleyma því að við eigum marga dygga stuðn- ingsmenn innan kirkjunnar," sagði hin skelegga Margrét Pála Ólafsdóttir að lokum. Innan kirkjunnar er að störf- um nefnd sem vinnur að greinargerð um stöðu samkyn- hneigðra gagnvart kirkjunni og sögulega þróun í því sam- bandi. Séra Þorbjörn Hlynur Arnason á Borg á Mýrum, sem veitir nefndinni forstöðu, vildi ekki tjá sig mikið um verk nefndarinnar. Hann sagði þó að sambúð samkynhneigðra væri staðreynd og kirkjan Séra Hreinn Hjartarson, sóknarprestur í Fella- og Hólakirkju, kvaðst ekki geta gefið samkynhneigð pör sam- an þótt hann vildi, því hjúskap- arlögin frá 1993 kæmu í veg fyrir slíkt. í lögunum er kveðið á um hjúskap karls og konu en IBiblíunni er skýrt kveðið á um afstöðu kristinna manna til giftinga samkynhneigðra para,“ sagði Gunnar Þor- steinsson, forstöðumaður Krossins. Hann bætti því við að í bókinni helgu væri kyn- villa talin synd. Gunnar telur það ekki vænlega þróun sem átt hefur sér stað í Noregi, Sví- þjóð og Danmörku, þar sem ríkið hefur sett lög sem leyfa fólki af sama kyni að giftast. „í raun var ríkiskirkjan í Dan- mörku og Noregi þvinguð til að samþykkja þessar afdrifaríku breytingar. Síðan þá hafa sum- ir kirkjunnar menn í Noregi léð máls á því að nú sé kominn tími til að aðskilja ríki og gerði ekkert til að sporna við slíku. „Nokkuð hefur verið rætt um giftingar samkyn- hneigðra á norrænum kirkju- þingum en ekki náðst sameig- inleg niðurstaða." Að öðru leyrti var séra Þorbjörn þögull sem gröfin um hvenær grein- argerð nefndarinnar myndi liggja fyrir. ekki aðila af sama kyni og þar stendur hnífurinn í kúnni. „Ég myndi að sjálfsögðu veita slíku pari blessun mína og óska því velfarnaðar ef það ætlaði að búa saman, en meira gæti ég ekki gert.“ kirkju. í Danmörku sendu fleiri hundruð prestar þinginu mót- mæli vegna lagasetningarinn- ar. Þessi sömu lög voru svo felld í færeyska þinginu. Það eru því ekki allir á eitt sáttir um þetta mál. ísland, Færeyjar og Finnland eru ennþá án slíkra lagasetninga. Ég veit að umræðan er komin nokkuð á veg hér á landi og fólk hjá dómsmálaráðuneytinu er að vinna að frumvarpi sem leyfir giftingar samkynhneigðra. Við höfum ekki enn fengið að sjá tillöguna og vonandi verður ekki fjallað um málið á þessu þingi. Ef slík lög verða sam- þykkt þá gæti aðskilnaður ríkis og kirkju orðið stáðreynd.“ Séra Hreinn Hjartarson Fella- og Hólakirkju: Engar reglur til um hjúskap samkynhneigðra Gunnar Þorsteinsson forstööumaöur Krossins: Afstaða okkar er skýr Dómsmálaráöuneytið: Óljós svör „Samkynhneigð hefur alltaf veríð til í öllum þjóðfélögum. Hítler reyndi að útrýma samkynhneigð- um í gasklefum og Stalín gekk einnig hart að þeim. Samkyn- hneigðir voru ofsóttir á McCarthy- tímabilinu í Bandaríkjunum, en það hafði lítil áhrif, því samkyn- hneigðir lifðu af allar þessar of- sóknir. Á sama hátt munum við lifa menn eins og Gunnar í Kross- inum og Snorra í Betel,“ segir Margrét Pála. Mynd: Jim Smart Idóms- og kirkjumálaráðu- neytinu fengust þær upplýs- ingar að unnið væri að frum- varpi sem myndi veita homm- um og lesbíum svipaða réttar- stöðu og gagnkynhneigðum. Blaðamaður ræddi við nokkra embættismenn, en enginn þeirra var tilbúinn að veita nánari upplýsingar um frum- varpið og hversu langt það væri á veg komið. Samkvæmt ónefndum starfsmanni í ráðu- neytinu hefur Björg Thoraren- sen einkum unnið að þessu máli. Ekki reyndist unnt að ná tali af henni þar sem hún er er- lendis. Hentar jólaskemmtun prúð- búinna barna af góðu folki Hans og Gréta - ópera fyrir börn Höfundur: Engelbert Humperdinck Meðhöfundur sögu og texta: Adelheid Wette Þýðing: Þorsteinn Gylfason Hljómsveitarstjóri: Garðar Cortes Leikstjóri: Halldór E. Laxness Leikmynd og búningar: Hulda Kristín Magnúsdóttir Danshöfundur: David Greenall Frumsýnt í íslensku óperunni 13. janúar Hugmyndin að þessu verki mun vera frá systur Hum- perdincks, Adelheid Wette. Hún setti saman þessa gerð sögunnar og fékk bróður sinn til að semja lög við, til þess að skemmta börnum fjölskyldunn- ar í jólaboðum. Þess vegna er farið frjálslega með efnið, allt tekið burtu sem ekki hentar jólaskemmtun prúðbúinna barna af góðu fólki og sínu af hverju bætt við í þeim tilgangi að auka á gleðina. Foreldrarnir eru ekki hafðir vondir heldur bestu skinn og álíka barnalegir og væntanlegir áhorfendur, nornin er líka tiltölulega hættu- laus, en þeim mun hlægilegri auii og dettur á rassinn þegar hún ætlar að fara að fljúga á kústi Óla lokbrár. Þeim bless- aða barnavini er bætt inn í per- sónusafnið til að syngja blíðleg- ar vísur og svæfa börnin með fallegu silfurdufti. Allt er þetta harla fallega hugsað og eðlilega sprottið af þörf góðrar konu til að gleðja lítil börn og halda fjöl- skyldunni saman. Þessum hugsunarhætti náðu stjórnend- ur og flytjendur að koma til skila alla leið inn í sal Gamla bíós og inn í öll Iitlu hjörtun sem þar slógu eftirvæntingar- full, laugardagseftirmiðdaginn var. Sínu af hverju var þó ofgert og öðru vangert. Tvennt var best: Spilverk hljómsveitarinnar og leikmynd- in. Hvort tveggja var sannfær- andi, eins og það ætti einmitt að vera svona, en ekki einhvern veginn öðruvísi. Það er líkt og sprottið beint út úr tónskáld- skap höfundarins. Sjaldgæf í vorum nútíma leikmynd sem þannig verkar. Fljótt á litið virð- ist þetta einföld stæling á teikn- ingu úr klassískri ævintýrabók, teikningu sem aftur er stæling á barnateikningu. Margur myndi ennfremur segja að það væri ágætt og yfrið nóg. Það er samt ekki mergurinn málsins, heldur hitt, að allt — litirnir, hugmynd- in, handbragðið og vegurinn milli raunveruleika og ævintýr- is — ber í sér sömu mýkt, sömu hóflegu stílfærsluna, sama elskulega hugblæinn og músík Humperdincks sjálfs. Um hljómsveitarstjórnina og hand- tök hljóðfæraleikaranna gildir hið sama. Hvort tveggja eins og það hafi aldrei verið búið til né knúið áfram heldur sjálfsprott- ið upp af nótnaskriftinni og bor- ið til flugs „á vængjum söngs- ins“. Hlutur söngvaranna er einnig ágætur, en ég vildi mega óska þess af þeim öllum, að ég sæi minna gegnum þá, að þeir hefðu minna fyrir að stjórna söng sínum en gæfu honum þess í stað færi á að stjórna sér. Þetta á einnig við um leik þeirra, látbragð allt, dansa og trúðsskapinn ekki síst. Gamla tuggan sem allir söngvarar gjör- þekkja og eru sjálfsagt löngu komnir með kligju af að heyra endurtekna: Hlusta betur, þá syngur það sig sjálft. — Hægar ort en gjört. Hljómsveitinni tekst það þó. Og ég sá ekki bet- ur en að þegar tónlistin náði best þessu frjálsa, fyrirhafnar- lausa svifi þá létu börnin sig svífa með og þyrftu ekki allt þetta grín. Það tókst best í stuttum millispilum hljómsveit- arinnar og — án efa til skap- raunar fyrir þroskaðri og þraut- þjálfaðri söngvara — í flutningi Emilíu litlu Torrini í smárri aukarullu Óla lokbrár. Það er að einhverju leyti vegna þess að það hlutverk er í eðli sínu mýkst og hvað hreinræktuðust músík (laus við þörf á leikræn- um tilþrifum), en kannski líka vegna þess að söngkonan unga er ekki búin að koma sér upp þeim raddstyrk, myndugleik og höfðingjadirfð sem þarf til að yfirkeyra hlutverkið (?). Sann- arlega til umhugsunar ef svo væri. En kannski hefur hún bara meðfætt, af Guði gefið, mjög fínt listnæmi — einskonar „perfect pitch“ á sviði tilfinn- inganna. Óperusöngvarar þurfa oft að þola skens fyrir „slakan le k“. En vilji þeir þar úr bæta vcrða þeir að varast að taka, hvort heldur er dramatíska leikara eða grínista farsans til fyrir- myndar — þá sem leika það sem kallað er „eðlilega". Ópera er í sjálfu sér ekki eðlileg. Hún er tilbúið form. Hún er bundið mál. Menn hlæja ekki eðlilega í óperu. Þeir hlæja í tóntegund- unni og innan marka skalans. Þeir þurfa einnig að hegða sér, hreyfa sig, gretta sig og gera sínar skrípakúnstir innan marka þess sama skala og í réttri tóntegund. Og — því má síst gleyma — með þeirri hóf- stillingu sem hið bundna form tónlistarinnar krefst. Allt þarf að vera sett í þetta bundna mál. Annað verður — merkilegt nokk — óeðlilegt. Þá kemur upp sú sorglega staða sem við lá að yrði í Gamla bíói, að ein- hver áhorfandinn segði: „Mér fannst voða vel leikið og leikrit- ið skemmtilegt, bara alltof mik- ill söngur til að trufla.“ Ég segi „við lá“, því ég held hún hafi ekki komið upp. Það er auðvitað metnaðar- mál óperufólksins að börnin segi frá því, andstutt og uppnumin, þegar þau koma heim: „Ég fór í Óperuna!“ og meini þá eitthvað sem er engu öðru líkt — ekki venjulegum gamanleik eða annars konar leiksýningu heldur. Nota bene: það er feill að birta barnamyndir af flytjend- um í leikskrá, ekki nógu tignar- Iegt fyrir börnin; áhorfendurna. Þau gæti grunað að ekki sé ver- ið að tala við þau í fullri alvöru og ekki af þeim virðuleik sem þau þrá engu síður en elskuleg- heit og gamansemi. Erik gamli Bidsted hneigði sig lengi og tígulega fyrir börnunum í lok frumsýningar á Kardimommu- bænum. Það kunnu þau að meta. Þá fyrst skynjuðu þau að þetta var alvöru leikhús. Full- orðinslegt! Og eitt enn, barnanna vegna: Hljómsveitin þarf að sjást. Það er partur af ævintýrinu: „Ég fór í Óperuna!" Og það að sjá spil- arana handleika þessa dásam- legustu smíðisgripi mannsins — hljóðfærin — og galdra úr þeim sköpunarverkið er bæði dýrð og ómetanlegur þáttur í menningaruppeldi. Grun hef ég einnig um að þýðingin sé ljómandi og enda þótt hlustandinn greini varla orðaskil gegnum flutning söngvaranna þá hefur góður texti sín áhrif á flytjendur, áhrif á hugarblæ þeirra og hegðun, sem skila sér frá þeim til hlust- endanna, eins þótt orðin týnist í forte-prestissímóinu. Athugist vandlega. Sýningin var skemmtileg, tón- listin falleg og lófatak hinna ungu áhorfenda svikalaust — og langvarandi, nokkuð sem er sjaldgæft hjá börnum.

x

Helgarpósturinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.