Helgarpósturinn - 18.01.1996, Side 20

Helgarpósturinn - 18.01.1996, Side 20
20 FIMMTUDAGUR18. JANÚAR1996 Ekkert mynstur eöa algild regla virðist gilda um meöferö eöa dómsúrskurði nauðgunarmála. Konur sem veröa fyrir nauðgun vita því ekki að hverju þær ganga þegar þær kæra einn þann hroöalegasta atburð sem manneskja getur lent í. Eiríkur Bergmann Einarsson ræðir hér við Theódóru Þórarinsdóttur, starfskonu hjá Stígamótum, um málið. Siðlausar skepnur sem nauðga „Ég veit ekki um neina konu sem hefurfengiö greiddar miskabætur eftir nauögunardóm," segir Theódóra. Náuðgunarmál hafa talsvert verið í fréttum síðustu daga og vikur. Skemmst er að minnast nauðgunarkæru á tvo georgíska sjómenn um borð í togara sem lá við Hafnarfjarðar- höfn. Annar þeirra var fundinn sekur, en hinn sýkn saka. Nokkru síðar var ungur breskur sjómaður dæmdur fyrir nauðg- un um borð í togara í Reykjavík- urhöfn að undangenginni ís- lenskri DNA-rannsókn. Norsk rannsókn leiddi hins vegar í ljós að útilokað væri að um- ræddur einstaklingur hefði ver- ið þar að verki. Fyrir skömmu var svo leigubílstjóri í Reykja- vík kærður fyrir nauðgun í bíl sínum, en sýknaður. Við fyrstu sýn er ekki að sjá neina heildstæða mynd af þess- um málum. Helgarpósturinn hafði því samband við The- ódóru Þórarinsdóttur, starfs- konu hjá Stígamótum, til að fá gleggri mynd af þessum mál- um. Aðeins örfá nauðgunar- mál enda með dómi „Það virðist ekki vera neitt mynstur eða algild regla í þess- um málum, sem gerir okkur mjög erfitt fyrir í starfi okkar. Við getum til dæmis ekki sagt konum sem til okkar leita neitt um líkur á hvernig dæmt verði í þeirra málum. Þessi mál eru í raun mjög á reiki. Þó getum við sagt að í langflestum málum er ekkert dæmt. Það eru aðeins örfá nauðgunarmál sem fara gegnum kerfið og enda með dómi.“ I nauðgunarmálum er eðli þeirra samkvœmt oft dœmt eftir líkum. Er það ekki hœttulegt fyrirkomulag? „Við verðum að gera okkur Jjóst, að það er ekkert einstakt. í mörgum öðrum sakamálum er dæmt á líkum. Það sem er hins vegar einstakt er að flestar nauðganir eru alls ekki dæmd- ar. Við búum við dómskerfi þar sem sanna þarf glæpinn. Því er ekki hægt að breyta, enda væri það stórhættulegt. Sönnunar- byrðin er hins vegar mjög mikil. Framburður konunnar dugir ekki til sakfellingar og orð gegn orði er yfirleitt alltaf dæmt ger- andanum í hag.“ Miklir áverkar nægja ekki til sakfellingar Þið hafið rœtt um öfuga sönnunarbyrði. Er það ein- hver lausn? „í rauninni ekki. Auðvitað þarf áfram að sanna verknað- inn. Þetta var hugmynd sem við vörpuðum fram til að skapa umræðu um þessi mál. Það má ekki ganga það langt að saklaus maður verði dæmdur fyrir nauðgun. Hins vegar væri eðli- legt, að hinn kærði þyrfti að svara ákveðnum spurningum og rökstyðja mál sitt til að sýna fram á að viðkomandi gæti ekki hafa framið umræddan glæp. í dag þurfa ákærðir ekki að gera neitt nema neita, eða halda því fram að konan hafi viljað hafa samfarir. Þetta má ekki vera svona auðvelt fyrir hinn kærða. Þetta er það sem við áttum við með öfugri sönnunarbyrði. Eins og staðan er í dag komast þessi mál ekkert áfram og verða bara að skúffumálum hjá lögreglunni. Sönnunin er svo erfið. Þótt miklir áverkar sjáist á konunni getur sá kærði ein- faldlega sagt að hún hafi verið svona áður en leiðir þeirra lágu saman. Erfitt er að sanna að svo hafi ekki verið. Áverkar voru áður teknir gildir sem sönnun en svo er ekki lengur, því hægt er að halda því fram að hugsanlega gæti konan hafa verið barin daginn áður.“ Út í hött að hefndarhugur liggi að baki nauðgunarkæru Hvernig er þá hœgt að létta fórnarlambinu að sanna mál sitt? „Við höfum í raun engar skyndilausnir. Fólk þarf að kynna sér og gera sér grein fyr- ir varnarviðbrögðum kvenna. Konur bregðast yfirleitt ekki við ofbeldi með því að berjast á móti. Frekar koma til andleg viðbrögð, svo sem fortölur, grátur og þess háttar. Þetta verður að skoða og hætta að spyrja þær af hverju þær hafi ekki barist á móti. Þær upplifa verknaðinn sem ógnun við líf sitt. Þetta er ekki bara vont kyn- Theódóra Þórarinsdóttir: „Nauðgarar koma hins vegar úr öllum stéttum mannlegs samfélags; útlitsiega, innrætislega og efnahagslega. Þetta eru bæði fjölskyldumenn og einhleypir. Það hefur ekki verið hægt að flokka þá í neina hÓpa.“ Mynd: iim Smart líf, eins og margir virðast halda, heldur er þetta nokkuð sem erf- itt er að lifa við. Fólk verður að gera sér ljóst að þetta hefur ekkert með kynlíf að gera. Nauðgun er ofbeldisverknaður. Alltof oft er horft í það að kon- an gæti verið að ljúga. Það er al- veg út í hött að kona reyni að hefna sín á manni með því að kæra hann fyrir nauðgun. Kon- ur nota allt aðrar leiðir. Hún þarf að ganga gegnum of mikið til þess, til dæmis ítarlega lækn- isskoðun og að útskýra allt fyrir Rannsóknarlögreglunni í smá- atriðum. Það græðir enginn á því að kæra nauðgun að ástæðulausu. Ég veit ekki um neina konu sem hefur fengið greiddar miskabætur eftir nauðgunardóm. Það gæti þó breyst með nýjum lögum um ríkisábyrgð, sem eiga að taka gildi 1. júlí næstkomandi." Þar sem sönnun er algild forsenda sakfellingar, hvern- ig er þá hœgt að fjölga sak- fellingum frá því sem nú er? „Konu, sem kærir nauðgun, ber að taka alvarlega. Erlendar rannsóknir hafa sýnt að aðeins um 2 prósent af kærum koma til að tilefnislausu. Þetta er alls ekki hærra hlutfall en í öðrum brotamálum. 98 prósent nauðg- unarkæra eiga þannig við rök að styðjast og á því þarf að taka. Þar sem þessi glæpur er yfirleitt framinn í einrúmi eru hvorki vitni né önnur sönnun- argögn sem hægt er að styðjast við. Frásögn fórnarlambsins, upplifunina, hin tilfinningalegu viðbrögð og líðanina eftir at- burðinn flokka ég sem sönnun þess að viðkomandi hafi orðið fyrir áfalli. í vissum tilvikum ætti þetta að vera næg sönnun þess að nauðgun hafi átt sér stað. Orð konunnar eru alltof oft ekki tekin trúanleg.“ Óþarfi að konan hitti nauðgarann fyrir dómi Hvernig er meðferð þess- ara mála háttað? „Eftir að Neyðarmóttakan tók til starfa erum við á Stígamót- um ekki eins mikið inni í þeim hluta málanna og áður. Þegar einstaklingur verður fyrir kyn- ferðisglæp fer hann upp á Neyðarmóttöku og fær alla þjónustu þar. Þar er gerð lækn- isskoðun, viðkomandi fær fé- lagsráðgjafa og löglærðan tals- mann. Þetta er vonandi mikil bót frá því sem áður var. Fórn- arlambið þarf svo að mæta til Rannsóknarlögreglunnar í ítar- lega skýrslutöku, sem getur verið mjög erfið. Þar þarf að rifja allt málið í smáatriðum upp og svara mjög erfiðum spurningum. Þetta er alls ekki eins og í amerískum bíómynd- um, þar sem brotamaðurinn er handtekinn og dreginn til yfir- heyrslu, heldur hefur lögreglan Fjörugt kynlíf Bandaríkjaforsetanna bók vikunn Það getur svo sem vel verið að George Washington hafi verið kallaður „Folinn við Potomac-á“, en hann var hins vegar ekki hálfdrættingur á við Thomas Jefferson í þessum efnum. Samanlagt eru þeir tveir svo fullkomlega óverðug- ir þess að bera hnakk Johns F. Kennedy. Allar uppljóstranir Wesleys Hagood í væntanlegri bók hans, Presidental Sex, eru á þessa leið, þar sem hann fær- ir í annála kynferðisleg sam- bönd Bandaríkjaforseta frá stofnun ríkisins til þessa dags. Og vitaskuld hlýtur þetta að teljast bók vikunnar í þetta skiptið. Leikur þér til dæmis forvitni á að vita hvaða forseti kaus skrifborð höfuðstöðva sinna til kynferðisathafna (Lyndon B. Johnson) eða hvaða forseti valdi framar öðr- um stöðum fataskápa (Warren G. Harding) til verknaðarins? Þetta og margt, margt fleira er að finna í safaríkri bók Hagoods og staðfestir meðal annars það sem Bandaríkja- menn hafa lengi talið sig hafa fullvissu fyrir: Demókratar eru mun fjörlegri á skeiðvöllum kynlífsins en repúblikanar. Lít- um á nokkur skemmtileg dæmi úr bókinni: =1 1 Forseti Meintir bólfélagar Slúöursögur Kynferöislegar afleiöingar Thomas Jefferson Sally Hemmings, þræll hans; Maria Cosway, harðgift kona; Angelica Schuyler Church, mágkona; Dolley Madison. Blaðamaðurinn James Cal- lender skrifaði: „Með þessari druslu, Sally mín, hefur forseti okkar átt nokkur börn.“ Hugsanlegt er að hann hafi sofið hjá Dolley Madison í skiptum fyrir stuðning við eig- inmann hennar, sjálfan James Madison. James Buchanan Varaforsetinn William Rufus King Tennessee-þingmaðurinn Aaron Brown kallaði varaforset- Mögulegt er að fyrrverandi unnusta Buchanans hafi fram- George Washington: Uppnefnd- ur „Folinn við Potomac-á“. ann King aldrei annað en „In- dælu frænkuna" eða „Frú B“. ið sjálfsmorð eftir heiftarlegt rifrildi þeirra. Franklin D. Roosevelt Lucy Mercer Rutherfurd, einkaritari eiginkonu hans; Marguerite „Missy“ LeHand, einkaritari hans sjálfs; New York Post-útgefandinn Dorot- hy Schiff; Marta Noregsprins- essa. Þegar Alice, frænka Eleanor Roosevelt, frétti af framhjá- haldi forsetans hafði hún á orði: „Ojæja, Franklin átti svo sem rétt á smávegis gamni. Hann var nú einu sinni kvænt- ur Eleanor." Líklegt er talið að Eleanor hafi á eigin spýtur lagt stund á framhjáhald og haldið við blaðakonuna Lorenu Hickok. Bill Clinton Bill Clinton: Á að hafa sofið hjá þremur „Ungfrú Bandaríkin". Deborah Matis, blaðakona; Elizabeth Ward, ungfrú Banda- ríkin 1982; Susie Whiteacre, fjölmiðlafulltrúi hans; Lencola Sullivan, ungfrú Árkansas 1980; Gennifer Flowers, sem hann kallaði „Pookie"; Sally Perdue, ungfrú Arkansas 1958; Connie Hamzy, rokkhljóm- sveitagrúppía; Bobbie Ánne Williams, vændiskona; Paula Jones, ríkisstarfsmaður í Ark- ansas. Skrúðganga kvenfólks í kosn- ingunum 1992, sem af vafa- sömum ástæðum sakaði Clin- ton um allt frá himni til jarðar. Anne Williams sagði Clinton föður sonar síns. Neyddist til að ræða slúður- sögur um meint framhjáhald sitt í fréttaþættinum 60 minut- es. Lögsókn Paulu Jones vegna kynferðislegrar áreitni er enn fyrir dómstólum. James Buchanan: Hélt við varaforsetann William Rufus King. Connie Hamzy: Rokk- grúppían sem Clinton á að hafa barnað. „Nauðgun er ofbeldis- verknaður. Alltof oft er horft í það að konan gæti verið að ljúga. Það er al- veg út í hött að kona reyni að hefna sín á manni með því að kæra hann fyrir nauðgun. Kon- ur nota allt aðrar leiðir. Þær þurfa að ganga gegn- um of mikið til þess.“ samband við brotamanninn og kallar hann til skýrslutöku. Hann getur í öllu falli fengið nógan tíma til að kokka upp ein- hverja sögu og fengið vitorðs- menn í lið með sér. Það er að segja: ef hann er ekki farinn út á sjó eða af landi brott. Þó verður að segjast að mikil breyting hef- ur orðið til batnaðar við með- ferð þessara mála hjá RLR. Rannsóknarlögreglumennirnir eru nú betur í stakk búnir til að takast á við þessi mál en áður. Hins vegar væri hægt að gera margar einfaldar og kostnaðar- litlar breytingar sem myndu auðvelda alla málsmeðferð fyr- ir konurnar, því þær eru yfir- leitt algerlega niðurbrotnar eft- ir svona atburði. Til að mynda gætu rannsóknarlögleglumenn- irnir komið heim til konunnar og tekið skýrsluna þar. Konan fengi því að vera í sínu eigin umhverfi og með sínu fólki ef hún svo óskaði og gæti tekið sér þann tíma sem hún þyrfti til að rifja málið upp. Einnig ætti það að vera alger regla að hinn kærði sé ekki viðstaddur þegar fórnarlambið segir sögu sína fyrir rétti. Það er alger óþarfi að leggja þær byrðar á herðar fórnarlambsins að hitta nauðg- arann aftur, því konan upplifir verknaðinn sem mikla niður- lægingu og skömm fyrir sig. Það gæti eyðilagt málið. Einnig mættu vera fleiri lögreglukonur í kynferðisbrotamálum. í dag eru aðstæðurnar sem konunum er boðið upp á ekki nógu góðar, en þó er auðvelt að laga þær með aukinni þjónustu og sveigj- anleika í þessum málum." Óflokkanlegar og siðlausar skepnur sem nauðga Komið hafa upp mál þar sem rekkjunautur konu er allt annar en hún hugði. Er maðurinn þá ekki sömuleiðis oft í góðri trú í nauðgunar- málum? „Þessi mál eru alger undan- tekning. Það að hafa samfarir við einhvern og opna síðan augun og komast að því að rekkjunauturinn er einhver allt annar er mjög sjaldgæft. Þessi mál eru afskaplega flókin og erf- itt að taka á þeim. Ef maðurinn hins vegar er að misnota sér ástand konunnar, til dæmis vegna vímuefnaneyslu, þá er viðkomandi sekur. Annars er erfitt að ræða um þessi mál. Ef konan upplifir þetta sem of- beldi, þá fær hún þannig aðstoð hjá okkur.“ Femínistar hafa stundum sagt að allir menn séu mögu- legir nauðgarar. Eruð þið sama sinnis? „Það er ekki hægt að eyrna- merkja einhverja ákveðna teg- und karlmanna sem nauðgara. Sumir karlmenn nauðga, aðrir ekki, og sem betur fer gera flestir það ekki. Nauðgarar koma hins vegar úr öllum stétt- um mannlegs samfélags; útlits- lega, innrætislega og efnahags- lega. Þetta eru bæði fjölskyldu- menn og einhleypir. Það hefur ekki verið hægt að flokka þá í neina hópa. Langflestir karl- menn eru hins vegar í mínum huga ekki mögulegir nauðgar- ar. Það eru ákveðnar óflokkan- legar og siðlausar skepnur sem nauðga.“

x

Helgarpósturinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.