Alþýðublaðið - 04.11.1976, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 04.11.1976, Blaðsíða 1
 FIMMTUDAGUR 4. NÓVEMBER 232. tbl. — 1976 — 57. árg. Áskriftar- síminn er 14-900 Mikil viðurkenning fyrir ís- lenzkar eldfjallarannsóknir: Guðmundur Sigvaldason valinn í al- þjóðanefnd vegna eldgossins á Guadaloupe 1 sumar hófst gos i eldfjallinu ,,La Soufriere” á eynni Guadaloupe i Kara- biska hafinu, en mun minna varð þó úr þvi gosi en margir visinda- menn höfðu ætl^ð. Ótt- uðust þeir um tima, að eldfjallið kynni að springa i loft upp á hverri stundu og i ljósi þess tók franska stjórnin — sem ræður eynni — þá ákvörðun að flytja alla ibúana til nærliggjandi eyja. Á Guadaloupe búa um 72 þúsund manns. Vildu Frakkar reyna að forða þvi að atburðirnir á Martinique árið 1902 endurtækju sig, en þá fórust um 30 þús. manns i eldgosi þar. Mikil óvissa rikir um þessar mundir varðandi ástand mála á Guadaloupe, og eru menn ekki á eitt sáttir um það, hvort hætta á stórgosi þar sé um garð gengin eða ekki, eða hvort yfirleitt hafi verið ástæöa til svo viðtækra ráðstafana i sumar, svo sem brottflutnings allra ibúana. Guðmundur Sigvalda- son til Guadaloupe Nú hafa Frakkar skipað sér- staka nefnd, sem kanna á ástand mála á Guadaloupe og leggja mat á goshættu þar. f Guðmundur Sigvaldsson jarðfræðingur nefnd þessari á m.a. sæti Guð- mundur Sigvaldason jarðfræö- ingur og er skipun hans i nefnd- ina mikil viðurkenning á starfi hans og annarra islenzkra visindamanna sem starfað hafa að eldfjallarrannsóknum. Auk Guðmundar eiga sæti I nefnd- inni 2 Bandarfkjamenn, 1 Itali og 1 Japani. Guðmundur flaug utan 1 gær- dag, en ætlun hans og sam- starfsmanna hans er, að dvelja um hrið á Guadaloupe við visindalegar rannsóknir. Siðan er ætlunin að fara til Parisar og vinna úr gögnum, en i ljósi niðurstaðnanna mun nefndin svo væntanlega láta fara frá sér álitsgerð um ástand á eynni. Má þar með segja að það sé að nokkru undir áliti islenzks vfsindamanns komið, hvort þús- undir ibúa á Guadaloupe fá að snúa tilheimabyggða sinna inn- an tiðar eða ekki. —ARH Þingmenn Sjálfstæðisflokks og Alþýðubondalags Styðja tillögu um rannsóknarnefnd Alþýðublaðið ræddi i gær við þingmennina Sigurlaugu Bjarnadóttur og Gils Guð- mundsson, og spurði þau áiits á tillögu þeirri, sem Sighvatur Björgvinsson hefur nýlega lagt fram á Aiþingi um rann- sóknarnefnd dómsmála. Eins og lesendur rekur eflaust minni til brást dómsmálaráð- herra ókvæða við þessari til- lögu og fann henni flest til for- áttu. Sagði meðai annars, að svona nefndir væru ágætar fyrir unga framagosa, en hentuðu engan veginn hér á islandi. Siguriaug Bjarnadóttir sagði, að þingsályktunartil- lagan um skipan sérstakrar þingnefndar til að kanna gang og framkvæmd dómsmála ætti fullan rétt á sér. Hún sagði að dómskerfið væri mjóg seinvirkt og svo hefði lengi verið. Sagði Sigurlaug að ástandið i réttarfarsmálum almennt væri slikt, að full á- stæða væri til markvissra að- gerða. Sigurlaug Bjarnadóttir sagðist telja, að gera þyrfti á- kveðnar breytingar á tillög- unni og afmarka svið rann- sóknarnefndarinnar nánar en gert væri. Einnig kvaðst hún telja að timatakmörkin væru of naum. Sigurlaug lét i ljós furðu sina á þeirri skoðun, sem fram hefði komið hjá dómsmála- ráðherra, að málinu væri stefnt gegn honum persónu- lega. Sagöi hún tilefnin til þess að setja á stofn rannsóknar- nefndir ærnar og þótt fyrr hefði verið. Tónninn i ræðu dómsmálaráðherra var að minu áliti mjög óviðeigandi,” sagði Sigurlaug Bjarnadóttir. Gils Guðmundssontók einn- ig mjög i sama streng og Sig-, urlaug. Sagi hann að rann- sóknarnefndir, eins og sú, sem hér væri gert ráð fyrir, væru allt of litið notaðarGils sagði að rökstuðningur Olafs Jo'- hannessonar gegn tillögunni, að þvi er varðaði þingræðis- formið, væri algerlega til- efnislaus. „Fyrirspurnarformið hjá okkur er langt frá þvi að vera fulinægjandi”, sagði Gils. „Þess vegna er ég hlynntur þessari tillögu i öllum aðalat- riðum.” Gils Guðmundsson sagðist mundu styðja stjórnarskrár- breytingu, sem miðaði að þvi að veita slikri rannsóknar- nefnd það vald, sem með þyrfti til að gera færa um að leysa sitt hlutverk. ,,Það hefur verið óeðlilega mikil tregða hjá Alþingi að nota ákvæði 39. greinarinnar um skipun rannsóknarnefnd- ar,” sagði Gils Guðmundsson að lokum i viðtali við Alþýðu- blaðið i gær. —BJ Segja Alþingi óvirða verk- menntun Nemar Velskóla islands liéldu aðalfund i lok siðasta mánaðar og fordæmdu þar „harkalega það siðleysi gagnvart Vélskóla Island, sem feist i nýgerðu fjárlaga- frumvarpi fyrir árið 1977 og telur að með þvi sé öllu starfi innan skólans stefnt i voða”, eins og það er orðað i frétt frá skólanum. Fundurinn itrekar það, sem áður hefur komið fram, að enn séu fjölmargar undanþágur til vélstjórnar i gangi i islenzka fiskiskipa- flotanum og að ekki sé hægt að búast við að úr rætist á meðan hálfgert neyðar- ástand riki i fjármálum Véi- skólans. Þá segir: „Skorar fundur- inn þvi á Alþingi að bæta úr þessu nú þegarp stað þess að óvirða verkmenntun i land- inu jafn freklega og raun ber vitni.” Fjórmála-1 könnun gerð hjá j Byggung j — að ósk stjórnar félagsins Vegna hvarfsins á Gunnari Elissyni framkvæmdastjóra j byggingafélagsins Byggung i Kópavogi, hefur nú verið feng- inn nýr maður til að annast fram- kvæmdastjórn og j heitir sá Árni Árna- son. Þetta kom fram i stuttu viðtali sem blaðamaður Al- þýðublaðsins átti við for- mann félagsins Braga Mika- [, elsson. 1 viðtalinu kom jafn- [ framt fram að stjórn félags- | ins hefur falið löggiltum endurskoðanda þess að gera fjármálakönnun hjá félag- inu. Aðspurðúr um ástæðuna fyrir þessari könnun sagði Bragi, að það hefði verið tal- ið eðlilegt þegar nýr maður tæki við framkvæmdastjórn- inni að láta slika könnun fara fram. —GEK Ritstjórn Síðumúia II - Sími 81866

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.